Reykjanes

Vigdísarvellir

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá þjóðvegi 42 norðan Kleifarvatns um Vigdísarvelli að þjóðvegi 427 austan Grindavíkur.

Þetta svæði hefur verið skemmt með torfæruhjólum, samanber það sem ég las á vefnum: “Já ég, pabbi og ásgeir skeltum okkur uppí Vigdísarvelli og djöfluðumst þar í smá stund en síðan kom arnar á yammanum sínum og braut held ég helvítis 2 gírinn, en motorinn hans er kominn aftur uppá borð en já samt náðum við að skemmta okkur konungslega áður en það gerðist. Ég arnar og ásgeir fórum í keppni hver gat stokkið leingst upp fjallið en nátla náði kallin leingst.” Eigendur þessa vitfirringstexta eru: Arnar Gauti Þorsteinsson, Róbert Magnússon, Geir Aron Geirson, Svavar Máni Hannesson, Bjarki Ásgeirsson. Svona eyðileggja þeir landið okkar.

Byrjum við þjóðvegi 42 til Krýsuvíkur norðan Vatnsskarðs. Förum suðvestur meðfram fjallsrananum, austan við Sandfell og vestan við Hellutinda, og áfram vestan við Norðlingaháls og Miðdegishnjúk, austan við Traðarfjöll, að eyðibýlinu Vigdísarvöllum. Það er austan við Selsvallaháls. Við fylgjum þeim fjallsrana til suðausturs um Núpshlíðarháls og síðan til austurs að Latsfjalli, þar sem við komum á þjóðveg 427 í Ögmundarhrauni.

21,9 km
Reykjavík-Reykjanes

Skálar:
Lækjarvellir: N63 55.407 W22 05.082.

Nálægar leiðir: Undirhlíðar, Helgafell, Sauðbrekkugjá, Vatnsleysuheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Vatnsleysuströnd

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá hesthúsahverfi í Hafnarfirði um Vatnsleysuströnd til Reykjanesbæjar.

Wikipedia segir um Vatnsleysuströnd: „Ströndin er um 15 km að lengd. Á ströndinni voru margir bæir sem yfirleitt voru nokkrir saman í byggðahverfum nálægt bestu lendingunum. Öflug árabátaútgerð var frá mörgum býlum öldum saman, enda stutt á miðin. Á vetrarvertíð voru vermenn úr öðrum byggðarlögum þar til viðbótar við heimamenn. Auk útræðis áttu bændur kýr og kindur og höfðu féð á sumrin í seljum upp í Strandarheiði. … Vatnsból skortir ekki á ströndinni eins og ætla mætti af nafninu, í hrauninu meðfram ströndinni kemur víða upp ferskvatn en inn til landsins finnst það ekki. Upp af ströndinni sunnanverðri liggur Strandarheiði. Þar var áður beitiland, grasi og kjarri vaxið, en heiðin er nú mikið til gróðurlaus.”

Förum frá hesthúsahverfi Sörla sunnan Vatnshlíðar og norðan Selhöfða austur yfir Ásbraut og síðan áfram vestsuðvestur með línuvegi suður fyrir Kúagerði. Þar sveigjum við til norðvesturs og förum yfir þjóðveg 41 að Minni-Vatnsleysu. Þar förum við með vegi 420 vestur ströndina og síðan suður um Voga og vestur á Vogastapa allt til Innri-Njarðvíkur.

35,8 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Undirhlíðar, Selvogsgata, Helgafell, Sauðbrekkugjá, Snókafell, Vatnsleysuheiði, Sandakravegur, Skógfell, Stapafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Vatnsleysuheiði

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Kúagerði á Vatnsleysuströnd til Selsvalla.

Á völlunum er fagurt umhverfi og útsýni til Keilis, Hraunsels-Vatnsfells og Driffells.

Förum frá Kúagerði suður Þórustaðastíg upp á Vatnsleysuheiði. Síðan austan Keilis og Driffells og að Selsvöllum.

9,5 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Vatnsleysuströnd, Snókafell, Sandakravegur, Skógfell, Stapafell, Einiberjahóll.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Undirhlíðar

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Sörlastöðum í Hafnarfirði um Helgafell og Undirhlíðar að Fjallinu eina.

Förum frá Sörlastöðum suðaustur að Kaldárseli og áfram suðaustur að Búrfelli. Förum suðvestur með fjallinu vestanverðu og síðan beint áfram með Undirhlíðum austanverðum. Komum að þjóðvegi 42 norðan Kleifarvatns. Förum norðnorðaustur með veginum um skarðið og síðan norðvestur að Fjallinu eina.

8,8 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægir ferlar: Vigdísarvellir.
Nálægar leiðir: Vatnsleysuströnd, Helgafell, Selvogsgata.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Sýrfell

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá enda þjóðvegar 425 við Rauðhóla á Reykjanesi um Sýrfell að Grindavíkurvegi 43 við Bláa lónið.

Byrjum úti á Reykjanesi, þar sem þjóðvegur 425 endar við Rauðhóla. Fylgjum jeppaslóð og förum til norðausturs með Sýrfelli austanverðu. Komum á reiðleið um Einiberjahól og förum síðan norðaustur um Sandfellsdal og loks til austurs fyrir norðan Þorbjörn að Bláa lóninu.

15,0 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Skjótastaðir, Einiberjahóll, Stapafell, Skipsstígur, Skógfell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Svínaskarð

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Hrafnhólum í Mosfellssveit um Svínaskarð að Norðlingavaði í Kjós.

Þetta er hluti leiðar frá Reykjavík upp í Kjós og Hvalfjörð. Skarðið styttir leiðina úr Mosfellssveit í Kjós og var oft fjölfarið með lestarflutninga. Göturnar eru glöggar og leiðin er greið hestum, en er ekki bílfær. Þó hafa menn þjösnast um hana á fólksbílum, fyrst upp úr 1930, en þá var bíllinn hreinlega borinn á köflum. Jeppar hafa spillt gömlum hleðslum, sem víða eru í giljum. Veðrasamt getur verið í skarðinu og hafa menn orðið þar úti, síðast skólapiltur um aldamótin 1900. Úr skarðinu er auðvelt að ganga á Móskarðshnúka og Skálafell. Móskarðshnúkar eru úr líparíti, ljósir að lit.

Förum frá Hrafnhólum norður frá bænum um Þverárdal, austan við Bæjarfell og vestan við Haukafjöll, að Móskarðshnjúkum. Undir þeim förum við til austurs að Skálafelli og síðan norðvestur upp skarðið milli Skálafells og Móskarðshnjúka. Í skarðinu rennur Skarðsá og förum við upp norðvestan hennar. Í miðju Svínaskarði erum við á mjóum hrygg í 480 metra hæð. Þar henda menn steini í grjóthólinn Dysina. Leiðin norður úr skarðinu er brattari og krókóttari, liggur á brúnum á þröngu giljum. Förum þar norðaustur og niður í Svínadal, norður um Þjóðholt og sumarhús í Flesjum að Norðlingavaði á Laxá, austan Möðruvalla í Kjós.

13,2 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Mosfellssveit, Mosfellsheiði, Stardalsleið, Selkotsleið, Maríuhöfn, Seljadalur, Reiðhjalli.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Stapafell

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Njarðvík um Stapafell til Grindavíkur.

Greiðfær leið.

Í bæklingi Ferðamálasamtaka Suðurnesja um Árnastíg segir m.a.: “Upphaf Árnastígs er við Húsatóftir í Staðarhverfi (austan við golfvöllinn) og Skipsstígs við gatnamót Nesvegar og Bláalónsvegar ofan Járngerðarstaðahverfis í Grindavík. Leiðirnar koma saman ofan við Rauðamel og enda við Fitjar í Njarðvík. Í opnu bæklingsins má sjá kort af leiðunum. Árnastígur liggur með Sundvörðuhrauni, um Eldvarpahraunin, misgengi Klifgjár að Þórðarfelli og Stapafelli að gatnamótum Skipsstígs.”

Byrjum sunnan hitaveitutanka við þjóðveg 41 í Njarðvíkum. Förum suðaustur með hitaveituleiðslu. Beygjum síðan frá leiðslunni til suðurs, förum vestan Sjónarhóls. Síðan austan við Stapafell og Súlur, vestan við Þórðarfell og Lágafell. Suðaustur um Árnastíg og suður í Tóttakróka. Loks austur með vegi um ströndina til Grindavíkur.

16,4 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Vatnsleysuströnd, Skipsstígur, Sýrfell, Einiberjahóll, Skjótastaðir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Stakkavík

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Hafnarfirði um Kerlingarskarð til Vogsósa í Selvogi.

Hliðarleið af Selvogsgötu, gamallar þjóðleiðar milli Hafnarfjarðar og Selvogs. Leiðin er stundum kennd við Kerlingarskarð, sem er vestasta skarðið af Grindarskörðum og það eina, sem er hestfært. Þegar upp skarðið kemur eru fleiri leiðir en sú, sem hér er lýst, niður að öðrum bæjum í Selvogi. Þegar þessi leið var farin úr Selvogi til Reykjavíkur, var það kallað að fara suður, þótt raunar sé leiðin í hánorður. Til baka var kallað að fara austur í Selvog.

Byrjum á Selvogsgötu suðaustan Kerlingaskarðs og sunnan við Litla-Kóngsfell. Við förum suður milli Vesturása og Austurása og förum síðan suður af fjallinu um Selstíg að Höfða við Hlíðarvatn. Aðrar leiðir úr Kerlingarskarði eru austan þessarar.

9,7 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Selvogsgata, Hildarvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Stafnes

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Stafnesi til Hafna á Reykjanesskaga.

Förum frá Stafnesi suður með ströndinni og áfram austur með henni allt austur fyrir Ósana. Förum þar suður á þjóðveg 44 til Hafna.

8,6 km
Reykjavík-Reykjanes

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Snókafell

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Straumsvík um Snókafell á leiðina um Vatnsleysuheiði.

Förum frá Straumsvík suður yfir Keflavíkurveginn og suðsuðvestur Rauðamelsstíg og Mosastíg. Áfrm um Snókafell og Lambafell að Trölladyngju. Loks suðvestur með fjallgarðinum á Vatnsleysuheiðarleið milli Kúagerðis og Grindavíkur.

14,0 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Vatnsleysuheiði, Sauðbrekkugjá, Vatnsleysuströnd.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skógfell

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Vogum á Vatnsleysuströnd um Skógfell til Grindavíkur.

Förum frá Vogum suður yfir Keflavíkurveginn og síðan suður um Nýjaselsbjalla og Snorraselstjarnir að Klofningum. Þaðan tökum við stefnu suður á austanvert Stóra-Skógfell. Síðan suðvestur um Sprengisand, um Melhól sunnan Hagafells og loks um Hópsheiði til Grindavíkur.

14,8 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Sandakravegur, Vatnsleysuheiði, Vatnsleysuströnd, Sýrfell, Stapafell, Einiberjahóll.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skógarkot

Frá Skógarhólum undir Ármannsfelli um Krika undir Ármannsfelli, síðan um Hrauntún, Skógarkot, Stekkjargjá og Langastíg að Selkotsleið til Skógarhóla.

Þetta er merkt reiðleið, falleg skógarleið.

Leiðin frá Ármannsfelli að Skógarkoti hét Nýja Hrauntúnsgata og er elzta bílaslóð landsins frá suðvesturhorninu um Kaldadal vestur í Borgarfjörð. Nyrsti hluti hennar næst Ármannsfelli heitir Réttargata. Þetta er reiðstígur, en göngustígurinn liggur um túnið á Hrauntúni. Þar má ekki æja hrossum, því að þau geta skemmt hraungarða. Búið var í Hrauntúni til ársins 1934. Skógarkot er einmana túnkollur umlukinn hrauni. Þar bjó Kristján Magnússon hreppstjóri, frægur athafnamaður og átti fimmtán börn með tveimur konum á bænum. Vegna þessa dæmdur til hýðingar árið 1831. Af því fólki segir í Hraunfólkinu, skáldsögu Björns Th. Björnssonar. Búið var í Skógarkoti til 1936. Við Langastíg eru klettamyndirnar Gálgaklettar tveir og Steinkerlingar. Í Gálgaklettum voru sakamenn hengdir fyrr á öldum.

Förum frá Skógarhólum austur með Kaldadalsvegi 52 að Krika undir Ármannsfelli, skammt austan Sleðaáss, þaðan suður um hlið merkt Sandaleið og um skógargötu suður Þingvallahraun um Hrauntún og Skógarkot. Síðan vestur að Þingvöllum, yfir vellina og upp Langastíg yfir gjána og loks norður yfir þjóðveg 36 að Selkotsleið milli Reykjavíkur og Skógarhóla.

12,3 km
Árnessýsla

Skálar:
Skógarhólar: N64 17.739 W21 04.807.

Nálægir ferlar: Bláskógaheiði.
Nálægar leiðir: Eyfirðingavegur, Hrafnabjörg, Lyngdalsheiði, Selkotsvegur, Kóngsvegur, Leggjabrjótur, Gagnheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skjótastaðir

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Höfnum á Reykjanesi til Grindavíkur.

Kirkjuhöfn var áður verstöð, sem eyddist af sandfoki frá Sandvík. Skjótastaðir er óvenjulega eyðilegt eyðibýli, sem húkir milli hafs og hrauns rétt norðan Stóru-Sandvíkur. Í Arfadalsvík var áður verzlunarstaðurinn í Grindavík, áður en hann var fluttur austur í núverandi Grindavík.

Förum frá Höfnum suður með vegi að Júnkaragerði. Síðan um Kirkjuhöfn suður með ströndinni eftir jeppavegi um Berghól og eyðibýlið Skjótastaði. Síðan suður um Sandvíkur og Mölvík. Beygjum austur eftir slóð á jeppaveg með suðurströndinni um Hróabás og Lynghólshraun austur að Grindavík.

30,2 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Einiberjahóll, Sýrfell, Stapafell.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH

Skipsstígur

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Stapafellsleið um Skipsstíg og Þorbjörn til Járngerðarstaðahverfis í Grindavík.

Greiðfær leið. Í bæklingi Ferðamálasamtaka Suðurnesja um Skipsstíg segir m.a.: “Skipsstígur hefst í norðurjaðri byggðakjarna Grindavíkur og liggur með Lágafelli, um Skipsstígshraun, með Illahrauni, yfir Eldvarpahraun, fram hjá hverasvæði við Lat, yfir Vörðugjá, um Gíslhellislágar, yfir Rauðamel og áfram áleiðis að Fitjum í Njarðvík. Leiðarlýsingin í bæklingnum byggir m.a. á númeruðum stikum sem Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa haft forgöngu um að setja upp með gömlu þjóðleiðunum.”

Byrjum á Stapafellsleið, þar sem hún sveigir frá suðri til suðsuðvesturs. Við förum áfram suður um Vörðugjá og förum vestan við Þorbjörn að Járngerðarstaðahverfi.

8,9 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Stapafell, Sýrfell, Einiberjahóll.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Selvogsgata

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Hafnarfirði til Vogsósa í Selvogi.

Gömul þjóðleið milli Hafnarfjarðar og Selvogs. Um tíma líka notuð til brennisteinsflutninga frá Námuhvammi í Brennisteinsfjöllum. Námurnar eru um tvo kílómetra frá Tvívörðum á leiðinni hjá Litla-Kóngsfelli. Leiðin er stundum kennd við Kerlingarskarð, sem er vestasta skarðið af Grindarskörðum og það eina, sem er hestfært. Þegar upp skarðið kemur eru fleiri leiðir en sú, sem hér er lýst, niður að öðrum bæjum í Selvogi. Þegar þessi leið var farin úr Selvogi til Reykjavíkur, var það kallað að fara suður, þótt raunar sé leiðin í hánorður. Til baka var kallað að fara austur í Selvog. Leiðin er illa vörðuð, en er samt greinileg enn. Þótt hún sé orðin fáfarin af járnuðum hestum, sem eru færari en fólk í mjúkum skóm í að viðhalda fornum götum. Sem eru fornminjar.

Förum frá Kaldárseli beint í austur fyrir norðan Helgafell og Valahnjúka. Beygjum síðan til suðausturs um Þríhnjúkahraun og Tvíbollahraun og yfir þjóðveg 417. Eftir það beygjum við meira til suðurs og höldum framhjá Grindarskörðum í austri og síðan bratt upp í Kerlingarskarð, þar sem við náum 460 metra hæð. Úr skarðinu förum við fyrst suðaustur um Draugahlíðar og vestan við Stórkonugjá og Litla-Kóngsfell. Þaðan eru hliðarleiðir um Hlíðarveg og Stakkavíkurveg til Hlíðarvatns. En við förum suðsuðaustur um Grafning og síðan Stóra-Leirdal, vestan við Eystri-Hvalhnjúk. Næst um Hvalskarð austan Vestri-Hvalhnjúks og niður Litla-Leirdal og um Hlíðardal vestan Urðarfells niður Katlabrekkur í Katlahraun. Þar beygjum við til suðvesturs á sléttunni í beina stefnu á Vogsósa.

26,2 km
Rey kjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Hlíðavegur, Stakkavík, Helgafell, Undirhlíðar, Vatnsleysuströnd.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins