Þéttari og hertari meirihluti

Punktar

Meirihluti ríkisstjórnarinnar þéttist í umræðunni um IceSave. Liðið náði saman í orrahríð minnihlutans, sem tók Alþingi í gíslingu. Þeir, sem höfðu spilað einleik, skiluðu sér flestir í síðustu atkvæðagreiðslunni. Nema Lilja Mósesdóttir, sem senn fer í Hreyfinguna. Og Ögmundur, sem verður gerður að heiðursfélaga hjá brennuvörgum Sjálfstæðisflokksins. Að öðru leyti hélzt samstaðan og hertist í eldinum. Eftir lok IceSave eru engar líkur á brestum í samstarfi um ríkisstjórn fyrr en farið verður að skoða kosti og galla við aðild að Evrópu. Vonandi verður það ekki fyrr en kjörtímabilinu er að ljúka.