Reglan er rugl

Punktar

Ef gott er, að menn eigi bara fjórðung í fjölmiðli með þriðjungs hlutdeild í markaði, hlýtur að vera gott, að ríkið eigi bara fjórðung í Ríkisútvarpi. Einnig hlýtur að vera gott, að enginn eigi nema fjórðung í hvaða fyrirtæki, sem er, ef það er með þriðjungs markaðshlutdeild. Ekki ber að undanskilja Ríkisútvarpið þessari góðsemi þverpólitískrar sáttar. Ekki ber heldur að undanskilja annað atvinnulíf frá vísdómi sáttar í nefnd. Fjölmiðlareglan er rugl, en gaman er þó, ef pólitíkusar geta sameinazt um töfratölur. En svo virðist samstaðan hafa brostið á lokasprettinum.