Klúkuheiði

Frá Kirkjubóli í Önundarfirði á Sandsheiðarveg milli Ingjaldssands í Önundarfirði og Gerðhamra í Dýrafirði.

Ill yfirferðar, en var þó farin á hestum. Þorvaldur Thoroddsen taldi sig ekki hafa farið verri fjallveg.

Byrjum við þjóðveg 625 hjá Kirkjubóli í Valþjófsdal. Förum suðvestur Valþjófsdal alveg inn í botn, síðan bratt suðvestur á Klúkuheiði í 590 metra hæð og loks suðvestur á þjóðveg 624 um Sandsheiði.

5,3 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta

Skálar:
Guðnabúð: N65 59.437 W23 38.447.

Nálægar leiðir: Sandsheiði, Hrafnaskálarnúpur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort