Jórvíkurskarð

Frá Jórvík í Suðurdal um Jórvíkurskarð til Skarðs í Norðurdal í Breiðdal.

Förum frá Jórvík norðaustur og upp með Jórvíkurá að suðaustanverðu og förum beint upp í Jórvíkurskarð í 400 metra hæð. Þaðan vestur og niður með Skarðsá að Skarði eða Tóarseli í Norðurdal.

5,9 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Dísarstaðahjalli, Reindalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Breiddalur.is