Helgustaðaskörð

Frá Norðfjarðarvegi 92 sunnan Hengifossár um Helgustaðaskarð til Helgustaða í Reyðarfirði.

Stikuð leið um tvö skörð, sem bæði heita Helgustaðaskarð.

Byrjum á Norðfjarðarvegi 92 í Oddsdal sunnan Hengifossár. Förum suðsuðaustur og upp í Helgustaðaskarð nyrðra milli Rauðatinds og Lakahnauss. Síðan suður í Helgustaðaskarð syðra í 650 metra hæð. Að lokum suðsuðvestur brekkuna meðfram Helgustaðaá að Helgustöðum í Reyðarfirði.

6,3 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Fönn

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort