Sauðárvatn

Frá Þorgerðarstöðum eða Sturluflöt í Suðurdal í Fljótsdal um Sauðárvatn til fjallakofans Egilssels við Kollumúlavatn.

Fyrr á öldum var þetta fjölfarin leið. Þingeyingar fóru hér til vertíðar í Austur-Skaftafellssýslu fyrir 1600. Þaðan koma heitin Norðlingavað á Víðidalsá og Jökulsá í Lóni. Leiðin týndist á átjándu öld, en fannst aftur 1886 og þar með nokkrar gamlar vörður á leiðinni. Þegar byggð lagðist af í Víðidal, urðu ferðir aftur fátíðar á leiðinni. Leiðin týndist aftur, en Eysteinn Jónsson ráðherra fann hana aftur 1962. Þessi fjallabaksleið Austfirðinga er því tvítýnd og tvífundin. Hraun er 700-800 metra gróðurlaus háslétta með urðum og eggjagrjóti, ógeiðfær á köflum.

Förum frá Sturluflöt suðvestur með Kelduá vestan Kiðufells og austan Fossáröldu. Dalurinn sveigir til suðurs með Tunguárfelli austanverðu. Þar förum við yfir Kelduá ofan við ármót Ytri-Sauðár og förum suður Grásanes um Hraun að austurbakka Sauðárvatns. Þaðan förum við áfram suður um Marköldu og Leiðaröxl ofan í drög Víðidals. Förum suðaustur Víðidal og síðan suður að fjallaskálanum Egilsseli.

38,7 km
Austfirðir

Skálar:
Egilssel: N64 36.662 W15 08.718.

Nálægar leiðir: Kelduá, Flosaleið, Ódáðavötn, Hornbrynja, Geldingafell, Egilssel.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins