Persónukjör tekst ekki

Punktar

Persónukjör verður ekki í næstu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er á móti því framfaramáli eins og ýmsum öðrum. Málið er þess eðlis, að um það þarf að nást víðtæk samstaða, enda er lítill tími til stefnu. Smám saman mun koma í ljós á næstu vikum, að flokkurinn er dragbítur á framfarir í landinu. Hann mun ekki heldur endurnýja í þingmannaliði sínu. Heldur mun hann enn treysta á þá, sem hafa orðið sér til mestrar skammar í umræðunni að undanförnu. Enda sýna skoðanakannanir ótrúlega mikið fylgi flokksins, þrátt fyrir átakanlega ríkisstjórn Geirs Haarde. Kjósendur flokksins eru litlir breytingasinnar.