Strandasýsla

Þúfur

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá Skjaldabjarnarvík um Þúfur til Bjarnarfjarðar.

Þessi leið er líka kölluð Spónagata. Sæta verður sjávarföllum.

Þúfurnar eru þrír grasi vaxnir sandhólar. Sagan segir, að í neðsta hólnum sé skip Skjalda-Bjarnar, í miðhólnum séu gull hans og gersemar og að hann sé sjálfur heygður í efsta hólnum.

Förum frá Skjaldabjarnarvík með ströndinni austur í Þúfur. Síðan til suðurs um fjöru, kleifar og klettarið undir Rönd til Selvíkur og Skaufasels og áfram suðvestur undir fjallinu til Bjarnarfjarðar.

7,8 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta

Nálægar leiðir: Fossasdalsheiði, Reykjafjarðarháls, Miðstrandir, Drangajökull.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Þórisgata

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá Kaldrananesi í Bjarnarfirði um Þórisgötu að Bakkagerði í Steingrímsfirði.

Gömul póstleið, fjölfarin og vel vörðuð. Leiðin er merkt beggja vegna með skiltum.

Förum frá Kaldrananesi eftir Þórisgötu um Bringur og síðan austan Bæjarvatna. Suður um Kjöl og Bæjarháls. Þvínæst niður Berg og suðaustur að Bæ og síðan með vegi til Bakkagerðis.

6,5 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Urriðavötn, Seljavatn, Sandneshryggur, Pyttasundshæðir, Dimmudalir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Þaralátursnes

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá botni Þaralátursfjarðar um Þaralátursnes að gistihúsinu í Reykjarfirði.

Byrjum við ósinn fyrir botni Þaralátursfjarðar. Förum fyrst suðaustur fyrir ósinn og síðan norðvestur að Reykjarfjarðarhálsi og áfram norðaustur með strönd Þaralátursnes, að mestu um stórgrýttar fjörur. Við förum svo til baka suður eftir austurströndinni og komum að gistihúsinu í Reykjarfirði.

11,3 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta

Skálar:
Reykjarfjörður: N66 15.425 W22 05.372.

Nálægar leiðir: Reykjafjarðarháls, Svartaskarð, Furufjarðarnúpur, Skjaldabjarnarvík, Fossadalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Urriðavötn

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá Kaldrananesi í Bjarnarfirði um Urriðavötn til Hellu í Steingrímsfirði.

Förum frá Kaldrananesi fyrst vestur með þjóðvegi og síðan áfram til vesturs á brún Urriðaár, síðan til suðvesturs vestan Himbrimavatna, austan Urriðavatna um Björgin, um Miðmorgunshæð, að vegi 646 við Hellu.

10,6 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Þórisgata, Seljavatn, Sandneshryggur, Pyttasundshæðir, Dimmudalir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Tröllatunguheiði

Frá Svarfhóli í Króksfirði að Húsavík í Steingrímsfirði.

Farið er með bílvegi með nokkurri sumarumferð.

Förum frá Svarfhóli norðaustur um Bakka og Bakkadal eftir jeppavegi norður á fjallið. Áfram norðnorðaustur eftir fjallinu um Krókavatn og Laugavatn í 400 metra hæð. Síðan milli Hæðarvatns og Miðheiðarvatns. Áfram norðnorðaustur Tröllatunguheiði milli Arnkötludals að vestan og Tungudals að austan, niður Múla og í Tröllatungu, að vegi 61 við Húsavík.

18,9 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Bæjardalsheiði, Vatnadalur, Bakkafjall.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Trékyllisheiði

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá Djúpuvík í Reykjafirði um Trékyllisheiði að Geirmundarstöðum í Steingrímsfirði.

Trékyllisheiði var fyrrum alfaraleið, en reiðleiðin er fáfarin í seinni tíð. Nú liggur jeppaslóð um syðri hluta leiðarinnar. Djúpavík er yfirgefin verstöð frá árunum 1917-1954. Þar eru húsakynni síldarbræðslustöðvar, sem nú nýtast sem síldarminjasafn. Þekkt hótel er rekið í verbúðunum.

Förum frá Djúpuvík suðsuðvestur og upp Kjósarhjalla, síðan suður um Skeifnabrjót á Trékyllisheiði. Að lokum suður um Brennihlíðarhögg að Geirmundarstöðum.

20,6 km
Vestfirðir

Skálar:
Trékyllisheiði: N65 51.599 W21 40.479.

Nálægar leiðir: Göngumannaskarð, Kambur, Naustavíkurskarð, Staðarfjall, Háafell, Tagl, Bassastaðaháls.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Tagl

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá Trékyllisheiði um Tagl til Trékyllisvíkur eða Ingólfsfjarðar á Ströndum.

Byrjum á jeppaslóðinni yfir Trékyllisheiði, þar sem reiðslóðirnar liggja til austurs til Djúpuvíkur og Reykjarfjarðar. Við höldum hins vegar áfram jeppaslóðina norður að Búrfellsvatni og meðfram vatninu austanverðu að tagli Búrfells. Við förum austan þess og síðan til norðvesturs ofan við brúnir Reykjarfjarðar. Förum vestan við Miðaftanshæðir og austan við Náttmálahæðir og síðan norður um Tagl. Þar beygjum við til norðausturs og förum fyrir norðan Glissu og Eyrarfell. Við Eyrarfell beygjum við til norðurs og förum fyrir austan Haugsfjall. Komum þar á vegarslóða milli Trékyllisvíkur og Ingólfsfjarðar.

24,3 km
Vestfirðir

Jeppafært

Nálægar leiðir: Trékyllisheiði, Háafell, Krossnesmúli, Seljanesmúli, Brekkuskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Sölvamannagötur

Frá Fjarðarhorni í Hrútafirði að Sámsstöðum í Laxárdal.

Sölvamannagötur fóru menn af Norðurlandi að tína söl í Saurbæ. Hólamenn gerðu út stórar lestar vestur. Göturnar eru lítið farnar nú á tímum. Að ráði Njáls á Bergþórshvoli fór Gunnar á Hlíðarenda Norðurárdal og Holtavörðuheiði til Hrútafjarðar og svo Sölvamannagötur og Laxárdalsheiði til Hrúts á Höskuldsstöðum vegna Hallgerðar langbrókar. Þórður kakali reið heiðina 1238 með lið sitt á leið til Skagafjarðar að leita Kolbeins unga. Enn fór Þórður heiðina eftir yfirreið um Suðurland og Vesturland. Árið 1463 fór Einar Þorleifsson hirðstjóri um heiðina ásamt tólf öðrum. Vonzkuveður skall á og sumir örmögnuðust og urðu úti, en tveir riðu steindauðir og helfrosnir niður í Hrútafjörð. Einar sjálfur komst við illan leik til byggða.

Förum frá Fjarðarhorni beint norðvestur og upp heiðina nánast beina línu fyrir suðvestan Djúputjörn og um eyðibýlið Kvíslasel. Síðan meira til vesturs upp að þjóðvegi 59 yfir Laxárdalsheiði og fylgjum síðan þeim vegi. Til vesturs milli Sólheimabungu að sunnanverðu og Laxárvatns að norðanverðu. Áfram vestur með Laxá, framhjá Sólheimum og eyðibýlunum Pálsseli og Hólkoti að Sámsstöðum í Laxárdal.

22,6 km
Vestfirðir, Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Fáskrúð, Haukadalsskarð, Húnaþing.
Nálægar leiðir: Hólmavatnsheiði, Hrútafjarðará.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Svartaskarð

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá Furufirði um Svartaskarð til Óspakshöfða í Þaralátursfirði.

Heitar uppsprettur og sundlaug eru í Reykjafirði. Slóðin um Svartaskarð er grýtt og erfið og snjóþung á vetrum. Óspakshöfði er kenndur við Óspak þann, sem í Eyrbyggju fór ránsferðir um Vestfirði og bjó á Óspakseyri í Bitrufirði.

Förum frá sæluhúsinu í Furufirði suður yfir dalinn og þaðan ógreinilega sneiðinga suðsuðvestur og upp á Reiðhjalla. Þar verður slóðin skýrari og vel vörðuð austsuðaustur og upp í Svartaskarð í 420 metra hæð. Þar er gott útsýni til Drangajökuls. Úr skarðinu förum við austur um greinilegan sneiðing um hjalla og síðan austnorðaustur og niður varðaða götu til Óspakshöfða.

6,7 km
Vestfirðir

Skálar:
Furufjörður: N66 15.888 W22 14.152.

Nálægar leiðir: Reykjafjarðarháls, Skorarheiði, Bolungarvíkurbjarg, Furufjarðarnúpur, Þaralátursnes.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Steinadalsheiði

Frá Gilsfjarðarbrekku í Gilsfirði um Steinadalsheiði að Undralandi í Kollafirði.

Gamall bílvegur, áður fjölfarinn, en nú lítið notaður. Andrés Guðmundsson, sonur Guðmundar ríka, fór yfir Steinadalsheiði frá Felli í Kollafirði, þegar hann hertók Reykhóla frá þeim bræðrum Birni ríka Þorleifssyni og Einari Þorleifssyni.

Förum frá Gilsfjarðarbrekku. Stutt er að Kleifum, þangað sem leið liggur um Snartartunguheiði og önnur um Krossadal. Fylgjum þjóðvegi 69 alla leiðina um heiðina. Förum norður Brekkudal milli Brekkufjalls að vestan og Þverbrúnar að austan. Síðan norðaustur á Steinadalsheiði framhjá Heiðarvatni og svo norður Þórarinsdal og norðaustur Steinadal undir Nónfjalli að vestan. Dalurinn sveigir til austurs og endar við Undraland í Kollafirði milli bæjanna Stóra- og Litla-Fjarðarhorns.

15,1 km
Vestfirðir

Jeppafært

Nálægir ferlar: Krossárdalur, Bitruháls, Snartartunguheiði.
Nálægar leiðir: Vatnadalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Staðarfjall

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá Geirmundarstöðum í Selárdal um Staðarfjall til Staðar í Steingrímsfirði.

Leiðin er fremur brött upp með Þjóðbrókargili.

Förum frá Geirmundarstöðum eftir jeppaslóð norðvestur Selárdal og síðan áfram vestan Selár að Þjóðbrókargili. Síðan segir á Vestfjarðavefnum: “Er þá gengið upp með Þjóðbrókargili í Selárdal og heilsað upp á steinrunna tröllið Þjóðbrók sem forðum elti Gissur smalamann frá Stað. Gengið er hjá Steingrímshaugi þar sem Steingrímur trölli er dysjaður hæst á fjallinu ofan við Stað og síðan fram fjallið og niður með Kirkjutungum innan við Stað. Gönguleiðin yfir Staðarfjall var merkt árið 2004 af sjálfboðaliðahópi.”

12,9 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Kollabúðaheiði, Steinrímsfjarðarheiði, Trékyllisheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Snartartunguheiði

Frá Kleifum í Gilsfirði til Snartartungu í Bitrufirði.

Skemmtileg leið, en varasöm nálægt Kleifum, ef ekki er fylgt réttri slóð. Því er nauðsynlegt að kynna sér leiðina þar vel eða hafa kunnugan með í för. Að öðru leyti er hún þægileg yfirferðar.

Í gamla daga var oft farið til fjallagrasa á heiðina. Þjóðsögur segja frá huldufólki, sem hafði að plagsið að hnupla smáhlutum af grasafólki á fjalli. Förum frá Kleifum suður og upp Kleifar hjá Hafurskletti og ofan við Gullfoss upp á Snartartunguheiði. Hana förum við til suðausturs milli Lambavatns í austri og Grjótárlægða í vestri, og erum þar í 340 metra hæð. Förum síðan suðvestur um Torfalægðir niður í Norðdal, sunnan Eyrarfjalls og norðan Tungumúla. Förum austur Norðdal. Fyrir mynni dalsins er Snartartunga, þar sem mætast Norðdalur og Brunngilsdalur.

14,0 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Gaflfellsheiði, Krossárdalur.
Nálægar leiðir: Hölknaheiði, Steinadalsheiði, Vatnadalur.

Skrásetjari: Glaður, hestamannafélag
Heimild: Herforingjaráðskort

Skriðunes

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá Broddanesi í Kollafirði að Kjarlaksstöðum í Bitrufirði.

Gömul þjóðleið, notuð fyrir daga bílsins.

Falleg leið á þjóðsagnaslóðum og sumpart um friðlýsta og stórbrotna náttúru. Norðan til í Stigavík eru Broddar, sem bæir í nágrenninu eru kenndir við. Við klettana á að vera dys Brodda gamla. Þar er sagður fólginn fjársjóður. Stigaklettur heitir eftir þrepum upp á klettinn, sem notaðar voru, áður en einstigið var breikkað. Gott útsýni er til fjalla í Húnaþingi, þegar komið er út fyrir Enni. Í Tólfmannaurð er sagt, að tólf bændur hafi farizt í skriðu. Efst í fjallinu er Arnarstapi og var þar lengi arnarhreiður. Í Kýrhamri var sagt búa hamratröll. Draugurinn Ennismóri var talinn fylgja fólki af Ennisætt frá Skriðinsenni. Sérgrein hans var að fikta í rafkerfi bíla.

Förum frá Broddanesi austur með ströndinni um Lönguvík, Sýrvík, Ólafsvík og Stigavík undir Ennishöfða. Í sunnanverðri Stigavík þarf að gæta sjávarfalla, annars þurfum við að klöngrast um skriðu ofan við víkina. Yzt á nesinu er Stigaklettur, þar sem er einstigi, sem hefur verið breikkað og gert hestfært. Næst förum við suður ströndina um ógreiðfæra Tólfmannaurð. Á leiðinni komum við að þverhníptum Kýrhamri, sem Guðmundur biskup góði vígði að hluta. Við förum um Skriðinsenni og komum að lokum aftur að vegi 61 við Kjarlaksstaði.

7,5 km
Vestfirðir

Nálægir ferlar: Bitruháls.
Nálægar leiðir: Hamarssneiðin, Steinadalsheiði, Spákonufell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skjaldabjarnarvík

Frá Reykjafirði um Skjaldabjarnarvík að Krákutúni í Meyjardal.

Heitar uppsprettur og sundlaug eru í Reykjafirði. Skjaldabjarnarvík er breið og skerjótt vík austan undir Geirólfsnúpi, opin fyrir íshafinu. Yfir Bjarnarfjarðará er bezt að fara um leirurnar í fjörunni.

Förum frá Reykjafirði út fyrir Sigluvíkurnúp í Sigluvík og upp Sigluvíkurdal á Sigluvíkurskarð. Næst niður Norðdal til Skjaldabjarnarvíkur. Þaðan suðvestur Sunndal og suður um Hjarrandaskarð yfir Randafjall og um sneiðinga niður í Bjarnarfjörð. Síðan vestur fyrir botninn og austur með firði að sunnan að Krákutúni.

18,7 km
Vestfirðír

Skálar:
Reykjarfjörður: N66 15.425 W22 05.372.
Skjaldabjarnarvík: N66 14.457 W21 57.359.

Nálægar leiðir: Fossasdalsheiði, Reykjafjarðarháls, Miðstrandir, Drangajökull, Þaralátursnes.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skálmardalsheiði

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá þjóðvegi 60 í Skálmardal norður Skálmardalsheiði að þjóðvegi 61 í Gervidal.

Vel vörðuð leið.

Í brekkunum niður í Gervidal er Butraldabrekka, þar sem Þorgeir Hávarðsson drap Butralda samkvæmt Fóstbræðrasögu. Björn Jónsson á Kirkjubóli á Bæjarnesi, faðir Péturs Björnssonar skipstjóra á Gullfossi, fór með hjú og búsmala um heiðina, þegar hann flutti að vori að Hóli í Ketildal í Dýrafirði árið 1895. Virðist hafa komið niður í Húsadal í Mjóafirði, gist þar eina nótt til að ala búsmalann. Hélt síðan á Glámu, sem var snævi þakin niður í Dýrafjarðarbotn. Lilja Björnsdóttir skáldkona, dóttir Björns, skráði söguna.

Byrjum við þjóðveg 60 í Skálmardal. Förum beint norður, fyrst fram Skálmardal, síðan upp Tungur á Skálmardalsheiði, svo vestan við Dúpavatn, í 500 metra hæð, bratt niður Grísatungur í Gervidal, norður dalinn á þjóðveg 61 við eyðibýlið Kleifakot.

17,8 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Svínanes, Bæjarnes, Glámuheiði, Eyrarfjall.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort