Lónafjörður

Frá Sópanda í Lónafirði með fjörum til Kvía í Lónafirði.

Sæta þarf sjávarföllum.
Gengið er eftir rifi, sem er 300 metra frá landi.

Förum frá Sópanda með fjörum alla leið. Við förum vestur og norður fyrir Einbúa í Miðkjós. Förum fjörur vestur í Rangala. Höldum áfram fjöruna suður og suðvestur að Kvíum.

13,0 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta

Nálægar leiðir: Fannalág, Sópandi, Snókarheiði, Rangalaskarð, Töfluskarð, Kvíafjall, Töfluskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort