01 Textastíll

Kenndur er alþýðlegur og einfaldur stíll, sem stefnir að skilningi notenda. Hvernig megi forðast klisjur og fagmál stétta. Skýrð er sagnalist að hætti fjölmiðla.

Kennt er að forðast algengar stílvillur. Nemendur kunni að haga textalengd eftir aðstæðum hverju sinni. Farið yfir rennsli texta, fegurð og tón í texta.

Markmiðið er, að nemandinn finni sínar sterku hliðar til að leggja áherzlu á í starfsumsóknum og í starfi. Og átti sig á veikum hliðum, sem hann þarf að styrkja.

Kennt er í myndskeiðum 45 fyrirlestra, þar sem nemendur geta séð 45 fyrirlestra, heyrt þá og lesið eftir sinni hentisemi.

Ennfremur felst námið í daglegum tölvusamskiptum nemanda og leiðbeinanda og í lausn verkefna á sviði fyrirlestranna. Samskiptin standa yfir í tvo mánuði á hverju námskeiði.

Hægt er að velja fyrirlestrana eingöngu eða fyrirlestrana að meðtöldum verkefnum og daglegum samskiptum við leiðbeinanda.