Borgarfjörður-Mýrar

Æðarvatn

Frá Álftárósi á Mýrum um Æðarvatn að Urriðaá á Mýrum.

Förum frá heimreið Álftáróss suðaustur á þjóðveg 533 og yfir hann til austsuðausturs sunnan við Æðarvatn og norðan við Heyvatn. Síðan austur um Þrætutjörn á leið um Urriðaá.

7,4 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægir ferlar: Hjörsey, Akrar.
Nálægar leiðir: Urriðaá, Saurar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Þversum Ísland

Sumarið 1255 fór Magnús Jónsson þvert yfir landið frá Vopnafirði til Snæfellsness. Hann var frændi Þorvarðar Þórarinssonar og liðsmaður hans í herferðum. Skyldi hann leita liðveizlu Þorgils skarða Böðvarssonar gegn Hrafni Oddssyni og Eyjólfi ofsa Þorsteinssyni. Sturlunga segir um Magnús: “Hafði hann farið lítt með byggðum, en jafnan um nóttum. Gekk því engin njósn af hans ferðum fyrr en hann kom til Staðar” á Snæfellsnesi. Á bakaleiðinni kom Magnús við á Rauðsgili í Hálsasveit og komst þá upp um fyrirætlan hans. Fengu Hrafn og Eyjólfur þá njósn af ferðum hans. Ferð Magnúsar er dæmi um kjark og þol manna, sem fóru langan veg um óbyggðir snemma á öldum Íslandsbyggðar.

Sennilega hefur Magnús farið frá Hofi í Vopnafirði um Hofsárdal og Brattafjallgarð að Möðrudal. Þar næst að Jökulsá á Fjöllum sunnan Möðrudals við Ferjufjall. Síðan Biskupaveg um Ódáðahraun og Suðurárhraun í Kiðagil og áfram vestur norðanverðan Sprengisand í Laugafell. Því næst um Eyfirðingaveg norðan Hofsjökuls og yfir á Skagfirðingaveg á Stórasandi eða þá um Kráksskarð. Þaðan vestur um Arnarvatnsheiði meðfram Norðlingafljóti til Þverárhlíðar. Síðan Múlaveg um Mýrar norðanverðar og loks um Löngufjörur að Staðastað á Snæfellsnesi.

? km
Austfirðir, Þingeyjarsýslur, Eyjafjörður, Skagafjörður, Húnavatnssýslur, Borgarfjörður-Mýrar, Snæfellsnes-Dalir

Nálægar leiðir: Biskupavegur, Suðurárhraun, Kiðagil, Ingólfsskáli, Skagfirðingavegur, Norðlingafljót, Skarðheiðarvegur, Múlavegur, Löngufjörur

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Þverárbugar

Frá þjóðvegi 50 við afleggjara að Hamraendum í Stafholtstungum um Þverárbuga að þjóðvegi 522 við Hjarðarholt.

Förum frá þjóðvegi 50 suðaustur að Þverá og meðfram ánni, unz við erum andspænis Neðra-Nesi. Förum þar á vaði yfir ána og síðan bugana upp með ánni að austanverðu. Þegar við komum að veiðivegi að Hvítá, förum við norður yfir Þverá og með henni að austanverðu að þjóðvegi 50. Þar förum við á brú austur yfir ána og síðan norður með ánni austanverðri og loks vestanverðri að þjóðvegi 522 við Hjarðarholt.

13,7 km
Borgarfjörður-Mýrar

Erfitt fyrir göngufólk

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Valbjarnarvellir

Frá Galtarholti í Norðurárdal að Valbjarnarvöllum á Mýrum.

Byrjum hjá þjóðvegi 1 við Stórafjallsveg norðan Galtarholts. Förum norður sumarhúsaveginn og síðan til norðvesturs fyrir sunnan sumarhúsin í Kálfhólum og norðvestur að Valbjarnarvöllum.

6,1 km
Borgarfjörður-Mýrar

Jeppafært

Nálægar leiðir: Gufá.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Urriðaá

Frá Selborgum á Mýrum meðfram Urriðaá til Kolviðarhóls á Mýrum.

Byrjum við þjóðveg 54 austan Selborga. Förum þverleið suðsuðvestur og niður með Urriðaá, að Smiðjuhól. Þaðan til vesturs fyrir norðan Seltjarnir. Síðan til suðsuðvesturs fyrir vestan Merartjörn og austan Eiríksstaðavatns. Um eyðibýlið Smiðjuhólsveggi norðan við Hólsvatn og síðan suður með Hólsvatni að austanverðu að vegi 533 við Kolviðarhól.

11,9 km
Snæfellsnes-Mýrar

Nálægar leiðir: Æðarvatn, Álftanes.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Tvídægra

Frá Skeggjastöðum í Vesturárdal í Miðfirði til Þorvaldsstaða í Hvítársíðu.

Um Tvídægru segir Stefán Jónsson á Húki í árbók FÍ 1962: “Leiðin liggur inn með Vesturá og síðan inn með Lambá og þá suður yfir Sléttafell, um Skipthól vestan við Króksvatn, þá um Staðarhól, austan við Dofinsfjöll, yfir Lambatungur og á Selhæð á Þorvaldsstaðahálsi, og svo ofan að Þorvaldsstöðum.”

Í Heiðarvígasögu segir frá fyrri bardaga Barða og flokks hans við Borgfirðinga hjá Langavatni norðan undir Dofinsfjöllum og síðari bardaga þeirra hjá Krókavatni sunnan undir Sléttafelli. Sagan segir frá klækjum Barða, sem faldi liðsmenn sína, svo að Borgfirðingar töldu sér sigur vísan og riðu sem ákafast til sóknar. Hertækni Barða var hin sama og hjá Gengis Kahn. Um Tvídægru segir Þorvaldur Thoroddsen: “Hún er á sumrum einn með lökustu fjallvegum, því að þar er manni boðið upp á holurðir, fen, fúamóa með urð undir og aðrar svipaðar trakteringar, en villist menn út af götuslitrunum, verða fyrir manni ótræðisflóar, sem varla halda manni, hvað þá hesti.” Þessi lýsing á raunar við um Núpdælagötur eins og Tvídægru. Hugsanlegt er, að Kolbeinn ungi hafi riðið Tvídægru, þegar hann fór til Borgarfjarðar að Þórði kakala með 600 manna lið 27. nóvember 1242. Öskubyl gerði á flokkinn um nóttina og urðu nokkrir menn úti.

Förum frá Skeggjastöðum. Þetta er nánast bein lína norður-suður. Leiðin er ekki merkt á korti. Hún er svo lítið farin, að víða sést engin slóð og vörðubrot eru fá og fallin. Nyrsti hluti hennar, norðan Sléttafells, er stundum nefndur Húksheiði. Sunnan Króksvatns er fjallaskálinn Húksheiði. Tvídægra nær 400 metra hæð við Langavatn, sunnan Króksvatns. Mikið er af mýrum og smávötnum á leiðinni og getur hún orðið torfær í rigningatíð. Að vetrarlagi getur hún hins vegar verið skjótfarin á harðfenni. Þetta er stytzta leiðin milli byggða í Húnaþingi og Borgarfirði, ef Holtavörðuheiði er frátalin. Sennilega eru allir látnir, sem þekktu þessa leið.

46,9 km
Húnavatnssýsla, Borgarfjörður-Mýrar

Skálar:
Húksheiði: N64 56.760 W20 49.046.

Nálægir ferlar: Húnaþing, Norðlingafljót.
Nálægar leiðir: Kjarardalur, Strúturinn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Tálmaleið

Frá þjóðvegi 54 upp með Hítará og Grjótá að Múlavegi við Tálma.

Förum eftir veiðivegi alla leið, fyrst norður með Hítará að austanverðu og síðan með Grjótá að austanverðu.

4,8 km
Borgarfjörður-Mýrar

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Tandrasel

Frá mótum þjóðvegar 1 og Valbjarnarvallarvegar um Tandrasel að Torfhvalastöðum við Langavatn.

Förum frá þjóðvegi 1 með jeppavegi merktum Valbjarnarvöllum. Förum norður eftir vegi 553 með Gljúfurá að vestanverðu um eyðibýlið Tandrasel að Þinghól og Grísatungu. Síðan áfram norður eftir veginum vestan við Brúnavatn og síðan norðvestur fyrir Staðarhnjúk á Beilárvelli og meðfram Langavatni að fjallaskálanum á Torfhvalastöðum.

17,2 km
Borgarfjörður-Mýrar

Jeppafært

Nálægir ferlar: Jafnaskarð, Hábrekknavað, Sópandaskarð.
Nálægar leiðir: Skarðheiðarvegur, Klif.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Svartagil

Frá Arnbjargarlæk í Þverárhlíð um Hallarmúla að Svartagili í Norðurárdal.

Byrjum hjá þjóðvegi 522 milli Arnbjargarlækjar og Spóamýrar í Þverárhlíð, Förum norðvestur á Hallarmúla og fyrir sunnan Mjóavatn. Síðan norður og niður á veg 527 í Norðurárdal, nálægt eyðibýlinu Svartagili.

3,9 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Skálavatn, Fiskivatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Svarfhólsskógur

Frá hóteli Glym í Hvalfirði um Vatnaskóg að þjóðvegi 504 á Steinsholti.

Förum frá hóteli Glym eftir vegi norður í Vatnaskóg. Þar förum við veg vestur um sumarbústaðahverfið og síðan vestur með Laxá að þjóðvegi 502. Yfir veginn og yfir Laxá að þjóðvegi 504 á Steinsholti.

11,8 km
Borgarfjörður-Mýrar

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Strúturinn

Frá Kalmanstungu hringleið um Strútinn.

Leitið samþykkis í Kalmanstungu.

Sigurður Eiríksson frá Kalmannstungu orti dýrt kveðna vísu um Strútinn: “Lyngs um bing á grænni grund / glingra og syng við stútinn. / Þvinga ég slyngan hófa hund / hringinn kringum Strútinn.”

Förum frá Kalmanstungu. Þar er leið milli vega á Kaldadal og Arnarvatnsheiði. Förum jeppaveg norður með Strúti vestanverðum og síðan eftir slóð austur með fjallinu norðanverðu. Við Strútstagl beygjum við suðurs með fjallinu og síðan til vesturs með því sunnanverðu. Og komum loks aftur í Kalmanstungu.

22,4 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægir ferlar: Norðlingafljót, Kaldidalur.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Straumfjörður

Frá Álftanesi um Straumfjörð að þjóðvegi 533.

Sæta þarf sjávarfjöllum yfir álinn við Straumfjörð.

Frá Straumfirði var fyrrum stundað útræði. Hamborgarkaupmenn sigldu þangað fyrr á öldum. Einokunarkaupmenn sigldu þangað frá 1669 til 1672. Skip sigldu þangað tíðum síðan og 1863 varð Straumfjörður löggiltur verslunarstaður. Borgarnes tók síðan við og lagðist verzlun af í Straumfirði um aldamótin 1900. Síðastur kaupmanna þar var Ásgeir Eyþórsson, faðir Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Siglingin inn Straumfjörð er varasöm og fórust þar kaupskip. Minnisstætt er, þegar Pourquoi pas? steytti á skerinu Hnokka og brotnaði í spón í miklu fárviðri haustið 1936. 39 menn fórust og einn komst lífs af.Pourquoi pas?

Förum frá Álftanesi vestur um Álftanesvog norðvestur í Kóranes. Síðan norður um Búðarey og vestur yfir álinn til Straumfjarðar. Þaðan með heimreiðinni norður að þjóðvegi 533.

7,2 km
Snæfellsnes-Dalir

Erfitt fyrir göngufólk

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Sigursteinn Sigursteinsson

Stafholt

Frá Höll í Þverárhlíð um Stafholtstungur og Norðurá að Hvítárbrú við Ferjukot.

Förum frá Höll suðvestur um Varmaland og yfir þjóðveg 50 og áfram suðvestur heimreið að Stafholti. Þaðan suður með Norðurá austan megin að Flóðatanga og yfir ána á Stafholtshólma. Áfram suður með ánni vestan megin að gömlu Hvítárbrúnni við Ferjukot.

24,6 km
Borgarfjörður-Mýrar

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Staðartunga

Frá Valbjarnarvöllum við Gufá um Staðartungu að Torfhvalastöðum við Langavatn.

Förum frá Valbjarnarvöllum til norðurs austan við Gufárvatn og Grunnavatn og vestan við Djúpadalsvatn. Síðan þvert norður yfir Gljúfurárdal og norður um Staðartungu að Langavatni. Þaðan norðaustur um Klif á Beilárvelli og síðan norðvestur að fjallaskálanum Torfhvalastöðum við Langavatn.

11,3 km
Borgarfjörður-Mýrar

Skálar:
Torfhvalastaðir: N64 46.940 W21 45.546.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Staðarhraun

Frá þjóðvegi 54 að Staðarhrauni á Mýrum.

Fylgjum vegi 539 alla leið frá þjóðvegi 54 norður að Staðarhrauni í mynni Hítardals.

7,3 km
Borgarfjörður-Mýrar

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH