Lambadalsskarð

Frá Ketilseyri í Dýrafirði að Seljalandi í Álftafirði.

Löng leið, erfið og ill yfirferðar, en sjálf heiðin er stutt.

Förum frá Ketilseyri norður Lambadal og norðaustur Lambadalsdrög um Lambadalsskarð í 820 metra hæð. Síðan norðvestur Seljalandsdal að Seljalandi í Álftafirði.

15,6 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Hestskarð vestra, Þóruskarð, Álftafjarðarheiði, Hestfjarðarheiði, Glámuheiði nyrðri.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort