Eyjafjörður

Öxnadalsheiði

Frá Silfrastöðum í Skagafirði að Bakkaseli í Öxnadal.

1244: Eyfirðingar komu til liðs við Kolbein unga Arnórsson um Öxnadalsheiði. 1253: Eyjólfur ofsi Þorsteinsson fór um heiðina til Flugumýrarbrennu í Skagafirði. Síðar sam ár fór Gissur Þorvaldsson um heiðina með herflokk í aðför að Eyjólfi ofsa. Aðra herför fór Gissur um heiðina árið eftir.

Ytri-Kot í Norðurárdal hétu upphaflega Þorbrandsstaðir eftir landnámsmanninum. Hann var góður heim að sækja, svo sem segir í Landnámu. Lét hann á bæ sínum “gera eldhús svo mikið, að allir þeir menn, sem þeim megin fóru, skyldu þar bera klyfjar í gegnum og vera öllum matur heimill.”

Förum frá Silfrastöðum gamla veginn austur Norðurárdal og yfir gömlu brúna á Norðurá við heiðarsporð Öxnadalsheiðar. Förum síðan línuveg austur heiðina og niður brekkurnar ofan við Bakkasel.

25,9 km
Skagafjörður, Eyjafjörður

Nálægar leiðir: Hörgárdalsheiði, Hraunárdalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Þversum Ísland

Sumarið 1255 fór Magnús Jónsson þvert yfir landið frá Vopnafirði til Snæfellsness. Hann var frændi Þorvarðar Þórarinssonar og liðsmaður hans í herferðum. Skyldi hann leita liðveizlu Þorgils skarða Böðvarssonar gegn Hrafni Oddssyni og Eyjólfi ofsa Þorsteinssyni. Sturlunga segir um Magnús: “Hafði hann farið lítt með byggðum, en jafnan um nóttum. Gekk því engin njósn af hans ferðum fyrr en hann kom til Staðar” á Snæfellsnesi. Á bakaleiðinni kom Magnús við á Rauðsgili í Hálsasveit og komst þá upp um fyrirætlan hans. Fengu Hrafn og Eyjólfur þá njósn af ferðum hans. Ferð Magnúsar er dæmi um kjark og þol manna, sem fóru langan veg um óbyggðir snemma á öldum Íslandsbyggðar.

Sennilega hefur Magnús farið frá Hofi í Vopnafirði um Hofsárdal og Brattafjallgarð að Möðrudal. Þar næst að Jökulsá á Fjöllum sunnan Möðrudals við Ferjufjall. Síðan Biskupaveg um Ódáðahraun og Suðurárhraun í Kiðagil og áfram vestur norðanverðan Sprengisand í Laugafell. Því næst um Eyfirðingaveg norðan Hofsjökuls og yfir á Skagfirðingaveg á Stórasandi eða þá um Kráksskarð. Þaðan vestur um Arnarvatnsheiði meðfram Norðlingafljóti til Þverárhlíðar. Síðan Múlaveg um Mýrar norðanverðar og loks um Löngufjörur að Staðastað á Snæfellsnesi.

? km
Austfirðir, Þingeyjarsýslur, Eyjafjörður, Skagafjörður, Húnavatnssýslur, Borgarfjörður-Mýrar, Snæfellsnes-Dalir

Nálægar leiðir: Biskupavegur, Suðurárhraun, Kiðagil, Ingólfsskáli, Skagfirðingavegur, Norðlingafljót, Skarðheiðarvegur, Múlavegur, Löngufjörur

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Þverárjökull

Frá Þverá í Svarfaðardal um Þverárjökul að Hólum í Hjaltadal.

Ætíð fáfarinn.

Förum frá Þverá suðvestur upp í Þverárdal og eftir löngum dalnum sunnanmegin inn í botn. Upp botninn förum við vestur í stefnu á Jökulhnjúk. Sveigjum síðan til suðvesturs upp í skarðið fast við hnjúkinn í 1080 metra hæð. Þaðan förum við vestur og niður í Skíðadal, norðan megin í dalnum, og þaðan út í Kolbeinsdal. Vestan Fjallsréttar förum við suður yfir Hálsgróf til Hóla.

29,7 km
Eyjafjörður, Skagafjörður

Mjög bratt

Skálar:
Fjall: N65 46.051 W19 05.581.

Nálægar leiðir: Heljardalsheiði, Héðinsskarð, Hólamannavegur, Tungnahryggur, Hákambur, Skíðadalsjökull, Heiðinnamannadalur, Holárdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Þorvaldsskarð

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá Skriðulandi á Árskógsströnd (Galmaströnd) um Þorvaldsskarð til Árskógsréttar á Árskógsströnd.

Heitir eftir Þorvaldi Galmasyni landnámsmanni í Þorvaldsdal og síðar á Galmastöðum.

Förum frá Skriðulandi skáhallt norðvestur um Kálfahjalla og Hrossahjalla í Þorvaldsskarð, sem er ofan við Kjarna. Upp á Flatahjalla og um Flatneskju í skarðið í 760 metra hæð. Förum með læknum vestur í Mjóadal og síðan norður Mjóadal að austanverðu út í Þorvaldsdal og þann dal áfram norður að Árskógsrétt.

12,5 km
Eyjafjörður

Nálægar leiðir: Derrisdalur, Holárdalur, Þorvaldsdalur, Reistarárskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Þorvaldsdalur

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá Árskógsrétt á Árskógsströnd (Galmaströnd) um Þorvaldsdal til Ytri-Tunguár í Hörgárdal.

Heitir eftir Þorvaldi Galmasyni landnámsmanni í Þorvaldsdal og síðar á Galmastöðum.

Förum frá Árskógsrétt suður um Þorvaldsdal framhjá Þverárdal og Nautárdal, í 520 metra hæð við Lambárdal. Áfram suður Þorvaldsdal að Ytri-Tunguá.

22,3 km
Eyjafjörður

Nálægar leiðir: Derrisdalur, Holárdalur, Þorvaldsskarð, Reistarárskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Vatnsendaskarð

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá Árdal í Ólafsfirði um Vatnsendaskarð til Héðinsfjarðarvatns.

Byrjum við þjóðveg 803í Árdal. Förum vestur Árdal og síðan meðfram Rauðskarðsá, fyrst til norðvesturs og síðan til vesturs. Úr dalbotninum förum við norður í Vatnsendaskarð í 640 metra hæð og þaðan niður í Vatnsendadal, fyrst norður og síðan vestur að Vatnsenda við Héðinsfjarðarvatn.

7,7 km
Eyjafjörður

Nálægar leiðir: Rauðskarð, Fossabrekkur, Sandskarð, Drangar, Hvanndalir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Vatnahjalli

Frá Hofsafrétti um Vatnahjalla að Torfufelli í Eyjafirði.

Frá mótum vegar úr byggð í Skagafirði til Laugafells og vegar norðan Hofsjökuls um Ingólfsskála. Þetta er hluti Eyfirðingavegar, sem lá af Kili og norður fyrir Hofsjökul til Eyjafjarðar.

Byrjum á Hofsafrétt á mótum vegar norðan úr byggð í Skagafirði til Laugafells og vegar norðan Hofsjökuls austur um Ingólfsskála. Förum þaðan austur í Hraunlæk og þaðan norður á Eyfirðingavað á Austari-Jökulsá. Frá vaðinu austur að Pollalæk og Eystri-Pollum og síðan norðaustur á mót vegar suður í Laugafell. Við höldum áfram norður og framhjá afleggjara vestur að Grána og Sesseljubúð. Leiðin liggur áfram norður framhjá fjallaskálanum Berglandi og síðan fyrir vestan Vatnahjalla og austan Urðarvötn í 920 metra hæð. Við Vatnahjalla sveigist leiðin til norðausturs. Síðan hjá vörðunni Sankti-Pétri á brekkubrún niður um Hafrárdal að þjóðvegi 821 í Eyjafirði. Við fylgjum þeim vegi norður að Torfufelli.

34,7 km
Eyjafjörður, Skagafjörður

Skálar:
Bergland: N65 11.424 W18 20.163.
Sesseljubúð: N65 06.700 W18 25.840.
Gráni: N65 06.704 W18 25.860.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Hofsafrétt.
Nálægar leiðir: Nýjabæjarfjall, Laugafell, Eystripollar, Strompaleið, Gimbrafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Vaðlaheiði

Frá Svalbarðseyri í Eyjafirði um Vaðlaheiði að Skógum í Fnjóskadal.

Þórður kakali Sighvatsson kom 1242 út í Eyjafjörð og fór síðan um Vaðlaheiði í Fnjóskadal og um Sprengisand suður að Keldum. 1254 fóru Hrafn Oddsson og Eyjólfur ofsi Þorsteinsson í herferð yfir Vaðlaheiði og um Þingeyjarsýslur. 1255 fóru þeir Hrafn og Eyjólfur um Vaðlaheiði í Eyjafjörð í aðför að Þorgils skarða Böðvarssyni og Þorvarði Þórarinssyni.

Förum frá Svalbarðseyri austur um Túnsberg og upp Steinsskarð norðan gamla þjóðvegarins. Síðan suðaustur yfir Vaðlaheiðarveg og austur brekkurnar sunnan þjóðvegarins að Skógum.

9,2 km
Eyjafjörður, Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Fnjóskadalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Unadalsjökull

Frá Atlastöðum í Svarfaðardal um Unadalsjökul að Hofi hjá Hofsósi.

Svarfdælingar notuðu þessa leið til verzlunar á Hofsósi, styttri leið og fljótfarnari en til Akureyrar. Oft er farið með hesta þessa leið.

Förum frá Hofsósi eða Hofi fram og austur Unadal norðan Unadalsár. Síðan upp Geldingadal og upp Unadalsjökul að krossgötum á Kömbunum suðaustan undir Einstakafjalli í 930 metra hæð. Þaðan suðaustur og niður í Skallárdal að Atlastöðum.

26,2 km
Eyjafjörður, Skagafjörður

Mjög bratt

Nálægar leiðir: Hákambar, Hvarfdalsskarð, Heljardalsheiði, Sandskarðsleið, Kollugilsbrúnir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Ullarvötn

Frá Miðgrund í Blönduhlíð um Djúpadal og Seljárdal að Hálfdánartungum í Norðurárdal.

Förum frá Miðgrund austur að bænum Djúpadal og þaðan austur í Djúpadal. Þar sem dalurinn klofnar, förum við suðaustur Akradal og síðan austnorðaustur dalinn. Þar sem dalurinn sveigir til suðurs, förum við beint austur upp úr honum um Ullarvötn á fjallið í 1020 metra hæð. Þar uppi sveigjum við til suðausturs í drög Seljárdals. Förum eftir þeim dal suðsuðaustur í Hörgárdal og síðan suðvestur Hörgárdal að Hálfdánartungum.

31,2 km
Skagafjörður

Nálægar leiðir: Grænuvötn, Kattárdalur, Kotagil, Ranghali, Suðurárdalur, Vindárdalur

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Tungnahryggur

Frá Baugaseli í Barkárdal um Tungnahrygg að Fjalli í Kolbeinsdal.

Einn af hæstu fjallvegum landsins í 1170 metra hæð.

Förum frá Baugaseli vestur Barkárdal. Norðan við Lambárhnjúk beygjum við til norðvesturs upp á fjallið vestan við Eiríkshnjúk. Þar á Tungnahrygg náum við 1170 metra hæð. Síðan förum við norðnorðvestur í Austurdal og síðan norðvestur um óralangan Kolbeinsdal alla leið vestur að skálanum Fjalli í Kolbeinsdal.

27,6 km
Eyjafjörður, Skagafjörður

Skálar:
Fjall: N65 46.051 W19 05.581.
Baugasel: N65 39.370 W18 36.640.

Nálægar leiðir: Heljardalsheiði, Þverárjökull, Hólamannavegur, Hákambar, Skíðadalsjökull, Héðinsskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Skjálgdalsheiði

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá Miklagarði í Eyjafirði að Þverá í Öxnadal.

Heitir nú Kambskarð.

Sjaldan farin nú á dögum, en oft farin á Sturlungaöld. Hét þá Skjálgdalsheiði. Sighvatur Saxólfsson og Gissur Höskuldsson fóru á laun um skarðið á leið til Guðmundar dýra að segja honum hervirki Þorgríms alikarls Vigfússonar á Bakka í Eyjafirði. Sighvatur Sturluson hafði varðmenn á heiðinni 1234, svonefndan hestvörð. 1235 reið Órækja Snorrason heiðina á leið til Vestfjarða af fundi með Sighvati Sturlusyni. Hér riðu Sturla Þórðarson og Órækja Snorrason 1242 sem fangar Kolbeins unga. Á heiðinni mælti Órækja: “Skammur er nú dásshali okkar frændi eða hvað ætlar þú nú, að Kolbeinn ætlist fyrir.” Hrafn Oddsson flúði um Skjálgdalsheiði eftir Þverárfund 1255 og fall Eyjólfs ofsa Þorsteinssonar.

Förum frá Miklagarði vestur Skjálgdal og beint áfram vestur með Kambsá um Skjálgdalsheiði upp í Kambskarð í 1000 metra hæð milli Hvítalækjarfjalls að norðanverðu og Kambsfells að sunnanverðu. Förum vestur og niður úr skarðinu í Þverárdal og síðan til norðurs út dalinn, niður með Þverá að austanverðu að Þverá.

20,8 km
Eyjafjörður

Nálægar leiðir: Melgerðismelar, Hraunárdalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Sturlunga og Árbækur Ferðafélagsins

Skíðadalsökull

Frá Klængshóli í Svarfaðardal um Skíðadalsjökul á Hólamannaveg.

Löng leið milli byggða í Svarfaðardal og Skagafirði.

Förum frá Klængshóli suður og suðvestur Skíðadal norðvestan við Almenningsfjall og suðaustan við Stafnstungnafjall, suðvestur um Austurtungur inn í dalbotn. Þaðan förum við suðsuðvestur upp í Skíðadalsjökul milli Leiðarhnjúka. Síðan til vesturs fyrir norðan Eiríkshnjúk og Péturshnjúk um Tungnahryggsjökul og yfir Tungnahrygg að klettaveggnum í vestri. Þar erum við komin á Hólamannaveg.

22,6 km
Eyfjörður, Skagafjörður

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Skálar:
Tungnahryggur: N65 41.340 W18 50.820.

Nálægar leiðir: Hólamannavegur, Tungnahryggur, Heiðinnamannadalur, Holárdalur, Þverárjökull.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Siglunes

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá Selvík á Siglufirði um Kálfsskarð að Siglunesi.

Þormóður rammi landnámsmaður byggði á Siglunesi. Þar var öldum saman kirkja og mikil útgerð fram á 20. öld. Byggðin fór í eyði 1990.

Förum frá Selvík. Þangað komumst við eftir kindagötum norður ströndina frá flugvellinum á Ráeyri. Frá Selvík suðsuðaustur Kálfsdal sunnan megin við vatnið í dalnum. Úr botni dalsins förum við suðaustur í Kálfsskarð í 420 metra hæð. Í skarðinu förum við stuttan spöl til suðurs og síðan austur í miðjar hlíðar Nesdals. Síðan norður allan dalinn vestan Reyðarár út að sjó. Þar beygjum við vestur að Siglunesi.

11,4 km
Skagafjörður, Eyjafjörður

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Siglufjarðarskarð

Frá Siglufirði til Hrauns í Fljótum.

Siglufjarðarskarð var þjóðleiðin til Siglufjarðar, þangað til Strákagöng voru sprengd. Fyrir daga bílsins var leiðin talin hættuleg að vetrarlagi. Sjálfu skarðinu er lýst þannig í þjóðsögum Jóns Árnasonar: “Gegnum dyrnar eru hér um fjórar hestlengdir, en vel klyfjafrítt á breidd.” Kvað svo rammt að slysum, að Þorleifur Skaftason prófastur í Múla var fenginn til að vígja skarðið. Það dugði ekki til. Svellbunkar voru í skarðinu og urðu menn stundum að skríða yfir þá. Árið 1940 var skarðið sprengt niður um fjórtán metra. Síðar var þar lagður bílvegur. Fagurt útsýni er úr skarðinu til beggja átta, Siglufjarðar og Skagafjarðar. Sunnan við Siglufjarðarskarð er Afglapaskarð, sem sumir fóru, ef þeir villtust af leið.

Förum frá Siglufirði gamla bílveginn upp dalinn og síðan brattar brekkur beint upp í Siglufjarðarskarð í 600 metra hæð. Vestan skarðsins förum við fyrst suður fjallshlíðina og síðan til vesturs utan í Breiðafjalli og áfram niður brekkurnar vestan fjallsins, þar sem við komum að Hrauni.

10,9 km
Skagafjörður, Eyjafjörður

Jeppafært

Nálægar leiðir: Dalaleið, Efrafjall, Sandskarð, Hólsskarð, Fiskihryggur, Hestskarð eystra.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins