Lokinhamraheiði

Frá Lokinhömrum í Arnarfirði um Lokinhamraheiði að Húsatúni í Haukadal í Dýrafirði.

Erfið yfirferðar, brött beggja vegna.

Haukadalur er helzta sögusvið Gísla sögu Súrssonar. Hann bjó á Gíslahóli, þar sem enn eru tóftir. Innan við Lambadal eru Annmarkastaðir, þar sem Auðbjörg galdrakerling bjó. Yzt í dalnum er Seftjörn, þar sem háðir voru íshnattleikir í sögunni. Í fjörunni var einn helzti áningarstaður franskra fiskimanna á Vestfjarðamiðum.

Förum frá Lokinhömrum austur Lokinhamradal sunnanverðan undir Skeggja. Þaðan norðvestur um bratta sneiðinga upp á Lokinhamraheiði í 680 metra hæð. Heiðin er stutt, fimm-sex skref. Síðan strax í bröttum sneiðingum norðaustur og niður í Lambadal og áfram út í Haukadal. Þaðan norður að Húsatúni.

11,8 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Lokinhamrar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort