Istanbul

A. Istanbul

Borgarrölt, Istanbul
Misir Karsisi - Istanbul

Stóri markaðurinn í Istanbul, Kapalı Çarşı

Istanbul

Brúin mikla - Istanbul

Brúin mikla, sem tengir austur og vestur, Asíu og Evrópu, íslam og kristni

Austrið og vestrið mætast í Miklagarði. Þar var gríska Byzántion, rómverska Konstantinopel og loks íslamska Istanbul. Hvert heimsveldið á fætur öðru setti sitt mark á borgina við Sæviðarsund. Hún var öldum saman miðja hins þekkta heims og langstærsta borg veraldar. Þangað lágu allir gagnvegir og þar eru hlið austurs og vesturs, brýrnar miklu milli Evrópu og Asíu.

Lífið í Istanbul hefur breyzt síðasta aldarfjórðung. Þegar ég kom þar fyrst, var borgin nærri því vestræn og fáar konur báru slæður. Síðan hefur verið mikill flótti úr sveitum til borga. Istanbul nútímans hýsir tíu milljónir manns og er orðin að hálfu leyti borg svartklæddra kvenna með slæður. Með auknum íslamisma Erdoğan færist drungi miðalda yfir borgina. Hann hefur í tvo áratugi verið valdamaður, fyrst borgarstjóri, síðan forsætisráðherra og síðast forseti.

Næstu skref

B. Kappadokia – Ankara

Borgarrölt, Istanbul
Fornminjasafnið - Ankara

Anatólíusafnið

Ankara

Fyrir ferðamenn er Ankara bara flugvöllur, hlið að töfrum Kappadókíu. Fátt er að sjá í borgini annað en Anatólíusafnið og hugsanlega grafhýsi Mustafa Kemal Atatürk. Kíkjum aðeins í safnið.

Anatólíusafnið, Anadolu Medeniyetleri Müzesi, er fyrst og fremst frægt fyrir minjar um fornþjóð Hittíta. Þeir voru stórveldi 1600-1180 f.Kr. og háðu fræga orrustu við Egypta við Kadesh árið 1274 f.Kr um yfirráð í Sýrlandi. Í safninu er rúmt um sýningargripi, sem gerir skoðun þægilega. Þar er friðarsamningurinn við faraó greyptur í stein.

Grafhýsi Atatürk er mikil höll ofan á felli með voldugum hásúlum í einræðisherrastíl. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja í nærri nöktum húsakynnum. Mustafa Kemal Atatürk vildi gera Tyrkland að vestrænu þjóðríki. Arfleifð hans hefur verið á undanhaldi síðustu áratugi.

Næstu skref
Atatürk grafhýsi - Ankara 2

Grafhýsi Atatürk

C. Eyjahafsströndin – Izmir

Borgarrölt, Istanbul
Cumhuryet Maydani - Izmir

Cumhuryet Maydani torg í Izmir

Izmir

Við förum aftur til Ankara og tökum þaðan flug til Izmir á strönd Eyjahafs. Þaðan er stutt að fara á bíl til heimsfrægra rústa í Pergamum og Ephesus.

Eyjahafsströndin er þekktust fyrir hótel á sólarströndum. Kuşadası, Marmaris og Bodrum eru þekktir ferðamannabæir, sem margir Íslendingar þekkja. Frá þeim er stutt að fara til rústa fornra borga frá grískum stórveldistíma.

Izmir, sem hét Smyrna á grískum tíma, er samgöngumiðstöð svæðisins. Leiðin suður til Ephesus tekur rúman klukkutíma og leiðin norður til Pergamum tekur tæpa tvo klukkutíma.

Næstu skref
Höfn - Kusadasi

Kusadasi