Egyptaland

A. Egyptaland

Borgarrölt, Egyptaland
Tutankahmon Cairo 2

Andlitsgríma Tutankhamen faraó í fornminjasafninu í Cairo

Nefertiti Cairo

Stytta af Nefertiti drottningu í þjóðminjasafninu í Cairo

Egyptaland er eitt ein af örfáum vöggum heimsmenningar og hefur að mestu verið eitt og sama þjóðríkið í nærri tólf þúsund ár. Þarna skapaðist á sjálfstæðan hátt ræktun lands, ritun tungumáls, fjölmennar borgir, skipulögð trúarbrögð og miðlæg stjórnsýsla.

Gríðarlegar minjar eru til um sögu Egyptalands, höggnar í stein og ritaðar á papýrus. Þessar minjar má finna um allan Nílardal frá Asswan í suðri til Miðjarðarhafs í norðri. Skurðpunktur þessarar sögu er Þjóðminjasafnið í Kairó.

Egyptaland er eitt af fjölmennustu ríkjum heims með 90 milljónir íbúa. Allur þorri þeirra býr á mjóu belti umhverfis ána Níl, sem er móðir lands, þjóðar og menningar.

Hér hafa Grikkir verið, Rómverjar, Arabar, Tyrkir og Bretar, og hafa allir markað spor í sandinn. Samt er Egyptaland enn til sem Egyptaland eins og það var fyrir tólf þúsund árum.

Næstu skref