Nesdalsskarð

Frá Hrauni á Ingjaldssandi um Nesdalsskarð að Nesdal.

Þægileg leið á gömlum jeppaslóða. Í Nesdal er skeljasandsfjara.

Förum frá Hrauni suðvestur hlíðina upp í Hraunsdal. Síðan vestur Hraundal upp að Nesdalsskarði. Norðvestur skarðið í 390 metra hæð og áfram norðvestur Nesdal og fyrir norðan Nesdalsvatn að neyðarskýlinu í Nesdal.

7,4 km
Vestfirðir

Skálar:
Nesdalur: N66 02.497 W23 48.283.

Jeppafært

Nálægar leiðir: Sandsheiði

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort