Lagarfljót

Frá Breiðavaði í Eiðaþinghá meðfram Lagarfljóti að austan norður að Víðastöðum.

Skráð samkvæmt herforingjaráðskorti. Leiðin kann að vera orðin flóknari vegna girðinga. Hlið kunna að vera læst nálægt leiðarenda, en það er ólöglegt.

Byrjum á þjóðvegi 94 sunnan Eiða við afleggjara til vesturs að Breiðavaði og Hvammi. Förum vestur afleggjarann og síðan norður með Lagarfljóti að Fljótsbakka. Þaðan afleggjara norðaustur að þjóðvegi 94. Við förum strax aftur norður frá veginum um Eiðalæk að Lagarfljóti. Áfram norður með fljótinu framhjá Stóra-Steinsvaði og Lagarfossi að þjóðvegi 944. Áfram norður með þeim vegi að Dratthalastöðum. Þaðan suðvestur að Hjálpartjörn og síðan norðaustur og norður að Víðastöðum við gatnamót þjóðvega 94 og 944.

31,0 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Vestdalsheiði, Tó.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort