Skammadalsskarð

Frá Skjöldólfsstöðum í Breiðdal um Skammadalsskarð að Fossgerði í Berufirði.

Förum frá Skjöldólfsstöðum suður Skammadal og upp dalbotninn suður í Skammadalsskarð milli Hrossatinds að vestan og Kjalfjalls að austan. Skarðið er í 650 metra hæð. Síðan förum við suður og niður í Krossdal og suður eftir dalnum að Fossgerði.

10,1 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Reindalsheiði, Berufjarðarskarð, Fagradalsskarð, Krossskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins