Námskeið

Sameiginlegt markmið námskeiðanna er að nemandi fái þekkingu og færni til að stunda allar tegundir blaðamennsku og fjölmiðlunar á prenti, í sjónvarpi, í útvarpi og í nýmiðlun á netinu.

Námið er efnismikið og gerir kröfur til nemandans um vinnu og verkefnaskil. Markmiðið er að útskrifa traust fjölmiðlafólk sem nær góðum árangri í starfi og hefur vald á öllum miðlum.

Námið er ótengt háskólabrautum í fjölmiðlafræði, heldur sett fram eins og iðnnám, sem byggist á reynslu starfandi blaðamanna, eins og hún birtist einkum í kennslubókum, sem þeir hafa skrifað.

Námsleiðin hentar vel fyrir þá sem vilja starfa sem sjálfstæðir og sjálfbærir fréttamenn á eigin vegum eða starfa á samþættum fjölmiðlum, sem spanna fleiri en eitt svið fjölmiðlunar í senn.

Fólk velur, hvort það tekur eitt námskeið eða fleiri, en sex námskeið saman mynda heildstætt nám. Fjórar greinar eru þá í kjarna; blaðamennska, textastíll, fréttamennska og nýmiðlun.

Markmiðið er, að nemandinn finni sínar sterku hliðar til að leggja áherzlu á í starfsumsóknum og í starfi og átti sig á veikum hliðum, sem hann þarf að styrkja.

Kennt er á námskeiðum, sem hvert fyrir sig býr yfir myndskeiðum 45 fyrirlestra, þar sem nemendur geta séð fyrirlestrana, heyrt þá og lesið; eftir sinni hentisemi hverju sinni.

Ennfremur felst námið í daglegum tölvusamskiptum nemanda og leiðbeinanda og í lausn verkefna á sviði fyrirlestranna. Samskiptin standa yfir í tvo mánuði á hverju námskeiði.

Hægt er að velja fyrirlestra eingöngu eða fyrirlestra með verkefnum og daglegum samskiptum við leiðbeinanda.

01 Textastíll

48 fyrirlestrar

Kenndur er alþýðlegur og einfaldur stíll, sem stefnir að skilningi notenda. Hvernig megi forðast klisjur og fagmál stétta. Skýrð er sagnalist að hætti fjölmiðla.

Spila

02 Blaðamennska

46 fyrirlestrar

Hugtök blaðamennsku eru kynnt. Farið yfir málsgreinina: Hver gerði hvað, hvar, hvenær, hvernig, hvers vegna og hvað svo. Kennd er viðtalatækni og aðferðir við skrif.

Spila

03 Nýmiðlun

49 fyrirlestrar

Námskeiðið fléttar saman kunnáttu í meðferð nýrra fjölmiðla. Nemendur fá þjálfun til starfa við fjölbreytta útgáfu. Raktar spár um næstu skref í þróun nýrra miðla.

Spila

04 Fréttamennska

46 fyrirlestrar

Kenndur eru störf fréttamanna við tímarit, dagblöð, útvarp, sjónvarp og nýja miðla. Kennt fréttamat, sannreynsla og heimildanotkun. Fjallað um fréttamenn á vettvangi atburða.

Spila

05 Miðlunartækni

17 fyrirlestrar

Fjallað er um margvíslega nútímatækni fjölmiðlunar, hugbúnað og tæki. Kennt er samspil margra miðlunarþátta og misjöfn framsetning efnis eftir birtingarformi.

Spila

06 Rannsóknir

46 fyrirlestrar

Helstu hugtök eru kynnt og aðferðir við rannsóknir eru kynntar. Sagt frá forgöngumönnum í rannsóknum og aðferðum þeirra. Þekktir rannsóknablaðamenn segja frá aðferðum sínum.

Spila

07 Ritstjórn

48 fyrirlestrar

Eðli stjórnunar er kynnt, samstarf ritstjóra og valdform þeirra. Bent á nýjar aðferðir við verkstjórn, þar sem höfundum er hjálpað til aukins þroska.

Spila

08 Fjölmiðlasaga

47 fyrirlestrar

Kennd er saga blaðamennsku og samspil tæknibreytinga. Rakin er saga myndmáls, talmáls, ritmáls og prentmáls frá örófi alda og þróun fjölmiðla á síðustu öldum.

Spila

50 Létta leiðin ljúfa

52 fyrirlestrar

Leiðbeinandi námskeiðsins hefur í hálfa öld haft reynslu af tilhneigingu til offitu. Oftast verið í hæfilegum holdum, en stundum rambað upp á við, mest í 125 kíló.

Spila