Ísafjarðarsýslur

Skötufjarðarheiði

Frá Heydal í Mjóafirði að Borg í Skötufirði.

Bratt er að fara niður í Skötufjörð og verður að fara þar með gát. Einnig er bratt niður í Heydal.

Förum frá Heydal vestur Heydal og síðan upp norðurfjallið á Skötufjarðarheiði. Förum sunnan og vestan við háheiðina og þaðan norður um Garðalág bratt niður í botn Skötufjarðar. Þaðan um Almenninga norður að Borg.

13,8 km
Vestfirðir

Mjög bratt

Nálægar leiðir: Grafaskarð, Glámuheiði nyrðri, Gljúfradalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skorarheiði

Frá Hrafnfirði í Jökulfjörðum til Furufjarðar á Ströndum.

Ágætur reiðvegur, alfaraleið á fyrri öldum. Strandamenn höfðu viðskipti á Ísafirði og létu flytja sér vöru í Hrafnfjörð. Drógu hana síðan á sleðum yfir Skorarheiði.

Förum frá sæluhúsinu í Hrafnfjarðarbotni eftir ruddri slóð til suðausturs upp með Skorará, um Andbrekkur og Skorardal. Síðan suðaustur um bratta sneiðinga upp á heiðina og fyrir sunnan Skorarvatn á Skorarheiði í 200 metra hæð. Þaðan austur Furufjörð að sæluhúsinu við sjó í Furufirði.

6,5 km
Vestfirðir

Skálar:
Hrafnfjörður: N66 15.989 W22 22.672.
Furufjörður: N66 15.888 W22 14.152.

Nálægar leiðir: Hrafnfjörður, Bolungarvíkurbjarg, Svartaskarð, Furufjarðarnúpur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skjaldabjarnarvík

Frá Reykjafirði um Skjaldabjarnarvík að Krákutúni í Meyjardal.

Heitar uppsprettur og sundlaug eru í Reykjafirði. Skjaldabjarnarvík er breið og skerjótt vík austan undir Geirólfsnúpi, opin fyrir íshafinu. Yfir Bjarnarfjarðará er bezt að fara um leirurnar í fjörunni.

Förum frá Reykjafirði út fyrir Sigluvíkurnúp í Sigluvík og upp Sigluvíkurdal á Sigluvíkurskarð. Næst niður Norðdal til Skjaldabjarnarvíkur. Þaðan suðvestur Sunndal og suður um Hjarrandaskarð yfir Randafjall og um sneiðinga niður í Bjarnarfjörð. Síðan vestur fyrir botninn og austur með firði að sunnan að Krákutúni.

18,7 km
Vestfirðír

Skálar:
Reykjarfjörður: N66 15.425 W22 05.372.
Skjaldabjarnarvík: N66 14.457 W21 57.359.

Nálægar leiðir: Fossasdalsheiði, Reykjafjarðarháls, Miðstrandir, Drangajökull, Þaralátursnes.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skálavíkurheiði

Frá Bolungarvík til Skálavíkur.

Skálavík var mikil verstöð. Um aldamótin 1900 bjuggu þar um 100 manns. En allt er þar nú komið í eyði. Mikil umferð var um heiðina, þegar allt lék í lyndi. Þar eru tvær myndarlegar vörður með trékrossi, Hærri-Kross og Lægri-Kross.

Förum frá Bolungarvík vestur um Hlíðardal og Heiðarskarð í 320 metra hæð, niður Hraunagarð að sjó í Skálavík.

11,7 km
Vestfirðír

Skálar:
Ásgerðarbúð: N66 10.887 W23 28.530.

Nálægar leiðir: Bakkaskarð, Ófæra, Grárófuheiði, Heiðarskarð, Gilsbrekkuheiði, Geirsteinshvilft, Hraunsdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skálarkambur

Frá Hælavík um Skálarkamb til Hlöðuvíkur.

Í Árbók FÍ 1994 segir: “ er talinn einn erfiðasti fjallvegur í Sléttuhreppi að vetrarlagi og illfær hestum en er skemmtileg leið á sumardag. Skýr slóði fer í sneiðingum um hlíðina upp á efstu brún … Farið er á stíginn upp Skálarkamb frá Búðum í Hlöðuvík yfir Skálarlæk og upp Skálarbrekku, grasigróna skriðu en ofan hennar taka við nakin klettabelti. Á fyrstu áratugum [tuttugustu] aldar var slóðinn upp brekkuna ruddur og njóta þeir sem leggja leið um Kambinn enn þeirra mannaverka. Ærið bratt er upp að vestanverðu en gatan liggur ávallt á snið og léttir það gönguna. Ekki er nema atlíðandi í austur þegar upp á kambinn er komið, en þá er farið á hjalla af hjalla ofan til Hælavíkur ellegar um Atlaskarð áfram í Hafnarbás.”

Förum frá Hælavík suður fyrir vestan Ófærubjarg og beygjum til vesturs á Skálarkamb í 320 metra hæð. Förum afar bratt vestur og niður í Skál og síðan um Skálarbrekku niður að eyðibýlinu Búðum. Áfram suðvestur með sjó að sæluhúsinu í Hlöðuvík.

5,7 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta
Mjög bratt

Skálar:
Hlöðuvík: N66 24.860 W22 40.520.

Nálægar leiðir: Atlaskarð, Hlöðuvíkurskarð, Kjaransvíkurskarð, Almenningar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Skarðadalur

Frá Sæbóli í Aðalvík um Skarðadal að Sléttu á Sléttunesi.

Förum frá Sæbóli suðaustur með Lækjarfjalli, sunnan við Staðarvatn og síðan suður Skarðadal. Þaðan förum við vestsuðvestur fyrir sunnan Teistavatn um Teistann í 280 metra hæð og um Garðanesgil niður að Sléttu.

8,7 km
Vestfirðir

Skálar:
Sæból: N66 20.596 W23 06.155.

Nálægar leiðir: Sléttuheiði, Slétta, Aðalvík.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Sandsheiði

Frá Núpi í Dýrafirði að Sæbóli á Ingjaldssandi í Önundarfirði.

Vel vörðuð á nítjándu öld.

Förum frá Núpi norðvestur ströndina undir Breiðhillu. Síðan norður Gerðhamradal og upp Gyrðisbrekku, norðvestur um Sandsheiði í 540 metra hæð. Þá norður og niður í suðvesturhlíðum Brekkudals og undir Þorsteinshorni. Að lokum út að Sæbóli.

18,0 km
Vestfirðir

Skálar:
Guðnabúð: N65 59.437 W23 38.447.

Nálægar leiðir: Klúkuheiði, Nesdalsskarð, Hrafnaskálarnúpur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Sandafell

Frá Þingeyri við Dýrafjörð á Álftamýrarheiðarleið milli Kirkjubóls í Dýrafirði og Álftamýrar í Arnarfirði.

Förum frá Þingeyri suður úr bænum og fyrir suðausturendann á Sandafelli. Síðan vestur í Brekkudal og upp með ánni suður að Bakka. Þaðan til vesturs norðan við Bakkahorn að Múla, þar sem við komum á Álftamýrarheiðarleið milli Kirkjubóls í Dýrafirði og Álftamýrar í Arnarfirði.

5,3 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Álftamýrarheiði, Göngudalsskarð, Kvennaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Rjúkandisdalur

Frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd um Rjúkandisdal að Leiru í Leirufirði.

Förum frá Unaðsdal norðaustur Rjúkandisdal austan við Rjúkandisá. Til norðurs austan við Rjúkandisvatn og um Öldugilsdal norður á Fremstafell. Síðan austan við Öldugilsheiðarvatn norður í Öldugilsheiðarskarð í 550 metra hæð milli tveggja hóla. Þar komum við inn á leið um Öldugilsheiði. Þar taka við hjallar með lágum klettum. Klettabrún blasir við í norðri, Krubbuhorn syðra. Við förum austan við hornið og stefnum á bæinn Leiru. Hlíðin er brött, en vel gróin.

14,0 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Öldugilsheiði, Dynjandisheiði, Kaldalón, Vébjarnarnúpur, Leirufjall, Hrafnfjörður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Reykjafjarðarháls

Frá Þaralátursfirði til Reykjafjarðar á Ströndum.

Heitar uppsprettur og sundlaug eru í Reykjafirði. Samkvæmt Vestfjarðavefnum er farið mun utar og austar í Þaralátursfirði og er leiðin þá styttri um hálsinn. Þar er henni lýst frá suðri til norðurs og segir svo: “Gengið er um skarð milli kletta og upp á Reykjafjarðarháls frá sundlauginni í Reykjafirði. Þaðan er leiðin vörðuð yfir til Þaralátursfjarðar. Komið er niður við svonefnda Viðarskálavík þar sem sjá má rústir gamalla beitarhúsa. Hlíðin inn í fjarðarbotninn er stórgrýtt og því er betra að ganga ofarlega í Steinbogahlíð og fylgja gömlum fjárgötum þar til komið er niður að Steinbogalæk rétt utan við Sandshorn. Hægt er að vaða ósinn á fjöru, annars þarf að fara ofar en það er mun torfærara.” En ég lýsi leiðinni aðeins öðruvísi eins og hún er á herforingjaráðskorti.

Byrjum í Þaralátursfirði. Förum suður fyrir lónið vestanvert að Óspakshöfða. Þaðan förum við um sneiðing suður og síðan austur á Reykjafjarðarháls í 140 metra hæð. Síðan áfram norðaustur brekkurnar niður að gistihúsinu í Reykjafirði.

5,5 km
Vestfirðir

Skálar:
Reykjarfjörður: N66 15.425 W22 05.372.

Nálægar leiðir: Fossadalaheiði, Þúfur, Skjaldabjarnarvík, Svartaskarð, Furufjarðarnúpur, Þaralátursnes.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Rekavík

Frá Látrum í Aðalvík til Rekavíkur bak Látrum.

Förum frá Látrum norðaustur með Grasdalsfjalli og síðan norðvestur með fjallinu og sunnan Rekavíkurvatns að Rekavík bak Látrum.

5,0 km
Vestfirðir

Skálar:
Látrar: N66 23.555 W23 02.200.

Nálægar leiðir: Kjölur, Mannfjall, Aðalvík.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Rangalaskarð

Frá sæluhúsinu í Hornvik um Rangalaskarð til botns Lónafjarðar að Rangala.

Erfið leið og óvörðuð.

Fallegir fossar eru norðan Rangalaskarðs.

Förum frá sæluhúsinu í Hornvík suður Höfn, yfir Víðirsá, Torfadalsá og Selá og áfram beint suður í Rangalaskarð í 560 metra hæð. Síðan förum við suður með Rangalaá niður að Rangala.

11,9 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Skálar:
Hornvík: N66 25.666 W22 29.440.

Nálægar leiðir: Lónafjörður, Snókarheiði, Atlaskarð, Hafnarskarð, Kýrskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Ófæra

Frá Keflavík til Skálavíkur.

Stórgrýtt og ill yfirferðar. Ófæra er klettanef, sem ekki verður farið fyrir, heldur verður að klöngrast í klettunum. Hillan var lagfærð, en hefur lengi ekki verið farin.

Förum frá Keflavík fjöruna undir Öskubak um Skálavíkurfjörur, upp úr fjörunni við Ófæru og niður í hana aftur. Önnur leið milli þessara staða er um Bakkaskarð.

5,4 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Ekki fyrir göngufólk

Skálar:
Ásgerðarbúð: N66 10.887 W23 28.530.

Nálægar leiðir: Bakkaskarð, Skálavíkurheiði, Norðureyrargil.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Ófeigsfjarðarheiði

Frá Skjaldfönn á Langadalsströnd til Ófeigsfjarðar á Ströndum.

Heiðin var vel vörðuð, en margar eru fallnar.

Förum frá Skjaldfönn suðaustur Skjaldfannardal hjá eyðibýlunum Laugalandi og Hraundal, síðan austur Hraundal, sunnan megin Hraundalsár. Síðan í norðurhlíð Rauðanúps. Þar beygjum við aðeins til norðurs um Rjóður og upp á Borg í 480 metra hæð. Síðan austur yfir holtahryggi og melöldur á Ófeigsfjarðarheiði. Þar förum við norðan við vatnið Röng, förum yfir Hvalá. Síðan milli Vatnalautavatna, sunnan við stærra vatnið. Skömmu síðar komum við að Rjúkanda. Förum sunnan árgljúfranna yfir ána og norðaustur yfir ása og hjalla yfir í Húsadal og til Ófeigsfjarðar.

32,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Hraundalsháls, Drangajökull, Miðstrandir, Brekkuskarð, Seljanesmúli.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Nónhorn

Tengileið milli Breiðadalsheiðar um Nónhorn til Þóruskarðs.

Byrjum í skarðinu á Breiðadalsheiði. Förum til austurs fyrir Horn og síðan austsuðaustur yfir Fellsháls og áfram fyrir norðan Nónhorn. Þar sveigjum við í hlíðinni til suðurs og komum á Þóruskarðsleið þar sem brekkurnar hefjast til skarðsins.

7,8 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Breiðadalsheiði, Þverfjall, Þóruskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort