Árnessýsla austur

Fagriskógur

Frá fjallaskálanum Kletti í Þjórsárdal með Áslákstungnafjall að gamla Sprengisandsveginum.

Förum frá fjallaskálanum Kletti í Þjórsárdal austur fyrir Áslákstungnafjall suður yfir Sandá að gamla Sprengisandsveginum við suðvesturhorn Reykholts í Þjórsárdal.

5,6 km
Árnessýsla

Skrásetjari: Jónas Kristjánson
Heimild: Kortavefur LH

Heljarkinn

Frá fjallaskálanum Hallarmúla á Flóa- og Skeiðamannaafrétt um Heljarkinn að fjallaskálanum Kletti í Þjórsárdal.

Förum austur og síðan norðaustur frá fjallaskálanum Hallarmúla á Flóa- og Skeiðamannaafrétt. Beygjum síðan þvert suður og niður um Heljarkinn að fjallaskálanum Kletti í Þjórsárdal.

9,5 km
Árnessýsla

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH

Kjalfell

Frá hestarétt við Fúlukvísl um Kjalfell að Grettishelli á Kili.

Þrjár leiðir liggja norður Kjöl. Austast er bílvegurinn. Í miðjunni leiðin, sem hér er lýst sem Svarátbugum, Kjalfelli og Kjalfellsleið. Vestast er svo sú leið, sem fegurst er og oftast farin, hér kölluð Hvítárvatn og Þjófadalir.

Kunn er harmsaga Reynistaðarbræðra og förunauta þeirra. Þeir urðu úti á Kjalvegi árið 1780. Beinhóll er kenndur við beinaleifar af sauðfé og hestum þeirra. Á hólnum er minnisvarði um þá. Látið beinaleifarnar liggja óhreyfðar.

Grettishellir er 2 km sunnan Rjúpnafells, stór hraunhóll með mörgum vörðum. Í honum er hellir, opinn í báða enda, nefndur Grettishellir. Ekki er vitað, hvort Grettir var þar.

Förum frá Fúlukvísl hjá hestarétt austan við Múla. Förum beint austur á miðleiðina um Kjöl. Þegar við komum á hana, beygjum við til norðurs og förum eftir henni austan við Kjalfell og vestan við Beinhól. Síðan norður um Kjalhraun að Grettishelli. Þaðan liggur leið áfram norður á Hveravelli.

13,5 km
Árnessýsla

Nálægir ferlar: Þjófadalir, Stélbrattur, Guðlaugstungur, Jökulfall.
Nálægar leiðir: Svartárbotnar

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH

Öræfatunga

Frá Leppistungum á Hrunamannaafrétt að Lambafellum.

Förum frá fjallaskálanum í Leppistungum á Hrunamannaafrétti til austurs eftir veginum til Klakks. Þegar við komum suður fyrir Stóra-Lepp, höldum við áfram austur um Öræfatungu og fyrir norðan Vestra-Rjúpnafell að Lambafellsslóð suðvestan við Lambafell.

11,2 km
Árnessýsla

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH

Þjórsárholt

Frá Þjórsárholti í Gnúpverjahreppi til Laxárdals í Gnúpverjahreppi.

Gömul þjóðleið að Nautavaði á Þjórsá.

Förum frá Þjórsárholti með vegi vestan bæjar á þjóðveg 32 um Gnúpverjahrepp. Síðan norður um Minni-Núp og Stóra-Núp og norður með Núpsfjalli og Miðfelli í Hamarsheiði, Þaðan norður um eyðibýlið Kisu og til norðurs austan við Tangá og Mástungnafjalls. Beygjum síðan til norðnorðvesturs um Stóra-Skyggni í Skáldabúðir og Laxárdal.

12,4 km
Árnessýsla

Nálægir ferlar: Laxárdalsvað, Kaldbaksvað.
Nálægar leiðir: Vaðvöllur, Nautavað, Ásólfsstaðir, Hamarsheiði, Skáldabúðir, Illaver, Hildarfjall, Stóra-Laxá, Stóru-Laxárvað.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Þjórsárdalur

Frá Skriðufelli í Þjórsárdal að Hólaskógi á Gnúpverjaafrétt.

Þetta er upphaf hinnar fornu og vörðuðu Sprengisandsleiðar í suðri.

Dalurinn er nokkuð sléttlendur og vikurborinn eftir endurtekin eldgos í Heklu. Innan við Skriðufell var dalurinn kominn í auðn vegna vikurfalls, en reynt hefur verið að græða han upp, til dæmis með lúpínu. Merkisstaðir í Þjórsárdal eru Stöng, Gjáin, Háifoss, Þjóðveldisbærinn og Vegghamrar. Bærinn að Stöng var grafinn upp árið 1939 og var byggt yfir hann svo nú er hægt að sjá þar hvernig eldstæði og annað innbú leit út á söguöld. Göngubrú er yfir Rauðá rétt fyrir neðan Stöng. Frá Stöng er vinsælt að ganga að Gjánni. Friðsælt er í Gjánni, þar sem Rauðá leikur við hamra og gil. Þar er hvannastóð kringum uppspretturnar og margar tegundir mosa og grasa.

Förum frá Skriðufelli, þar sem Sprengisandsvegur hefst að sunnanverðu. Fyrsta varðan er við Húsagróf, tæpan kílómetra austan við bæinn á Skriðufelli. Við förum vörðuðu slóðina austan Skriðufells upp með Sandá undir Dímoni. Skiljum þar við ána og stefnum austur undir Vegghömrum á suðurenda Reykholts. Förum sunnan við holtið og síðan til austurs norðan við Skeljafell að hestarétt við Stöng. Þaðan förum við suður yfir Fossá og upp með Rauðá á suðurbakka Gjárinnar. Síðan norðaustur um Kjóaflöt og bratt Hólaklif og áfram um Bleikkollugil að fjallaskálanum í Hólaskógi.

14,5 km
Árnessýsla

Skálar:
Hólaskógur: N64 10.192 W19 40.557.

Nálægir ferlar: Gjáin-Stöng, Ísahryggur, Hraunin.
Nálægar leiðir: Skúmstungur, Ásólfsstaðir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Vörðuvinafélagið

Þjórsárbakkar

Frá Reykjarétt á Skeiðum um Þjórsárbakka að gömlu Þjórsárbrú.

Mikið er um girðingar á þessari leið. Eru ferðamenn beðnir um að loka hliðum og hafa ekki lausa hesta. Hefur lengi verið vinsæl reiðleið hestamanna.

Förum frá Reykjarétt suðvestur á Murneyrar við Þjórsá. Síðan suður með Þjórsá, um Skeiðháholt að eyðibýlinu Þjótanda.

21,5 km
Árnessýsla

Nálægar leiðir: Vörðufell, Sóleyjarbakki, Vaðvöllur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Þjófagil

Frá Fossnesi í Gnúpverjahreppi í Þjófagil.

Förum frá Fossnesi norðvestur með Þverá í Þjófagil.

3,6 km
Árnessýsla

Jeppafært

Nálægar leiðir: Ásólfsstaðir, Fossnes, Hagavað.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Þjófadalir

Frá Árbúðum á Kili að Hveravöllum á Kili.

Þetta er vestari reiðleiðin yfir Kjöl, um Þjófadali. Eystri leiðin liggur um Svartárbotna og Kjalhraun. Bílvegurinn liggur svo enn austar. Lengst af fylgir leiðin Fúlukvísl. Í Hrefnubúðum eru birkileifar í 500 metra hæð. Í Þjófadölum er graslendi. Annars staðar er farið um þýft land og hraun. Þjófadalir eru huliðsheimar, þar sem talið er, að útilegumenn hafi búið. Rauðkollur gnæfir yfir dalnum. Gott skjól er í dalnum. Hann er í 700 metra hæð, en eigi að síður gróinn lyngi, víði og stör. Ekki má nota dalinn sem beitiland fyrir ferðahesta, heldur verða menn að fara þar viðstöðulaust í gegn. Sjá líka slóðina Hvinverjadalur.

Förum frá skálanum í Árbúðum vestur yfir ána og síðan norður yfir þjóðveginn inn á reiðslóð til norðurs að Fúlukvísl undir Hrefnubúðum. Förum síðan slóð norður með ánni, austan Baldheiðar og Þverbrekknamúla. Áfram norður fyrir Kvíslarmúla og beygjum síðan til vesturs um Hlaupið í stefnu á Fremra-Sandfell. Beygjum þar til norðurs í stefnu á Þjófafell og förum síðan inn skarðið milli þess að austanverðu og Þverfells að vestanverðu. Þar komum við inn í Þjófadali í 680 metra hæð. Við förum svo yfir Þröskuld í botni dalsins, þar sem við náum 760 metra hæð. Áfram förum við norður með Þjófadalafjöllum, um Sóleyjardal og Miðdali, þar sem við förum vestan og norðan við Stélbratt. Loks förum við austur um Tjarnardali að hesthúsunum á Hveravöllum.

41,9 km
Árnessýsla

Skálar:
Árbúðir: N64 36.553 W19 42.235.
Þjófadalir: N64 48.893 W19 42.516.
Hveravellir : N64 51.960 W19 33.260.
Hveravellir eldri: N64 52.013 W19 33.756.

Nálægir ferlar: Hvítárvatn, Stélbrattur, Guðlaugstungur.
Nálægar leiðir: Kjalfellsleið, Svartárbotnar, Krákur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Vörðufell

Frá Iðubrú á Hvítá um Vörðufell að Húsatóftum á Skeiðum.

Förum frá Iðubrú sunnanverðri vestur fyrir Vörðufell og suður með Hvítá í Fjall á Skeiðum. Síðan suður fyrir Vörðufell, um Vorsabæ, að þjóðvegi 30 við Húsatóftir.

13,0 km
Árnessýsla

Nálægar leiðir: Iðubrú, Eskidalsvað, Þjórsárbakkar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Vaðvöllur

Frá Miðhúsum undir Skarðsfjalli um Vaðvöll að Þjórsárholti.

Gömul þjóðleið að Nautavaði á Þjórsá.

Byrjum við þjóðveg 32 hjá Miðhúsum undir Skarðsfjalli. Förum suðaustur með Þjórsá að Stóra-Hofi og Minna-Hofi. Síðan austur um Miðmorgunsholt og Vaðvöll að Þjórsárholti í Gnúpverjahreppi. Hjá Vaðvelli er Nautavað á Þjórsá.

8,7 km
Árnessýsla

Nálægar leiðir: Nautavað, Þjórsárholt, Eyjavað.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Tungufellsdalur

Frá Tungufelli að línuvegi þvert yfir Hreppaafrétti.

Tungufellsdalur er víða skógi vaxinn.

Förum frá Tungufelli norðaustur um Kjalardal, norðnorðaustur um Stóraskóg og Hamarsholt, og loks norðaustur að línuvegi þvert yfir Hreppaafrétti.

9,0 km
Árnessýsla

Nálægir ferlar: Hrunamannaafréttur, Fagridalur.
Nálægar leiðir: Svínárnes, Svínárbotnar, Sandá, Grjótá, Grjótártunga, Gullfoss, Hrunamannahreppur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Tjarnheiði

Frá Fagradal í Hrunamannahreppi að Fossi.

Var áður fjölfarin reiðleið, en er orðin erfiðari vegna girðinga á Fossi. Flestir taka krókinn austan Hlíðarfjalls og fara norður í Tungudal.

Byrjum við Litlu-Laxá í Fagradal milli Kaldbaks og Tungufells. Förum norður frá ánni og síðan vestur og suðvestur niður fjallið hjá Fossi.

3,6 km
Árnessýsla

Nálægir ferlar: Fagridalur.
Nálægar leiðir: Skipholt, Hrunamannahreppur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Tjarnarver

Frá Bjarnalækjarbotnum að Sóleyjarhöfðavaði í Tjarnarveri.

Þetta er síðasti hluti hinnar vörðuðu Sprengisandsleiðar á Gnúpverjaafrétti. Handan Sóleyjarhöfðavaðs á Þjórsá tekur hinn eiginlegi Sprengisandur við. Leiðin liggur um Eyvafen, Vaðöldur og Tjarnarver þar sem gangnamannaskálarnir Tjarnarver standa. Innan við skálana er farið um móa. Leiðarlok eru við sæluhúsið Bólstað við Sóleyjarhöfðavað á Þjórsá. Sæluhúsið er gamalt torfhús. Þetta var alfaraleið að fornu og hér fór Þórður kakali, þegar hann flúði undan Ásbirningum til Suðurlands að safna stuðningsmönnum. Nú á tímum fara hestamenn sjaldan þessa leið. Meira er farið um Tjarnarver og Arnarfell og síðan yfir Þjórsárkvíslar.

Förum frá Bjarnalækjarbotnum fyrst austur og niður einn kílómetra að Sprengisandsleið. Fylgjum þar hinni gömlu og vörðuðu Sprengisandsleið að Þjórsá til norðurs. Fyrst förum við norðaustur og í krók upp fyrir Loðnaver og um Digruöldu í Kjálkaversgil. Síðan áfram á vaði yfir Kisu og upp með henni austan ár í jaðar Fjórðungssands. að vegamótum, þar sem leið liggur til norðurs í Setrið. En við höldum áfram norðaustur um Norðurleit í Krók við Þjórsá og síðan með ánni og yfir Hnífá að skálanum í Tjarnarveri.

26,1 km
Árnessýsla

Skálar:
Bjarnalækjarbotnar: N64 24.833 W19 09.826.
Tjarnarver : N64 31.948 W18 49.139.

Nálægir ferlar: Kóngsás, Fjórðungssandur, Háumýrar.
Nálægar leiðir: Hnífárver, Blautakvísl, Sóleyjarhöfðavað, Arnarfellsalda, Rjúpnafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Vörðuvinafélagið

Svínárnes

Frá Helgaskála til Svínárnesskála á Hrunamannaafrétti.

Förum frá Helgaskála norðvestur með línuvegi og síðan norðnorðaustur um Stóraversöldu og Búrfellsmýrar að Sandá og í Svínárnesskála.

25,4 km
Árnessýsla

Skálar:
Helgaskáli: N64 17.182 W19 53.594.
Svínárnes: N64 28.223 W19 44.547.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Laxárgljúfur, Fjallmannaleið, Ísahryggur, Hrunamannaafréttur.
Nálægar leiðir: Svínárbotnar, Kjalvegur, Harðivöllur, Sandá, Grjótá, Grjótártunga.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort