08 Fjölmiðlasaga

Kennd er saga blaðamennsku og samspil tæknibreytinga. Rakin er saga myndmáls, talmáls, ritmáls og prentmáls frá örófi alda og þróun fjölmiðla á síðustu öldum.

Markmiðið er, að nemandi þekki sögu fjölmiðlunar og stöðu hennar í upphafi 21. aldar, sérstaklega á Íslandi. Hann þekki kenningar um væntanlegt form og innihald fjölmiðla.

Kennt er í myndskeiðum 45 fyrirlestra, þar sem nemendur geta séð fyrirlestrana, heyrt þá og lesið eftir sinni hentisemi.

Ennfremur felst námið í daglegum tölvusamskiptum nemanda og leiðbeinanda og í lausn verkefna á sviði fyrirlestranna. Samskiptin standa yfir í tvo mánuði á hverju námskeiði.

Hægt er að velja fyrirlestrana eingöngu eða fyrirlestrana að meðtöldum verkefnum og daglegum samskiptum við leiðbeinanda.