Miðstrandarskarð

Frá Reykjum í Mjóafirði um Miðstrandarskarð til Neskaupstaðar.

Að Reykjum er illfær slóði með suðurströnd Mjóafjarðar. Hægt er að fá sig fluttan á bát frá Brekku yfir fjörðinn til Reykja. Stikuð gönguleið.

Förum frá Reykjum austur yfir brú á Reykjaá og að Gilsárdal. Síðan suður með Gilsá inn í dalbotn og austur á fjallið. Þar komum við á brún Ljósárdals og förum til suðurs undir brúninni í Miðstrandarskarð í 690 metra hæð. Að lokum suður mjög brattar brekkur niður í Neskaupstað.

5,8 km
Austfirðir

Erfitt fyrir hesta

Nálægar leiðir: Drangaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort