Leitarniðurstöður

1-2 milljarða mengun

Greinar

Robert Watson, sérfræðingur Alþjóðabankans í mengunarmálum, metur verðgildi mengunarréttar fyrir koltvísýring á 15-30 dollara tonnið. Það eru tölurnar, sem bankinn miðar við, þegar hann er að reyna að meta mengunarþátt stórverkefna, sem hann fjármagnar. Mengunarskattur er á næsta leiti í Evrópu. Frakkland byrjaði að nota slíkan skatt í tilraunarskyni fyrir ári. Búizt er við, að […]

Nýr höfuðóvinur allra

Greinar

Ráðamenn fimmtánveldanna í Evrópusambandinu eru ákveðnir í að undirrita Kyoto-bókunina um aðgerðir gegn gróðurhúsalofttegundum og eru reiðir Bandaríkjastjórn, ekki bara fyrir fráhvarf hennar frá bókuninni, heldur einnig fyrir undirferli og svik í tengslum við hana. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fékk 180 þjóða fundinum í Bonn um Kyoto-bókunina frestað um tvo mánuði til að semja tillögur […]

Eftir Haag er heimavinna

Greinar

Fremur er ástæða til að lofa en lasta, að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fór út um þúfur í Haag um helgina og verður fram haldið á næsta vori. Þau býti, sem reynt var að bjóða í lokin, voru þess eðlis, að þau hefðu aukið loftslagsmengun af mannavöldum. Vandinn stafar af nokkrum ríkjum, sem ekki vilja taka […]

Þangað sækir klárinn

Greinar

Einkennilegt upphlaup hefur orðið í þjóðfélaginu vegna hækkunar iðgjalda í bílatryggingum. Bíleigendur láta eins og þeir hafi orðið fyrir óvæntum hremmingum, sem Fjármálaeftirlitið eða einhverjir aðrir opinberir aðilar eigi í krafti Stóra bróður að láta ganga til baka. Staðreyndin er hins vegar sú, að markaðurinn ræður því, hvað tryggingafélögin telja sig geta komizt upp með. […]

Landhernaður er eina leiðin

Greinar

Serbaher er alls ráðandi í Kosovo. Drukknir dátar fara um nauðgandi, brennandi og myrðandi að vild. Þyrlur Serba eiga alls kostar við skæruliða Kosovara, af því að flugmenn Atlantshafsbandalagsins hætta sér ekki niður úr háloftunum þá sjaldan þeir komast á loft. Markmið Atlantshafsbandalagsins var að koma í veg fyrir þjóðahreinsunina í Kosovo. Það hefur mistekizt. […]

Gagnslausar loftárásir

Greinar

Íraks-kökkurinn festist í hálsi Vesturlanda, er George Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna, ákvað skyndilega í miðjum Flóabardaga að lýsa yfir sigri og senda hermennina heim, áður en þeim tókst að ná Bagdað á sitt vald og hrekja Saddam Hussein frá völdum. Að baki mistaka Bush leyndist það ranga stöðumat, að hóflega sterkur leiðtogi í hóflega sterku […]

Hafnlausar skoðanir

Greinar

Mörg þeirra mála, sem núna brenna heitast á okkur, eru þess eðlis, að annað sjónarmiðið á sér enga heimahöfn meðal stjórnmálaflokkanna. Kosningarnar í vor verða ekki neinn kostur í stöðu margra kjósenda, sem sjá hvergi tekið undir sín mál af neinni alvöru. Margir eru þeir, sem vilja gerast aðilar að Evrópusambandinu, af því að þeir […]

Stefnan kostar og kostar ekki

Greinar

Að venju slær bæjarstjóri Kópavogs ódýra keilu, þegar hann gerir grín að því, að menntaráðuneytið setji fram skólastefnu, einmitt þegar rekstur skóla sé kominn úr höndum ríkisins í hendur sveitarfélaga. Þetta hljómar vel, en er samt rýrt í roðinu, þegar betur er gáð. Skólastefna getur falizt í að setja meira eða minna fé í rekstur […]

Mútur breiðast út á Íslandi

Greinar

Útgefendur vildarkorta og fríkorta múta starfsmönnum stofnana og fyrirtækja til að gera óhagkvæm innkaup. Fólk flýgur til dæmis með Flugfélagi Íslands í stað Íslandsflugs og það flýgur á Sögu-farrými í stað almenns farrýmis til að afla sér persónulegra punkta. Ekkert samband er milli þess, hver greiðir vöruna eða þjónustuna og hver fær punkta fyrir að […]

Ráðherra segir satt

Greinar

Með nýjum utanríkisráðherra í Bandaríkjunum hafa komið ný viðhorf. Madeleine Albright var ekki myrk í máli, þegar hún kom af fundi með hinum illræmda Slobodan Milosevic Serbíuforseta. Hún sagði Serba þjást, af því að leiðtogi þeirra sinnti ekki skyldum sínum. Albright skóf ekki heldur utan af skoðunum sínum hjá forustumönnum Króatíu. Hún sagði Jure Radic […]

Nokkrir fátæktarhópar

Greinar

Þótt fátæktarkönnun Félagsvísindastofnunar veiti ekki gagnlegt svar við því, hvort fátækt sé að aukast eða minnka hér á landi, sýnir hún glöggt, hvaða þjóðfélagshópum er hættast við fátækt. Þannig getur hún orðið til leiðbeiningar við tilraunir til úrbóta. Í þremur hópum er fátækt fjórum sinnum útbreiddari en að meðaltali. Þessa þrjá hópa mynda atvinnuleysingjar, námsmenn […]

Í húsi foringjans

Greinar

Brotalínur íslenzkra stjórnmála eru ekki frekar milli Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka heldur en milli ýmissa annarra hugsanlegra samstarfsmynstra. Í leiðara DV í gær var rakið, hvernig raða má flokkum í ýmiss konar hópa eftir nokkrum mikilvægum málaflokkum. Bent var á, að Alþýðuflokkurinn er að sumu leyti sér á parti vegna stefnunnar í málefnum Evrópu, fiskveiðistjórnar, […]

Óhollir ofurtollar

Greinar

Íslendingar borða mun minna grænmeti en aðrar þjóðir. Við erum lengst allra þjóða Vestur-Evrópu frá því að ná þeirri hlutdeild grænmetis í fæðinu, sem mælt er með af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni og í hliðstæðum ráðleggingum heilbrigðisráðuneyta á Vesturlöndum. Við erum hins vegar nær vestrænum stöðlum í ávaxtaneyzlu og skerum okkur að því leyti ekki úr hópnum. […]

Sátt um vaxtaskatt

Greinar

Tvær sterkar röksemdir eru fyrir fjármagnstekjuskatti, sem breið samstaða hefur náðst um hér á landi. Í fyrsta lagi er slíkur skattur í nágrannalöndunum. Vaxtaskattur hefur staðizt pólitíska umræðu í öðrum löndum og virðist ekki vera þar umdeildur að neinu ráði. Í öðru lagi virðist sanngjarnt, að tekjur, sem peningar afla, taki þátt í rekstri samfélagsins, […]

Þjóðnýtt einkavæðing

Greinar

Einkavæðing á Íslandi hefur hingað til fremur líkzt einkavinavæðingu og vekur engar vonir um, að rétt verði staðið að einkavæðingu Búnaðarbankans og Landsbankans. Frægustu dæmin um rangsnúna einkavæðingu eru Bifreiðaskoðun Íslands og Lyfjaverzlun Íslands. Grunsamleg er kenning sumra, sem hafa hagnazt á fyrri einkavinavæðingu ríkisfyrirtækja, að bankarnir séu of litlir og þarfnist sameiningar. Þvert á […]