Barðarstrandarsýslur

Þorskafjarðarheiði

Frá Þorskafirði til Langadalsstrandar í Ísafirði.

Reiðleiðin liggur fimm kílómetrum vestan bílvegarins um Þorskafjarðarheiði. Greinileg reiðleið, fjölfarin á fyrri öldum.

Byrjum við þjóðveg 60 í Skálmardal við mynni Þorgeirsdals. Förum norður Þorgeirsdal vestan Múlafjalls. Síðan norður og upp Göltur austan dalsins, um Fremri-Fjalldal og þaðan norður á heiðina vestan Gedduvatns, mest í 480 metra hæð. Svo norðnorðvestur um Bröttubrekku og Högn og loks sneiðing um Heiðarbrekkur norðvestur og niður í Langadal. Norður eftir dalnum endilöngum niður að sjó á Langadalsströnd milli Nauteyrar og Arngerðareyrar.

38,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Svelgur, Kollabúðarheiði, Langidalur, Kálfárgljúfur, Steingrímsfjarðarheiði, Brekkufjall.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Þingmannaheiði

Frá Vattarfirði til Vatnsfjarðar.

Áður hluti af þjóðvegi 60 um Barðastrandarsýslu, grýtt leið á aflögðum bílvegi, sem er nokkurn veginn á vegarstæði fornu þjóðleiðarinnar um heiðina. Þar sem Þingmannakleif er orðin torfær, er oftast farið sunnar á heiðina, frá Eiði í Vattarfirði og farið upp Krossbrekkuholt. Friðlýst er forn smiðjutóft norðan Þingmanaár rétt við veginn. Vatnsfjörður og Hörgsnes eru friðland. Arnarsetur eru á svæðinu og þarf að gæta varúðar í umgengni um varptíma.

Byrjum við veg 60 hjá Þingmannakleif í Vattarfirði. Förum bratt norðnorðvestur og upp Þingmannakleif og svo norðvestur um Djúpavatn. Síðan beint vestur á gamla bílveginn um Þingmannaheiði, upp í 420 metra hæð. Við Kjálkafjarðará beinist leiðin meira til suðvesturs. Þar er sæluhús á heiðinni. Síðan förum við suðvestur Þingmannadal og um Smiðjukleifar, að vegi 60 við Þingmannaá í Vatnsfirði.

20,9 km
Vestfirðir

Skálar:
Þingmannaheiði: N65 38.240 W22 58.020.

Nálægar leiðir: Mjólká, Skálmarnes, Breiðaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Vatnsás

Frá Konungsstöðum í Patreksfirði um Vatnsás og Vatnadali til Sauðlauksdals.

Sauðlauksdalur var höfuðból um aldir. Björn Halldórsson prestur ræktaði þar fyrstur manna kartöflur á 18. öld. Þar eru líka elzu minjar um heftun á sandfoki. Varnargarður heitir þar Ranglátur, enda voru bændur skikkaðir til að hlaða hann á bezta heyskapartíma.

Förum frá eyðibýlinu Konungsstöðum suðvestur upp Vatnsás, á veg 614 á Sauðlauksdalsfjalli í 300 metra hæð. Förum yfir veginn og síðan norðvestur fyrir sunnan Víðisvatn og norðvestur með Hagagilsá niður í Sauðlauksdal. Loks norður að bænum Sauðlauksdal vestan við Sauðlauksdalsvatn.

8,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Dalverpisvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Vatnadalur

Frá Gilsfjarðarbrekku í Gilsfirði um Vatnadal að Heiðarbæ í Steingrímsfirði.

Leiðin er kölluð Hallruni í Ferðabók Eggerts Ólafssonar. Ef menn fara ekki niður Vatnadal og Miðdal, heldur lenda of norðvestarlega, geta þeir lent á 600 metra hamrabrún Leiðaraxlar ofan dalsins. Sagt er, að þar hafi orðið stórslys fyrr á öldum. Átján útróðramenn úr Dölum hafi hrapað þar.

Förum frá Gilsfjarðarbrekku norður Brekkudal og sneiðing upp í Brekkufjall og norður yfir fjallið í 390 metra hæð. Norður af fjallinu og niður í Vatnadal. Norðnorðaustur eftir dalnum, milli Hraundalsmúla að vestan og Gestsstaðamúla að austan. Þar heitir dalurinn Miðdalur. Áfram norðnorðaustur með Miðdalsá að Heiðabæ.

21,3 km
Vestfirðir

Nálægir ferlar: Krossárdalur, Snartartunguheiði.
Nálægar leiðir: Steinadalsheiði, Tröllatunguheiði, Bæjardalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Vaðalfjöll

Frá mótum þjóðvega 60 og 607 sunnan Bjarkarlundar um Vaðalfjöll að þjóðvegi 60 við Kinnarstaði.

Vaðalfjöll eru tveir 100 metra háir og stakir stuðlabergsstandar í heiðinni. Útsýninu ofan af þeim er viðbrugðið. Þetta eru fornir gígtappar úr blágrýti, sem er harðara en umhverfið og hafa því veðrast hægar.

Byrjum við mót þjóðvega 60 og 607 sunnan Bjarkarlundar. Förum jeppaslóð norður frá vegamótunum að Vaðalfjöllum, meðfram austurhlið þeirra og norður fyrir þau. Förum suðvestur frá fjöllunum að Traustugötu og suður eftir henni að þjóðvegi 60 við Kinnarstaði.

9,2 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Reykjanes, Laxárdalsheiði, Barmahlíð, Vaðalfjallaheiði, Hafrafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Vaðalfjallaheiði

Frá Hríshóli í Geiradalshreppi um Vaðalfjallaheiði norður á Kollabúðaheiði sunnan við Miðheiðarvatn.

Förum frá Hríshóli til norðurs milli Hríshólsháls að vestanverðu og Þverár að austanverðu. Síðan til norðurs með Hríshólsfjalli að vestanverðu. Áfram norður milli Sauðadals að vestanverðu og Sandfells að austanverðu. Síðan norður að Músaá og með ánni að vestanverðu og einnig vestan við Músaárvatn. Áfram í óbreytta stefnu og komum á slóðina um Kollabúðaheiði sunnan við Miðheiðarvatn.

16,6 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Vaðalfjöll, Reykjanes, Hafrafell, Laxárdalsheiði, Kollabúðaheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Tunguheiði

Frá Örlygshöfn um Tunguheiði upp á Kóngshæðarleið.

Á Hnjóti í Örlygshöfn er minjasafn Egils Ólafssonar um búskap og sjósókn fyrri alda, einnig gamlir bátar og flugminjar. Þar er minnisvarði um þá, sem hafa farizt við Látrabjarg.

Förum frá Tungu vestur Tungudal og norðvestur á Tunguheiði, í 330 metra hæð við vörðuna Digra-Eyjólf sunnan Hádegishæðar. Síðan til vesturs sunnan við Haugabrún. Þar komum við á Kóngshæðarleið, sem liggur milli Kollsvíkur og Keflavíkur.

6,8 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Kóngshæð, Hafnarfjall, Hnjótsheiði, Mosdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Tungudalur

Frá Tálknafirði um Tungudal og Tunguheiði til Bíldudals.

Förum frá Tálknafirði nánast beint austnorðaustur til Bíldudals. Fyrst upp Tungudal og norðan við Tunguvatn upp á Tunguheiði í 560 metra hæð. Siðan áfram yfir Seljadal og niður Hnúksdal að þjóðvegi 63 til Bíldudals.

9,8 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Tálknafjarðarvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Tröllatunguheiði

Frá Svarfhóli í Króksfirði að Húsavík í Steingrímsfirði.

Farið er með bílvegi með nokkurri sumarumferð.

Förum frá Svarfhóli norðaustur um Bakka og Bakkadal eftir jeppavegi norður á fjallið. Áfram norðnorðaustur eftir fjallinu um Krókavatn og Laugavatn í 400 metra hæð. Síðan milli Hæðarvatns og Miðheiðarvatns. Áfram norðnorðaustur Tröllatunguheiði milli Arnkötludals að vestan og Tungudals að austan, niður Múla og í Tröllatungu, að vegi 61 við Húsavík.

18,9 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Bæjardalsheiði, Vatnadalur, Bakkafjall.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Tóbakslaut

Frá Langabotni í Geirþjófsfirði um Tóbakslaut á Tröllhálsveg.

Förum frá Langabotni suður yfir dalinn og beint suður og upp hlíðina vestan Einhamars að Tóbakslaut. Þaðan vestur á Botnshorn og sunnan þess í 520 metra hæð á veg 60 við Djúpavatn.

4,5 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Geirþjófsfjörður, Kirkjubólsheiði, Dynjandisheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Tálknafjörður

Frá Suðureyri í Tálknafirði inn í fjarðarbotn.

Förum frá Suðureyri inn með ströndinni framhjá fjallvegum um Lambadal, Lambeyrarháls og Botnaheiði til Patreksfjarðar. Við förum með ströndinni alla leið inn í botn Tálknafjarðar.

9,3 km
Vestfirðir

Jeppafært

Nálægar leiðir: Tálknafjarðarvegur, Miðvörðuheiði, Botnaheiði, Lambeyrarháls, Smælingjadalur, Molduxi.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Tálknafjarðarvegur

Frá Sveinseyri í Tálknafirði út með firði að Krossadal í Tálknafirði.

Förum frá Sveinseyri veginn út með firðinum, framhjá fjallvegum um Gyrðisbrekku og Krókalaut norður til Arnarfjarðar. Endum í Krossadal í Tálknafirði. Þar er sæluhúsið Ævarsbúð.

14,6 km
Vestfirðir

Skálar:
Ævarsbúð: N65 42.240 W24 03.980.

Nálægar leiðir: Selárdalsheiði, Krókalaut, Gyrðisbrekka, Miðvörðuheiði, Botnaheiði, Tálknafjörður, Tungudalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Svínanes

Hringleið um Svínanes milli Kvígindisfjarðar og Illugastaða í Skálmarfirði.

Leiðin er löng og erfið með bröttum hlíðum og skriðurunnum. Víða er birkikjarr. Undirlendi er helzt yzt á nesinu, þar sem Geirmundur heljarskinn hélt svínin, sem gáfu nesinu nafn.

Förum frá bænum Kvígindisfirði suður með Kvígindisfirði, um Svínanes og Kumbaravog. Síðan með ströndinni vestur fyrir Svínanesfjall og norður með Skálmarfirði um Selsker og Seltanga til Illugastaða.

26,8 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Bæjarnes, Skálmardalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Svelgur

Frá Kollabúðum í Þorskafirði á reiðleiðina um Þorskafjarðarheiði til Ísafjarðardjúps.

Á Kollabúðum voru haldnir Kollabúðafundir á 19. öld og þar hafa Þorskafjarðarþing líklega verið háð að fornu. Þjóðverjar höfðu hér verzlun í lok 16. aldar.

Förum frá Kollabúðum norður Kollabúðardal austan Hvannahlíðarfjalls um Svartagil og Þingmannarjóður. Norðan Hvannahlíðarfjalls förum við sneiðinga norðnorðvestur Nautatungur upp á Þorskafjarðarheiði. Komum þar á Fjölskylduholti á reiðleiðina yfir heiðina við Fremri-Fjalldalsá.

11,8 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Þorskafjarðarheiði, Kollabúðarheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Svarthamragil

Tengileið milli Kerlingarháls og Brúðgumaskarðs á Hnjótsheiði.

Byrjum austan við Stæður á Brúðgumaskarðsleið. Förum til austurs sunnan í Hnjótsheiði á Dalverpisveg. Tengir saman Breiðuvík og Sauðlauksdal.

2,6 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Brúðgumaskarð, Dalverpisvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort