Leitarniðurstöður

Vikapiltur þrengir að náhirð

Punktar

Þegar “vikapiltur Steingríms”, að mati Davíðs og Mogga, varð alvöru formaður Flokksins, þrengist um Davíð og náhirðina. Hvað verður um Davíð og Björn, Styrmi og Hannes Hólmstein, AMX og Moggann? Skrímsladeildin á bágt þessa dagana. Hún tapaði IceSave og næst blasir við Evrópusambandið. Er ekki rétt, að náhirð Davíðs taki saman höndum við órólegu deildina […]

Þéttari og hertari meirihluti

Punktar

Meirihluti ríkisstjórnarinnar þéttist í umræðunni um IceSave. Liðið náði saman í orrahríð minnihlutans, sem tók Alþingi í gíslingu. Þeir, sem höfðu spilað einleik, skiluðu sér flestir í síðustu atkvæðagreiðslunni. Nema Lilja Mósesdóttir, sem senn fer í Hreyfinguna. Og Ögmundur, sem verður gerður að heiðursfélaga hjá brennuvörgum Sjálfstæðisflokksins. Að öðru leyti hélzt samstaðan og hertist í […]

Þrjár góðar tillögur

Punktar

Merkileg tilraun til lýðræðis felst í þremur tillögum þingflokkanna um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þær eru að verulegu leyti eins. Auðvelt á að vera að brúa bilið milli stjórnarflokkanna og Borgarahreyfingarinnar, sem er Evrópusinnuð. Hugsanlegt er líka að reyna að ná sáttum við Sjálfstæðið og Framsókn. Stjórnarflokkarnir eiga að gefa sér tíma til að reyna það, […]

Óþarft að berja búsáhöld

Punktar

Búsáhaldabyltingin er búin. Hún heldur ekki lengur fundi og slær ekki lengur búsáhöld. Ný ríkisstjórn hefur leitt til lykta flest af stefnumálum hennar. Við losnuðum við vanhæfa ríkisstjórn, vanhæfan seðlabankastjóra og vanhæfan forstjóra fjármálaeftirlits. Við sáum samstöðu fjögurra flokka á þingi um persónukjör og stjórnlagaþing. Sú samstaða verður að lögum eftir kosningar, þegar vald Flokksins […]

Persónukjör tekst ekki

Punktar

Persónukjör verður ekki í næstu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er á móti því framfaramáli eins og ýmsum öðrum. Málið er þess eðlis, að um það þarf að nást víðtæk samstaða, enda er lítill tími til stefnu. Smám saman mun koma í ljós á næstu vikum, að flokkurinn er dragbítur á framfarir í landinu. Hann mun ekki heldur […]

Flugslys hagfræðinganna

Punktar

Hér hefur orðið hræðilegt flugslys hugsaði ég, þegar ég fletti Mogganum í morgun. Ótal litlar myndir. Svo sá ég, að þetta voru allt hagfræðingar. Flugslys hagfræðinga. Þrjátíuogtveir slíkir sammála um eitt mál. Hlýtur að vera heimsins mesta samstaða. Þar eru meðal annarra heimsfrægir spámenn og friðflytjendur á borð við forstjóra greiningardeilda bankanna. Allir eru sammála […]

Reglan er rugl

Punktar

Ef gott er, að menn eigi bara fjórðung í fjölmiðli með þriðjungs hlutdeild í markaði, hlýtur að vera gott, að ríkið eigi bara fjórðung í Ríkisútvarpi. Einnig hlýtur að vera gott, að enginn eigi nema fjórðung í hvaða fyrirtæki, sem er, ef það er með þriðjungs markaðshlutdeild. Ekki ber að undanskilja Ríkisútvarpið þessari góðsemi þverpólitískrar […]

Borgarastríðið magnast

Punktar

Sjítar hafa ákveðið að sameinast um, að flokkur Ibrahim al-Jaafari velji nýjan forsætisráðherra, ef ekki næst samstaða við súnníta og kúrda um, að hann haldi stólnum áfram. Áfram stjórna tveir klerkar sjítum að tjaldabaki, Sadr og Sistani, báðir hallir undir Persíu. Meðan þæft er í pólitíkinni um nýja leppstjórn magnast stjórnleysið á götum úti. Borgarastríðið […]

Í skýjum á FEIF-ráðstefnu

Hestar

Jónas Kristjánsson: Almenn ánægja var á 115 fulltrúa og 13 landa ráðstefnu FEIF, alþjóðasamtaka íslenzka hestsins, í Kaupmannahöfn helgina 18.-20. febrúar. Þar starfaði stjórn FEIF, formenn og stjórnarmenn aðildarsambanda og nokkrar nefndir samtakanna. Í ræktunarnefnd var samþykkt að taka á alþjóðlegum vettvangi upp reglur gegn spatti í stóðhestum, sem teknar verða í notkun á Íslandi […]

Einkaheimur Moggans

Punktar

Mogginn sagði í fyrirsögn á forsíðu í gær, að Evrópusambandið hafi lýst samstöðu með Bandaríkjunum í Íraksdeilunni. Það er fjarri öllu sanni, eins og sjá má af texta ályktunar bandalagsins, sem víða hefur birzt orðrétt, svo sem í New York Times. Þar er aftast boðað samstarf við Bandaríkin, en ekki samstaða. Öll ályktunin er að […]

Gjáin víkkar ört

Greinar

Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum og Evrópu sýnir, að viðhorf kjósenda til alþjóðamála hafa þróast í gagnstæðar áttir í þessum tveimur heimshlutum síðan George W. Bush tók við völdum í Bandaríkjunum. Með sama framhaldi verða alger vinslit milli þessara gömlu bandamanna. Bandaríkjamenn styðja Ísraelsmenn, en Evrópumenn styðja Palestínumenn. Bandaríkjamenn telja, að Írak, Íran og Norður-Kórea myndi […]

Grafið undan valdinu

Greinar

Ungt hugsjónafólk frá Vesturlöndum hefur látið til sín taka í Palestínu að undanförnu. Það situr í sjúkrabílum til að draga úr líkum á, að her Ísraels skjóti á bílana. Það situr með fjölskyldum Palestínumanna til að draga úr líkum á, að skriðdrekar Ísraels brjóti niður heimili þeirra. Nærvera þessa unga fólks hamlar aðgerðum hersins, sem […]

Hinn illi öxull

Greinar

Bush Bandaríkjaforseti neitar að fordæma nýjustu hryðjuverk Ísraelsstjórnar í Palestínu. Hann heldur áfram að styðja aðgerðir Sharons forsætisráðherra Ísraels, þótt þær hafi gengið fram af siðuðu fólki um allan heim og hafi slökkt síðasta vonarneistann um frið í Miðausturlöndum. Hræsni Bush er takmarkalaus, þegar hann krefst þess enn, að Arafat, forsætisráðherra Palestínu, stöðvi sjálfsmorðsárásir örvæntingarfullra […]

Að ráði Mandela

Greinar

Mikilvægt er, að Ísland haldi áfram að taka þátt í efnahagslegum refsiaðgerðum og öðrum þvingunum gegn ríkjum og stofnunum, sem ganga svo langt út fyrir mörk velsæmis, að samstaða næst á fjölþjóðlegum vettvangi um að reyna að kúga ráðamenn þeirra til endurbóta. Stundum er haldið fram, nú síðast af fjórtán íslenzkum undirskriftamönnum, að refsiaðgerðir eigi […]

Af því bara

Greinar

Ferli Kárahnjúkamálsins er aðeins formsatriði í augum Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Eftir 280 blaðsíðna vandaða úttekt og eindreginn úrskurð Skipulagsstofnunar lýsti hann yfir, að það hefði verið og væri enn stefna ríkisstjórnarinnar að reisa þessa virkjun. Davíð Oddsson skýrði þetta viðhorf enn betur. Í hans augum er ferli Kárahnjúkamálsins þykjustuleikur til að fullnægja formsatriðum, sem tíðkast […]