Kelduá

Frá Langhúsum við þjóðveg 934 í Fljótsdal meðfram Kelduá inn að eyðibýlinu Stöppuseli í Þorgerðarstaðadal.

Förum frá Langhúsum austur um Skersli inn í Suðurdal vestan Kelduár. Förum þannig inn allan Suðurdal og í framhaldi af honum inn Þorgerðarstaðadal að eyðibýlinu Stöppuseli.

15,4 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Sauðárvatn, Ódáðavötn, Hornbrynja, Flosaleið.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins