Jónas Kristjánsson ritstjóri

Fæddur

5.2. 1940 í Reykjavík

Foreldrar

Anna Pétursdóttir bókari, f. 11.6. 1915 á Akureyri, d. 24.9. 1976, og Kristján Jónasson læknir, f. 12.5. 1914 á Sauðárkróki, d. 27.7.1947.

Systkin

Anna Halla lögfræðingur, f. 19.4. 1946.

Maki

Kristín Halldórsdóttir stjórnmálakona, f. 20.10. 1939.

Börn

Kristján jarðfræðingur, f. 27.3. 1964, Pálmi fréttamaður og sagnfræðingur, f. 15.5. 1968, Pétur kerfisfræðingur, f. 24.12. 1970, Halldóra flugmaður, f. 7.1. 1974.

Menntun

Stúdentspróf frá MR 1959. BA-próf í sagnfræði frá HÍ 1966.

Starfsferill

Blaðamaður og fréttastjóri á Tímanum 1961-1964. Fréttastjóri Vísis 1964-1966. Ritstjóri Vísis 1966-1975. Ritstjóri Dagblaðsins 1975-1981. Ritstjóri DV 1981-2001. Ritstjóri Fréttablaðsins 2002. Útgáfustjóri Eiðfaxa ehf. 2003-2005. Leiðarahöfundur DV 2003-2005. Ritstjóri DV 2005-2006. Stundakennari í blaðamennsku við símennt Háskólans í Reykjavík 2006-2008. Eftirlaunamaður og bloggari 2008-. Yfir 17.000 greinar Jónasar eru aðgengilegar á www.jonas.is.

Önnur störf

Fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands, Íslandsnefndar International Press Institute, Rotaryklúbbs Seltjarnarness, skólanefndar Seltjarnarness, fræðsluráðs Reykjanesumdæmis, Blaðaprents hf., M-klúbbsins, fræðslunefndar Fáks og ferðanefndar Fáks.

Ritstörf

Líf í borg, 1973. Kóngsins Kaupmannahöfn, 1981, 2. útg. 1989. Heimsborgin London, 1983, 2. útg. 1988. Ævintýralega Amsterdam, 1984, 2. útg. 1992. París, heimsins höfuðprýði, 1985. New York, nafli alheimsins, 1988. Heiðajarlar, 1989. Ættfeður, 1990. Madrid og menningarborgir Spánar, 1991. Heiðurshross, 1991. Aldna og unga Róm, 1992. Merakóngar, 1992. Hagahrókar, 1993. Heiðamæður I, 1994. Heiðamæður II, 1995. Feneyjar engu líkar, 1996. Fákalönd, 1996. Hestaþing I, 1997. Hestaþing II, 1998. Víkingar I, 1999. Landsmót 2000, 2000. Víkingar II, 2001. Hrossanöfn, 2002. Frjáls og óháður, 2009. Þúsund og ein þjóðleið, 2011. Forustugreinar í dagblöðum allar götur frá 1973, allar endurbirtar á veraldarvefnum (jonas.is). Veitingarýni í blöðum og tímaritum allar götur frá 1980, allar endurbirtar á veraldarvefnum (jonas.is). Gagnabanki um hrossarækt á veraldarvefnum (hestur.is). Erlend ferðarýni á veraldarvefnum (jonas.is). Safn íslenzkra þjóðleiða, gamalla og nýrra, á vefnum (jonas.is).