Kvennaskarð

Frá Tjaldanesi í Arnarfirði um Göngudalsskarð að Þverá í Brekkudal í Dýrafirði.

Þessi leið er ekki fær hestum.

Tjaldanesdalur er leif af elztu megineldstöð landsins, Tjaldaneseldstöðinni, og sér þess merki í gabbró og litskrúðugu líparíti. Hér er mikið berjaland. Litlar vörður í dalnum auðvelda ferð.

Förum frá Tjaldanesi norðnorðvestur Tjaldanesdal vestan árinnar. Við Selalæk sveigjum við til austurs og síðan til norðurs upp í Kvennaskarð í 640 metra hæð. Þaðan förum við norðaustur og niður í Galtardal og síðan norður á þjóðveg 60 við Þverá í Brekkudal.

11,3 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Lokinhamrar, Álftamýrarheiði, Glámuheiði, Sandafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort