Ódáðavötn

Frá Sturluflöt í Suðurdal í Fljótsdal um Hornbrynju og Ódáðavötn að fjallveginum yfir Öxi við Þrívörðuháls.

Jeppaslóðin liggur norðan Ódáðavatna, en gamla reiðslóðin var eftir mjóu eiði milli vatnanna og yfir kíl, sem tengir vötnin. Enn sjást leifar af veghleðslu yfir kílinn.

Förum frá Bessastöðum í Fljótsdal suður að brúnni austur yfir Jökulsá. Síðan með þjóðvegi 935 suður að Sturluflöt. Þar förum við yfir drög Gilsárdals suðaustur í Hornbrynjuslakka og þaðan suðsuðaustur að fjallaskálanum Bjarnarhíði. Við förum eftir jeppaslóð austur á þjóðveg 939 um Öxi og komum að veginum við Þrívörðuháls.

23,4 km
Austfirðir

Skálar:
Bjarnarhíði: N64 50.853 W14 51.507.

Nálægar leiðir: Kelduá, Sauðárvatn, Flosaleið, Hornbrynja.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins