02 Blaðamennska

Hugtök blaðamennsku eru kynnt. Farið yfir málsgreinina: Hver gerði hvað, hvar, hvenær, hvernig, hvers vegna og hvað svo. Kennd er viðtalatækni og aðferðir við skrif.

Kennd er notkun heimilda og gagna. Farið yfir ljósmyndun og hönnun, útvarp og einkum sjónvarp, svo og nýja vefmiðla. Kenndar verklagsreglur og siðareglur.

Markmiðið er, að nemandinn finni sínar sterku hliðar til að leggja áherzlu á í starfsumsóknum og í starfi. Og átti sig á veikum hliðum, sem hann þarf að styrkja.

Kennt er í myndskeiðum 45 fyrirlestra, þar sem nemendur geta séð fyrirlestrana, heyrt þá og lesið eftir sinni hentisemi.

Ennfremur felst námið í daglegum tölvusamskiptum nemanda og leiðbeinanda og í lausn verkefna á sviði fyrirlestranna. Samskiptin standa yfir í tvo mánuði á hverju námskeiði.

Hægt er að velja fyrirlestrana eingöngu eða fyrirlestrana að meðtöldum verkefnum og daglegum samskiptum við leiðbeinanda.