Suður-Múlasýsla

Skammadalsskarð

Frá Skjöldólfsstöðum í Breiðdal um Skammadalsskarð að Fossgerði í Berufirði.

Förum frá Skjöldólfsstöðum suður Skammadal og upp dalbotninn suður í Skammadalsskarð milli Hrossatinds að vestan og Kjalfjalls að austan. Skarðið er í 650 metra hæð. Síðan förum við suður og niður í Krossdal og suður eftir dalnum að Fossgerði.

10,1 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Reindalsheiði, Berufjarðarskarð, Fagradalsskarð, Krossskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Sauðárvatn

Frá Þorgerðarstöðum eða Sturluflöt í Suðurdal í Fljótsdal um Sauðárvatn til fjallakofans Egilssels við Kollumúlavatn.

Fyrr á öldum var þetta fjölfarin leið. Þingeyingar fóru hér til vertíðar í Austur-Skaftafellssýslu fyrir 1600. Þaðan koma heitin Norðlingavað á Víðidalsá og Jökulsá í Lóni. Leiðin týndist á átjándu öld, en fannst aftur 1886 og þar með nokkrar gamlar vörður á leiðinni. Þegar byggð lagðist af í Víðidal, urðu ferðir aftur fátíðar á leiðinni. Leiðin týndist aftur, en Eysteinn Jónsson ráðherra fann hana aftur 1962. Þessi fjallabaksleið Austfirðinga er því tvítýnd og tvífundin. Hraun er 700-800 metra gróðurlaus háslétta með urðum og eggjagrjóti, ógeiðfær á köflum.

Förum frá Sturluflöt suðvestur með Kelduá vestan Kiðufells og austan Fossáröldu. Dalurinn sveigir til suðurs með Tunguárfelli austanverðu. Þar förum við yfir Kelduá ofan við ármót Ytri-Sauðár og förum suður Grásanes um Hraun að austurbakka Sauðárvatns. Þaðan förum við áfram suður um Marköldu og Leiðaröxl ofan í drög Víðidals. Förum suðaustur Víðidal og síðan suður að fjallaskálanum Egilsseli.

38,7 km
Austfirðir

Skálar:
Egilssel: N64 36.662 W15 08.718.

Nálægar leiðir: Kelduá, Flosaleið, Ódáðavötn, Hornbrynja, Geldingafell, Egilssel.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Sandvíkurskarð

Frá Stuðlum í Viðfirði um Sandvíkurskarð til björgunarskýlisins í Sandvík.

Fyrrum aðalleið Sandvíkinga, erfið hestleið, en greiðfær göngufólki. Leiðin er stikuð.

Förum frá Stuðlum til austurs upp í mitt fjall og síðan til suðurs í Sandvíkurskarð í 600 metra hæð. Þaðan suðaustur að björgunarskýlinu í Sandvík.

3,7 km
Austfirðir

Erfitt fyrir hesta

Skálar: Sandvík: N65 05.350 W13 33.270.

Nálægar leiðir: Viðfjörður, Tregaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Reindalsheiði

Frá botni Fáskrúðsfjarðar um Reindalsheiði til Gilsár í Norðurdal í Breiðdal.

Fjölfarið var um heiðina fyrr á öldum og enn eru glögg merki um götuslóðann. Milli Áfangahjalla og Bröttubrekku er heiðin vörðuð 42 vörðum. Um tíðina hafa ýmsar vegabætur fyrir hross verið gerðar á leiðinni.

Byrjum við þjóðveg 96 í botni Fáskrúðsfjarðar. Förum heimreið vestur að Tungu og áfram vestur Tungudal sunnan við Tunguröð og norðan við Hjálmakamb. Förum í sneiðingum suður Bröttubrekku norðan við Svartagil og síðan um Dokk og Steinahjalla upp á Reindalsheiði í 880 metra hæð. Förum milli tveggja varða í háskarðinu. Þar eru fjöllin Njáll og Bera að austanverðu og Heiðarhnjúkur að vestanverðu. Síðan förum við suður og niður á Áfangahjalla. Þaðan suður Áfangahjallabrekku og Drangsbrekku, um Heiðarbrýr og Heiðarmýrar. Framhjá Einstakamel og suður Fossárdal og að lokum suður Gilsárdal niður að Gilsá.

16,0 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Stöðvarskarð, Stafdalur, Stuðlaskarð, Fagradalsskarð, Launárskarð, Jórvíkurskarð, Dísastaðahjalli.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Ódáðavötn

Frá Sturluflöt í Suðurdal í Fljótsdal um Hornbrynju og Ódáðavötn að fjallveginum yfir Öxi við Þrívörðuháls.

Jeppaslóðin liggur norðan Ódáðavatna, en gamla reiðslóðin var eftir mjóu eiði milli vatnanna og yfir kíl, sem tengir vötnin. Enn sjást leifar af veghleðslu yfir kílinn.

Förum frá Bessastöðum í Fljótsdal suður að brúnni austur yfir Jökulsá. Síðan með þjóðvegi 935 suður að Sturluflöt. Þar förum við yfir drög Gilsárdals suðaustur í Hornbrynjuslakka og þaðan suðsuðaustur að fjallaskálanum Bjarnarhíði. Við förum eftir jeppaslóð austur á þjóðveg 939 um Öxi og komum að veginum við Þrívörðuháls.

23,4 km
Austfirðir

Skálar:
Bjarnarhíði: N64 50.853 W14 51.507.

Nálægar leiðir: Kelduá, Sauðárvatn, Flosaleið, Hornbrynja.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Miðstrandarskarð

Frá Reykjum í Mjóafirði um Miðstrandarskarð til Neskaupstaðar.

Að Reykjum er illfær slóði með suðurströnd Mjóafjarðar. Hægt er að fá sig fluttan á bát frá Brekku yfir fjörðinn til Reykja. Stikuð gönguleið.

Förum frá Reykjum austur yfir brú á Reykjaá og að Gilsárdal. Síðan suður með Gilsá inn í dalbotn og austur á fjallið. Þar komum við á brún Ljósárdals og förum til suðurs undir brúninni í Miðstrandarskarð í 690 metra hæð. Að lokum suður mjög brattar brekkur niður í Neskaupstað.

5,8 km
Austfirðir

Erfitt fyrir hesta

Nálægar leiðir: Drangaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Launárskarð

Frá Þorvaldsstöðum í Norðurdal um Launárskarð til Tungu í Fáskrúðsfirði.

Förum frá Þorvaldsstöðum austur Hvolpastíg um Geldingsmúla. Síðan til norðurs vestan í Þórusfjalli og beygjum til austurs inn Launárdal. Förum þaðan austnorðaustur í Launárskarð í 860 metra hæð. Þaðan austnorðaustur í Tungudal á leiðina um Reindalsheiði og loks austur að Tungu og að þjóðvegi 96 í Fáskrúðsfirði.

6,5 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Vatnsdalur, Stafdalur, Reindalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Breiddalur.is

Lagarfljót

Frá Breiðavaði í Eiðaþinghá meðfram Lagarfljóti að austan norður að Víðastöðum.

Skráð samkvæmt herforingjaráðskorti. Leiðin kann að vera orðin flóknari vegna girðinga. Hlið kunna að vera læst nálægt leiðarenda, en það er ólöglegt.

Byrjum á þjóðvegi 94 sunnan Eiða við afleggjara til vesturs að Breiðavaði og Hvammi. Förum vestur afleggjarann og síðan norður með Lagarfljóti að Fljótsbakka. Þaðan afleggjara norðaustur að þjóðvegi 94. Við förum strax aftur norður frá veginum um Eiðalæk að Lagarfljóti. Áfram norður með fljótinu framhjá Stóra-Steinsvaði og Lagarfossi að þjóðvegi 944. Áfram norður með þeim vegi að Dratthalastöðum. Þaðan suðvestur að Hjálpartjörn og síðan norðaustur og norður að Víðastöðum við gatnamót þjóðvega 94 og 944.

31,0 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Vestdalsheiði, Tó.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Króardalsskarð

Frá Fjarðarseli í Seyðisfirði um Króardalsskarð til Fjarðar í Mjóafirði. Gömul póstleið.

Förum frá Fjarðarseli suður bratta og erfiða leið í Króardalsskarð í 990 metra hæð. Síðan suður um Króardal að Firði í Mjóafirði.

6,4 km
Austfirðir

Erfitt fyrir hesta

Nálægar leiðir: Skógaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Krossskarð

Frá Ósi í Breiðdal um Krossskarð til Krossþorps á Berufjarðaströnd.

Förum frá Ósi vestur og suðvestur með Djúpadalsá inn Djúpadal. Þaðan suðsuðvestur í Krossskarð í 650 metra hæð. Þaðan suðvestur með Krosslæk að ofanverðu og alla leið niður undir mynni Krossdals, þar sem við förum suður að Krossi á Berufjarðarströnd.

10,3 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Skammadalsskarð, Fagradalsskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Breiddalur.is

Kollumúlaheiði

Frá fjallaskálanum Leirási í Geithelladal norður fyrir Hofsjökul að fjallaskálanum Egilsseli á Kollumúlaheiði og að eyðibýlinu Grund í Víðidal.

Meðan Grund var í byggð var þetta leiðin til byggða, því að Jökulsá í Lóni var torfær áður en brúin kom við Múlaskála. Í Árbók FÍ 2002 segir m.a.: “Göngugjót liggur upp úr klettum á Fossbrýr, þar sem komið er í Ytribót og brátt komum við að Ytri- og Innribótará, sem skammt er á milli. Háás er klettahryggur, sem liggur niður hlíðar þvert á dalinn beggja vegna og er gönguleið til Víðidals og Kollumúla upp eftir honum að sunnan, yfir vatnaskil í um 740 m hæð og um lægð, sem kallast Dokk milli Hofsjökls annars vegar og Norðurhnútu og Víðidalshnútu hins vegar. Er það auðrötuð leið …”

Förum frá Leirási vestur á brekkurnar og yfir vatnaskil um Dokk í 740 metra hæð og síðan að Hnútuvatni norðan Hofsjökuls. Förum sunnan vatnsins og yfir Innri-Þverá við útfallið. Síðan förum við með ánni suðvestur Víðidal og um Kollumúlaheiði að fjallaskálanum Egilsseli við Kollumúlavatn. Þaðan förum við suðaustur brekkurnar að eyðibýlinu Grund.

12,5 km
Austfirðir

Skálar:
Leirás: N64 39.153 W14 57.842.
Egilssel: N64 36.662 W15 08.718.

Nálægar leiðir: Geithelladalur, Hofsárdalur, Sauðárvatn, Illikambur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Kelduá

Frá Langhúsum við þjóðveg 934 í Fljótsdal meðfram Kelduá inn að eyðibýlinu Stöppuseli í Þorgerðarstaðadal.

Förum frá Langhúsum austur um Skersli inn í Suðurdal vestan Kelduár. Förum þannig inn allan Suðurdal og í framhaldi af honum inn Þorgerðarstaðadal að eyðibýlinu Stöppuseli.

15,4 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Sauðárvatn, Ódáðavötn, Hornbrynja, Flosaleið.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Jórvíkurskarð

Frá Jórvík í Suðurdal um Jórvíkurskarð til Skarðs í Norðurdal í Breiðdal.

Förum frá Jórvík norðaustur og upp með Jórvíkurá að suðaustanverðu og förum beint upp í Jórvíkurskarð í 400 metra hæð. Þaðan vestur og niður með Skarðsá að Skarði eða Tóarseli í Norðurdal.

5,9 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Dísarstaðahjalli, Reindalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Breiddalur.is

Helgustaðaskörð

Frá Norðfjarðarvegi 92 sunnan Hengifossár um Helgustaðaskarð til Helgustaða í Reyðarfirði.

Stikuð leið um tvö skörð, sem bæði heita Helgustaðaskarð.

Byrjum á Norðfjarðarvegi 92 í Oddsdal sunnan Hengifossár. Förum suðsuðaustur og upp í Helgustaðaskarð nyrðra milli Rauðatinds og Lakahnauss. Síðan suður í Helgustaðaskarð syðra í 650 metra hæð. Að lokum suðsuðvestur brekkuna meðfram Helgustaðaá að Helgustöðum í Reyðarfirði.

6,3 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Fönn

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Hamarsdalur

Frá Hamri í Hamarsfirði um Hamarsdal að fjallaskálanum í Hamarsdal.

Hét Sviðinshornadalur að fornu. Innan til í dalnum eru Hvannavellir, þá Hæðagil og síðan Hæðabrekkur. Er þar komið að Leiðagili, þar sem Flosaleið liggur um Sviðinshornahraun og síðan austan við Brattháls og Hornbrynju til Fljótsdalshéraðs.

Byrjum hjá vegi 1 við Hamar í Hamarsfirði. Förum inn Hamarsdal norðan Hamarsár um Hamarsskóga og Veturhús að fjallaskálanum Hamarsdal.

11,1 km
Austfirðir

Skálar:
Hamarsdalur: N64 41.447 W14 41.724.

Nálægar leiðir: Flosaleið, Bragðavalladalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort