Ísafjarðarsýslur

Norðureyrargil

Frá Meiribakka í Skálavík til Norðureyrar í Súgandafirði.

Snarbratt í Bakkaskarði, en ekki klettar. Af brún Norðureyrargils er mikið útsýni yfir Súgandafjörð.

Förum frá Meiribakka eða Ásgerðarbúð suðsuðvestur í Bakkadal og síðan suðvestur upp snarbratt Bakkaskarð norðan megin í dalbotninum. Suður fjallið í 520 metra hæð og fram á brún Norðureyrargils. Förum þar suður og niður að Norðureyri.

5,3 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Erfitt fyrir göngufólk
Mjög bratt

Skálar:
Ásgerðarbúð: N66 10.887 W23 28.530.

Nálægar leiðir: Hraunsdalur, Skálavíkurheiði, Ófæra, Bakkaskarð, Súgandi.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Nesdalsskarð

Frá Hrauni á Ingjaldssandi um Nesdalsskarð að Nesdal.

Þægileg leið á gömlum jeppaslóða. Í Nesdal er skeljasandsfjara.

Förum frá Hrauni suðvestur hlíðina upp í Hraunsdal. Síðan vestur Hraundal upp að Nesdalsskarði. Norðvestur skarðið í 390 metra hæð og áfram norðvestur Nesdal og fyrir norðan Nesdalsvatn að neyðarskýlinu í Nesdal.

7,4 km
Vestfirðir

Skálar:
Nesdalur: N66 02.497 W23 48.283.

Jeppafært

Nálægar leiðir: Sandsheiði

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Mjólká

Frá Rauðstöðum í Borgarfirði í Arnarfirði um Mjólkárvirkjun suður á Þingmannaheiði í Barðastrandarsýslu.

Farið er eftir seinfarinni jeppaslóð.

Mjólká á upptök sín á Glámuhálendinu og rennur til Borgarfjarðar í botni Arnarfjarðar. Mjólkárfossar voru virkjaðir á árunum 1955-58 og virkjunin framleiðir 24 MW.

Förum frá Rauðstöðum austur dalinn með Hofsá og síðan suður um Norðurhvilft upp á Borgarboga og suðvestur að Mjólká. Þaðan suður fjallið ofan við Afreksdal að vestanverðu, austan við Eyjarvatn og vestan við Stóra-Eyjarvatn. Þaðan til suðurs fyrir austan Öskjuvatn og til suðausturs fyrir sunnan Hólmavatn. Síðan suður á leiðina um Þingmannaheiði rétt vestan sæluhússins á heiðinni.

28,0 km
Vestfirðir

Skálar:
Þingmannaheiði: N65 38.240 W22 58.020.

Jeppafært

Nálægar leiðir: Glámuheiði, Afréttardalur, Þingmannaheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Mannfjall

Frá Hesteyri í Hesteyrarfirði um Mannfjall til Látra í Aðalvík.

Í Árbók FÍ 1994 segir: “Grónar brekkur með melhryggjum á milli ganga uppúr Stakkadal á fjallið. Brekkurnar kallast Stakkadalsbrekkur og er farið um þær til Hesteyrar, greiðfæran fjallveg, þar sem hjarnfannir leysir aldrei til fulls.” Leið þessi er oft kölluð Stakkadalur.

Förum frá Hesteyri norðvestur um Hesteyrardal um góðan veg í Hesteyrarskarð í 280 metra hæð. Þar skiptast leiðir, Önnur liggur vestur og niður í Miðvík, en þessi liggur norðvestur heiðina um skýra götu, rudda og vel varðaða, en víða grýtta nálægt vörðunum. Síðan niður Stakkadal og um túnin á bænum Stakkadal til Aðalvíkur. Þaðan er farið yfir Stakkadalsós norðvestur að Látrum. Ýmis vöð er á ósnum, allt frá fjöru upp að Stakkadalsvatni.

6,1 km
Vestfirðir

Skálar:
Látrar: N66 23.555 W23 02.200.

Nálægar leiðir: Kjölur, Rekavík, Aðalvík, Hesteyrarskarð, Þverdalsdrög.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Lónafjörður

Frá Sópanda í Lónafirði með fjörum til Kvía í Lónafirði.

Sæta þarf sjávarföllum.
Gengið er eftir rifi, sem er 300 metra frá landi.

Förum frá Sópanda með fjörum alla leið. Við förum vestur og norður fyrir Einbúa í Miðkjós. Förum fjörur vestur í Rangala. Höldum áfram fjöruna suður og suðvestur að Kvíum.

13,0 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta

Nálægar leiðir: Fannalág, Sópandi, Snókarheiði, Rangalaskarð, Töfluskarð, Kvíafjall, Töfluskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Lokinhamrar

Frá Hrafnseyri í Arnarfirði út með ströndinni og inn Dýrafjörð að Þingeyri.

Hrikalegur jeppavegur í lóðréttum sjávarhömrum, berggöngum fjörubrimi og skriðum. Veldur oft skelfingu vegfarenda, en er í rauninni auðfarinn. Í Hrafnholunum má sjá í surtarbrandslögum leifar 14 milljón ára gamalla rauðviðartrjáa, sem uxu á heittempruðum tertier-tíma. Þar eru 85 cm breið tré, sem hafa verið 200 ára gömul, þegar hraun rann yfir þau. Á Hrafnseyri bjó Hrafn Sveinbjarnarson, einn af höfðingjum Sturlungaaldar og mestur læknir þess tíma, átti í deilum við Vatnsfirðinga og féll í bardaga á Hrafnseyri, sem þá hét Eyri. Jón Sigurðsson forseti fæddist á Hrafnseyri og ólst þar upp. Þar er nú safn til minningar um hann.

Förum frá Hrafnseyri vestur með strönd Arnarfjarðar, um Bauluhúsaskriður að Álftamýri. Síðan undir Veturlandafjalli um fjöru við Stapa og Skútabjörg undir hrikalegum Skeggja og um skriður að Lokinhömrum. Því næst vestur fyrir Tóarfjall að Dýrafirði um vitann í Svalvogum. Um Ófæruvík og fyrir Eyrarfjall, sumpart í þræðingi í Hrafnholunum á mjóum klettasillum með standbergi fyrir ofan og neðan. Síðan að Haukadal og með ströndinni að Búðardal.

40,9 km
Vestfirðir

Skálar:
Svalvogar: N65 54.396 W23 50.693.

Nálægar leiðir: Lokinhamraheiði, Álftamýrarheiði, Glámuheiði, Göngudalsskarð, Kvennaskarð, Hauksdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Lokinhamraheiði

Frá Lokinhömrum í Arnarfirði um Lokinhamraheiði að Húsatúni í Haukadal í Dýrafirði.

Erfið yfirferðar, brött beggja vegna.

Haukadalur er helzta sögusvið Gísla sögu Súrssonar. Hann bjó á Gíslahóli, þar sem enn eru tóftir. Innan við Lambadal eru Annmarkastaðir, þar sem Auðbjörg galdrakerling bjó. Yzt í dalnum er Seftjörn, þar sem háðir voru íshnattleikir í sögunni. Í fjörunni var einn helzti áningarstaður franskra fiskimanna á Vestfjarðamiðum.

Förum frá Lokinhömrum austur Lokinhamradal sunnanverðan undir Skeggja. Þaðan norðvestur um bratta sneiðinga upp á Lokinhamraheiði í 680 metra hæð. Heiðin er stutt, fimm-sex skref. Síðan strax í bröttum sneiðingum norðaustur og niður í Lambadal og áfram út í Haukadal. Þaðan norður að Húsatúni.

11,8 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Lokinhamrar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Leirufjall

Frá Leirufirði til Kjósarfjarðar.

Jökuláin í Leirudal heitir Fjörðurinn.

Í árbók FÍ 1994 segir: “Grunnt er fyrir firðinum og útfiri og þornar á leirunum á fjöru. Þá er vel vætt yfir kvíslarnar og má halda yfir Fjörðinn allgóðan spöl innan við Dynjandisá í stefnu á Kjósarháls hinu megin. Á móts við bæjarstæðið á Leiru er farið yfir Fjörðinn á flæði, kallast þar Eyrar og eru þá vöð valin eftir því sem verða vill skáhallt inn yfir leirurnar. Sandkvikur geta leynst í botninum.”

Förum frá Dynjanda vestsuðvestur inn fjörðinn, norðaustur yfir Leiru, norður um Leirufjall í Kjósarfjörð.

5,5 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir göngufólk

Nálægar leiðir: Hrafnfjörður, Dynjandisskarð, Öldugilsheiði, Rjúkandisdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Langidalur

Frá Arngerðareyri í Ísafirði yfir í Langadal á leiðina um Þorskafjarðarheiði.

Reiðleiðin um Þorskafjarðarheiði er ekki hin sama og bílvegurinn er núna. Förum frá Arngerðareyri suður og upp Glennu á Arngerðareyrarháls. Síðan suður og niður í Langadal á reiðleiðina um Þorskafjarðarheiði sunnan við Brekku í Langadal.

5,1 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Þorskafjarðarheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Lambadalsskarð

Frá Ketilseyri í Dýrafirði að Seljalandi í Álftafirði.

Löng leið, erfið og ill yfirferðar, en sjálf heiðin er stutt.

Förum frá Ketilseyri norður Lambadal og norðaustur Lambadalsdrög um Lambadalsskarð í 820 metra hæð. Síðan norðvestur Seljalandsdal að Seljalandi í Álftafirði.

15,6 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Hestskarð vestra, Þóruskarð, Álftafjarðarheiði, Hestfjarðarheiði, Glámuheiði nyrðri.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Kýrskarð

Frá sæluhúsinu í Látravík um Kýrskarð að slóð um Hornvík.

Úr því að kýr hafa farið skarðið, hljóta hestar að fara það líka, þótt ekki sé fjallið árennilegt.

Förum frá sæluhúsinu í Látravík beint vestur í Kýrskarð í 320 metra hæð. Þaðan vestnorðvestur og niður með Kýrá að Hafnarósi og slóð um Hornvík.

3,3 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta

Skálar:
Látravik: N66 24.641 W22 22.741.

Nálægar leiðir: Hornstrandir, Almenningsskarð, Atlaskarð, Rangalaskarð, Hafnarskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Kvíafjall

Frá Kvíum í Lónafirði til Steigar í Veiðileysufirði.

Vandlega vörðuð leið og auðrötuð. Fjölfarin fyrr á öldum.

Í Árbók FÍ 1994 segir: “Bratt er upp að fara hvort sem farið er upp frá Kvíum eða Steig og í hvora átt sem farið er liggur leið af hjalla á hjalla, sem hið neðra eru vaxnir kjarri, blómstóðum og burknabreiðum en þá ofar dregur og upp er komið verður vart fyrir gróðurtægja, alls staðar berar klappir og fannir í lágum milli stórgrýtisurða, sem hin varðaða leið liggur um … Af Kvíarfjalli er tilkomumikil útsjón.”

Förum frá Kvíum norður á Kvíafjall í 460 metra hæð. Síðan norður og norðvestur með Bæjarhorni að Steig í Veiðileysufirði.

6,0 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Hafnarskarð, Djúpahlíð, Lónafjörður, Töfluskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Kvennaskarð

Frá Tjaldanesi í Arnarfirði um Göngudalsskarð að Þverá í Brekkudal í Dýrafirði.

Þessi leið er ekki fær hestum.

Tjaldanesdalur er leif af elztu megineldstöð landsins, Tjaldaneseldstöðinni, og sér þess merki í gabbró og litskrúðugu líparíti. Hér er mikið berjaland. Litlar vörður í dalnum auðvelda ferð.

Förum frá Tjaldanesi norðnorðvestur Tjaldanesdal vestan árinnar. Við Selalæk sveigjum við til austurs og síðan til norðurs upp í Kvennaskarð í 640 metra hæð. Þaðan förum við norðaustur og niður í Galtardal og síðan norður á þjóðveg 60 við Þverá í Brekkudal.

11,3 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Lokinhamrar, Álftamýrarheiði, Glámuheiði, Sandafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Kollafjarðarheiði

Frá Fjarðarhorni í Kollafirði til Laugabóls í Ísafirði.

Gamla þjóðleiðin með þéttum vörðum liggur víða rétt við bílveginn. Stikaða leiðin á kortinu er jeppaslóðin.

Á nítjándu öld fluttu Breiðfirðingar vertíðarskip sín á trjábolum yfir heiðina, 25 kílómetra. Væntanlega hafa þeir dregið þau á hestum. Í Sturlungu segir, að menn Hrafns Oddssonar á Eyri hafi flutt stórskip yfir heiðina.

Byrjum við þjóðveg 60 um Barðastrandarsýslu hjá Fjarðarhorni í Kollafirði. Förum norður Fjarðarhornsdal undir Múlafjalli að austan og Seljalandsmúla að vestan og síðan norður meðfram Fjarðarhornsá upp Fjalldal. Svo vestan Borgavatna norður á Kollafjarðarheiði, þar sem við náum 500 metra hæð. Síðan í bröttum sneiðingum niður Kamb milli Geitadals að vestan og Húsadals að austan, og loks norður allan kjarri vaxinn Laugabólsdal að Laugabóli.

23,3 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Bæjarnes, Kálfadalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Klúkuheiði

Frá Kirkjubóli í Önundarfirði á Sandsheiðarveg milli Ingjaldssands í Önundarfirði og Gerðhamra í Dýrafirði.

Ill yfirferðar, en var þó farin á hestum. Þorvaldur Thoroddsen taldi sig ekki hafa farið verri fjallveg.

Byrjum við þjóðveg 625 hjá Kirkjubóli í Valþjófsdal. Förum suðvestur Valþjófsdal alveg inn í botn, síðan bratt suðvestur á Klúkuheiði í 590 metra hæð og loks suðvestur á þjóðveg 624 um Sandsheiði.

5,3 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta

Skálar:
Guðnabúð: N65 59.437 W23 38.447.

Nálægar leiðir: Sandsheiði, Hrafnaskálarnúpur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort