Norður-Þingeyjarsýsla

Heljardalur

Frá Holti í Laxárdal í Þistilfirði við þjóðveg 868 um Haugsöræfi að Grímsstöðum á Fjöllum.

Þrátt fyrir nafnið er Heljardalur fagur öræfadalur, ótrúlega vel gróinn og innilokaður dalur í eyðimörk umhverfisins. Hann er afskekktur og fáir koma þar utan leitarmenn að hausti. Sagnir eru um tilraun til búskapar í Heljardal.

Förum frá Holti suðvestur í Háuhæðir og síðan suður um Sjónarhól og Krubba að Krubbatjörn. Áfram suður um Dalsheiði að Bræðravötnum. Förum milli þeirra og áfram suður Dalsheiði að Krókavötnum. Austan þeirra komum við að leiðinni upp með Hafralónsá og að fjallaskálanum í Hvammsheiði. Síðan áfram suður Heljardalseyrar að Hafralóni vestanverðu. Þar sveigjum við til suðvesturs milli Stakfells að suðaustanverðu og Heljardalsfjalla að norðvestanverðu og komum inn í Heljardal. Þar er hliðarleið sður um Einbúa. Við förum suðvestur Heljardal og síðan til suðurs austan við Haug að Haugsvatni. Sunnan vatnsins komum við á Haugsleið úr Vopnafirði og fylgjum henni til vesturs, í 760 metra hæð, framhjá fjallaskálanum Vestarahúsi. Norðan Hólskerlingar eru vegamót. Haugsleið liggur til norðvesturs að Víðirhóli, en við förum suðvestur að Grímsstöðum á Fjöllum.

55,2 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Hvammsheiði: N65 54.753 W15 38.800.
Hafralón: N65 50.875 W15 36.034.
Vestarahús: N65 42.590 W15 49.400.
Tjarnir: N65 39.314 W16 04.812.
Grímsstaðir: N65 38.615 W16 07.050.

Nálægir ferlar: Álandstunga, Hólsfjöll.
Nálægar leiðir: Sléttuvegur, Hafralónsá, Einbúi, Haugsleið, Dimmifjallgarður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Heiðarfjall

Frá Langanesvegi rétt norðan Hlíðar um Heiðarfjall og Hrollaugsstaðafjall til Kumblavíkur við Bakkaflóa.

Bandaríkjaher rak ratsjárstöð á Heiðarfjalli 1954-68. Rústir hennar eru þar enn. Málaferli hafa staðið yfir vegna slæms frágangs spilliefna frá stöðinni.

Förum frá Heiðarhöfn, þar sem vegur liggur upp á Heiðarfjall. Við förum eftir þeim vegi upp á fjallið, þar sem eru leifar af ratsjárstöð bandaríska hersins. Norðausturhluti fjallsins heitir Hrollaugsstaðafjall. Gömul reiðleið liggur norðaustur af fjallinu og síðan til austurs fyrir ofan eyðibýlin Hrollaugsstaði og Selvík og yfir Berg að eyðibýlinu Kumblavík við Bakkaflóa.

13,2 km
Þingeyjarsýslur

Nálægar leiðir: Fontur, Fagranesskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Hágangar

Frá Hafralónsá í Þistilfirði um Háganga að Litluá í Selárdal í Vopnafirði.

Syðri Hágangur er 952 metrar, hið tilkomumesta fjall. Ytri Hágangur er einnig svipmikill og 923 metrar. Fjöllin eru úr móbergi, alsett tindum og fönnum.

Byrjum hjá austurenda brúar á Hafralónsá á þjóðvegi 85 í Þistilfirði. Förum suður með ánni austanverðri, yfir Kverká og suður með þeirri á vestanverðri. Síðan suður á Grasdalsfjall, suður að Kverká, austan Hólmavatns, að leitarmannakofa í Leirártungu. Þaðan til austurs. Fyrir sunnan Djúpavatns beygjum við suður fyrir Ytri-Hágang, förum milli hans og Þverfells, síðan austur í Hvammsármýrar og suðaustur að Litluá í Selárdal í Vopnafirði.

53,0 km
Þingeyjarsýslur, Austfirðir

Skálar:
Austurheiði: N65 57.568 W15 23.164.
Kverkártunga: N65 54.586 W15 18.127.
Miðfjarðarheiði: N65 54.467 W15 14.209.

Nálægar leiðir: Hafralónsá, Helkunda, Kverkártunga, Miðfjarðarheiði, Selárdalur, Ferðamannavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Haugsleið

Frá Fremri-Hlíð í Vesturárdal í Vopnafirði um Haugsöræfi að Víðirhóli á Fjöllum.

Þetta var aðalleiðin milli Vopnafjarðar og Hólsfjalla, langur fjallvegur og erfiður. Þarna var lagður sími 1906. Árið 1881 urðu tveir menn úti á Haugsöræfum. Þar heitir Dauðagil. Önnur örnefni á svæðinu eru ekki öll upplífgandi, svo sem Dimmagil og Heljardalur.

Förum frá Fremri-Hlíð norðvestur á fjallið og síðan suðvestur eftir fjallinu, norðan við tindinn á Rjúpnafelli og um Búrfell. Vestan þess förum við norðvestur yfir drög Selárdals að Mælifelli og fjallaskálanum Aðalbóli. Síðan upp með Selsá í átt að Kollufelli. Sveigjum til norðvesturs og síðan vesturs að fjallaskálanum Austarahúsi. Áfram vestnorðvestur um Austari-Haugsbrekku að Haugsgili sunnan Haugsvatns. Förum vestur um gilið og síðan áfram vestur, í 760 metra hæð, um fjallaskálann Vestarahús að vegamótum norðan Hólskerlingar. Við förum norðvestur fyrir endann á Víðirhólsfjallgarði að Víðirhóli.

70,4 km
Austfirðir, Þingeyjarsýslur

Skálar:
Aðalból: N65 41.394 W15 18.309. 380 metrar.
Austarahús: N65 41.426 W15 32.094.
Vestarahús: N65 42.590 W15 49.400.

Nálægir ferlar: Hólsfjöll.
Nálægar leiðir: Vopnafjörður, Dimmifjallgarður, Einbúi, Heljardalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Hamrahlíð

Frá Þeistareykjum að Geitafelli.

Þetta er stytzta leiðin til byggða. Hún er greiðfær, þótt hún liggi um úfið hraun undir Hamrahlíð. Sléttað hefur verið undir landgræðslugirðingu, svo að vel er reiðfært meðfram girðingunni. Hraunið er farið að gróa handan girðingarinnar og sást þar fleira sauðfé innan friðunar en utan hennar. Þegar við komum að Þverárgili opnast útsýni yfir lágsveitir Suður-Þingeyjarsýslu til Kinnarfjalla. Á þessari leið eiga engir jeppar að geta verið á ferð.

Förum frá Þeistareykjum í 360 metra hæð og fylgjum fyrst slóð með Bæjarfjalli til suðvesturs. Eftir nokkur hundruð metra sveigjum við til norðvesturs meðfram landgræðslugirðingu í átt að Mælifelli. Förum fyrir norðurhorn girðingarinnar og fylgjum henni áfram til suðurs um Gæzku að Hamrahlíð. Síðan förum við um Grjót ofan Hamraskarðs í 420 metra hæð og áfram suður og sveigjum síðan til suðvesturs undir Gustahnjúk. Þar förum við einn kílómetra til suðurs og síðan þvert til vesturs sunnan við Þverárgil. Komum þar á þjóðveg 87 um Hólasand. Förum áfram með þeim vegi í norður að Geitafelli í Reykjahverfi í 180 metra hæð.

23,4 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Þeistareykir : N65 52.565 W16 57.340.
Geitafell : N65 47.938 W17 14.659.

Nálægir ferlar: Þeistareykjabunga, Þeistareykir, Nafarvað.
Nálægar leiðir: Sandabrot, Randir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Hafursstaðir

Hringferð frá Austara-Landi að Hafursstöðum og til baka.

Bezt er að fara leiðina undir leiðsögn Halldórs bónda á Bjarnastöðum, því að sums staðar er tæpt farið við gljúfrin. Þegar þessu svæði verður bætt við þjóðgarðinn, er hætt við, að hestamönnum verði meinuð leið á bjargbrúninni. Jökulsá á Fjöllum er meginþráður þessarar leiðar, sem er andspænis þjóðgarðinum vestan ár. Við höfum fagurt útsýni yfir í Rauðhóla og Hljóðakletta og víða niður í hrikalegt árgljúfrið. Sums staðar er hægt að ganga niður í það. Hvergi þarf að bjóða hættum byrginn, ef fylgt er staðkunnugri leiðsögn. Hafursstaðir voru síðasta jörðin, þar sem Einar Benediktsson náði vatnsréttindum, þegar hann hugðist virkja Jökulsá.

Förum frá Austara-Landi um hlað á Vestara-Landi og fylgjum reiðslóð suðvestur um Gloppu að eystri klettabrún Jökulsár á Fjöllum. Fylgjum brúninni um Landabjörg og síðan vestan við Kjalarás, ofan við Hólma í gljúfrunum. Næst um Hrútabjörg og Efriskóg, þar sem við erum andspænis Rauðhólum og Hljóðaklettum handan árinnar. Þar sveigjum við frá gljúfrinu og förum um Bægisstaðamýri austur að eyðibýlinu Hafursstöðum suðvestan við Hafursstaðavatn. Þaðan förum við slóð austan vatns og norður brekkurnar austan Vatnshæðar um Skógarhóla upp á þjóðveg 864. Fylgjum þeim vegi norður að afleggjaranum að Austara-Landi.

22,6 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Hafrafellsleið.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Hafralónsá

Frá Hvammi í Þistilfirði meðfram Hafralónsá inn á Haugsvatnsleið austan Krókavatna.

Mikil veiðiá með laxi og silungi. Veidd með 4 stöngum og er þekkt fyrir stórlaxa. Sumarveiði er afar áþekk hinum ánum í Þistilfirði, um 150 til 350 laxar eftir árferði. Þá er í Hafralónsá mjög gott bleikjusvæði neðst í ánni.

Förum frá Hvammi suður að Hafralónsá og síðan suður með ánni, svo vestur fyrir Hvammsgljúfur á Miklavatnsháls. Áfram til suðurs vestan við Hafralónsá suður Kolhólsflóa, Bæjarás og Hvammsheiði. Síðan austur með Dimmagljúfri, suður milli Hávarðsdalsfjalls og Kistufjalla. Og loks áfram með Hafralónsá, inn á Haugsvatnsleið austan Krókavatna.

28,1 km
Þingeyjarsýslur

Nálægar leiðir: Heljardalur, Hágangar, Helkunda.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Hafrafellsleið

Frá Sandfellshaga í Öxarfirði að Austara-Landi við Jökulsá.

Gott dæmi um greiða reiðleið um hlýlegt land með nokkrum skógi milli bæja utan jeppavega og heimreiða. Bílvegurinn um sveitina liggur nær Sandá, en reiðleiðin er nær fjöllunum Sandfelli og Hafrafelli, sem hér gnæfa brött í austri. Leiðin liggur unaðslega um kjarrlendi og birkiskóga við Brunná og síðan um þurrt heiðarland og lyngmóa. Eina fyrirstaðan er árgilið vestan við tún á Bjarnastöðum, sem reynist hestum nokkuð bratt.

Byrjum við réttina við þjóðveg 865 neðan við Sandfellshaga. Förum suður frá réttinni austan Skeggjastaðaár og upp með Brunná, um eyðibýlin Skeggjastaði og Lækjardal og síðan um Tunguhólma. Upp á þjóðveg 865 til Hafrafellstungu, um 200 metra vestur með þjóðveginum og síðan suður að Smjörhóli undir Hafrafelli. Þaðan áfram suður á heiðina milli Smjörhóls og Bjarnastaða. Höldum áfram að girðingu um tún á Bjarnastöðum. Síðan vestur fyrir girðinguna, um bratt árgil og yfir heimreið til Bjarnastaða, áfram suður á þjóðveg 864 um Öxarfjörð. Förum hálfan annan kílómetra með veginum og síðan afleggjara til vesturs að Austara-Landi.

15,1 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Þverárhyrna, Öxarfjarðarheiði, Öxarfjörður, Hljóðaklettar, Hafursstaðir.
Nálægar leiðir: Urðir, Súlnafell, Hestatorfa.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Grjótnes

Frá Leirhöfn á Melrakkasléttu um Grjótnes að Sigurðarstöðum á Melrakkasléttu.

Á Grjótnesi býr bóndakona, sem ekki er vel við, að riðið sé um Grjótnes. Hér er lýst leið við túngarðinn í Grjótnesi, en einnig er hægt að fara sunnar milli leiðanna til Grjótness og Núpskötlu.

Á Grjótnesi er voldugt tvíbýlishús úr rekavið.

Byrjum hjá vegi 85 við Leirhöfn á Melrakkasléttu, Förum norður eftir heimreið með ströndinni að Grjótnesi. Síðan til austurs sunnan við Kötluvatn að heimreið til norðurs að Núpskötlu. Meðfram túngirðingu í Núpskötlu austur um Oddsstaði og síðan norðan Suðurvatns og um Oddsstaðaholt, að Sigurðarstöðum á vegi 85 við Blikalón á Melrakkasléttu.

6,2 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Oddsstaðir, Blikalónsdalur.
Nálægar leiðir: Vellankatla, Raufarhafnarvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Grasgeiri

Frá eyðibýlinu Grasgeira á Melrakkasléttu að þjóðvegi 85.

Förum frá Grasgeira norðaustur yfir leið meðfram Fjallgarði og yfir Ormarsá. Þaðan upp á núpinn og síðan norðaustur að þjóðvegi 85.

7,4 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Fjallgarður.
Nálægar leiðir: Sléttuvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Fontur

Frá veginum að Hlíð á Langanesi eftir endilangri strönd Þistilfjarðar út á Font.

Fontur er allhátt bjarg, 50-70 m y.s. Á því stendur viti. Við Font hafa orðið mikil sjóslys, hið síðasta haustið 1907. Þá fórst þar norskt skip á leið frá Jan Mayen með 17 manna áhöfn. Einn skipverja komst á land og hélt lífi. Norðan í bjarginu og stutt frá vitanum er Engelskagjá, rauf í bergið. Áhöfn af ensku skipi, sem strandaði fyrir löngu undir Fontinum, komst í land og klöngraðist upp gjána. Af því dregur hún nafn. En á leiðinni til bæja urðu allir mennirnir úti, örmögnuðust af vosbúð og þreytu nema skipstjórinn einn sem komst lífs af. Stendur enn kross milli bæjanna Skoruvíkur og Skála, þar sem lík mannanna fundust og eru þar grafin.

Byrjum á vegi 869 á norðanverðu Langanesi, þar sem hann liggur frá sjó og upp að bænum Hlíð. Við förum út með ströndinni alla leið norðaustur og austur á Font, yzta enda Langaness. Fyrst um fjöruveg, hjá eyðibýlunum Heiði, Brimnesi og Læknisstöðum. Síðan hefst Skoruvíkurbjarg. Við förum áfram um Skoruvík og alla leið austur á Font. Til baka getum við tekið krók suðvestur á Gjögrahorn, áður en við förum sömu leið til baka.

38,8 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Eggjahús: N66 23.139 W14 51.130.

Jeppafært

Nálægar leiðir: Fagarnesskarð, Heiðarfjall, Skálarvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Fjallgarður 2

Frá Ytra-Álandi í Þistilfirði til Raufarhafnar á Melrakkasléttu.

Nýr bílvegur yfir sléttuna liggur þvert á slóðina og rýfur kyrrð hennar. Frá Raufarhöfn liggja einnig reiðslóðir austur í Kópasker og að Efri-Hólum í Núpasveit, svo og norðaustur að Blikalóni. Falleg leið undir fjallarana á Melrakkasléttu austanverðri. Meðfram Bláskriðu og Fjallgarði. Nokkur skörð á fjallgarðinum tengja sléttuna við austurströndina. Svalbarðsskarð tengir Melrakkasléttu við Þistilfjörð.

Förum frá Ytra-Álandi í Þistilfirði eftir heimaslóð vestur að Sandá og suður með ánni upp að þjóðvegi 85 um Þistilfjörð. Förum norðvestur með þjóðveginum um Skerþúfuás og yfir Svalbarðsá, þar sem við beygjum norður að Sævarlandi. Þaðan förum við gamla þjóðveginn til vesturs upp á Öxarfjarðarheiði norðan Hermundarfells. Þar förum við norður yfir þjóðveg 867 og förum hátt yfir Stóra-Viðarvatni sunnan- og vestanverðu og austan við Óttarshnjúk og áfram inn í Svalbarðsskarð í 280 metra hæð. Förum bratt niður úr skarðinu vestanverðu og fylgjum síðan fjallgarðinum norður Melrakkasléttu. Hér heitir hann Fjallgarður. Við förum framhjá Kollavíkurskarði, Bjarnaskarði og Hófaskarði, um garða á eyðibýlinu Krossavíkurseli. Þar heitir fjallið Bláskriða. Þar undir komum við að Ormarsá og förum norður yfir hana, fylgjum veiðivegi langleiðina til byggða. Áður en kemur að flugvelli Raufarhafnar, beygjum við norður af veginum og norður fyrir flugvöllinn. Komum niður á þjóðveg 85 við Höfða og höldum til norðurs með þjóðveginum til Raufarhafnar á Melrakkasléttu.

49,1 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Fjallgarður 1, Klíningsskarð, Blikalónsdalur, Öxarfjarðarheiði, Laufskáli, Álandstunga.
Nálægar leiðir: Raufarhafnarvegur, Hólsstígur, Beltisvatn, Grasgeiri, Sléttuvegur, Krossavík, Hófaskarð, Hólaheiði, Kollavíkurskarð, Biskupsás, Súlnafell, Búrfellsheiði, Ferðamannavegur.

Skrásetjari: Sæmundur Eiríksson
Heimild: Sæmundur Eiríksson

Fjallgarður 1

Frá Hólsvík á Melrakkasléttu til Flautafells í Þistilfirði.

Nýr bílvegur yfir sléttuna liggur þvert á slóðina og rýfur kyrrð hennar. Frá Raufarhöfn liggja einnig reiðslóðir austur í Kópasker og að Efri-Hólum í Núpasveit, svo og norðaustur að Blikalóni.

Falleg leið um blómlegt land undir fjallarana á Melrakkasléttu austanverðri. Meðfram Bláskriðu og Fjallgarði. Nokkur skörð á fjallgarðinum tengja sléttuna við austurströndina. Svalbarðsskarð tengir Melrakkasléttu við Þistilfjörð.

Byrjum á þjóðvegi 85 sunnan Raufarhafnar við Hól. Förum 200 metra með veginum, beygjum til vesturs fyrir flugvöllinn og síðan suður að Ormarsá. Fylgjum henni að vestan um Hvannamýri og Fitjar, nálægt eyðibýlinu Grasgeira. Komum að Bláskriðu handan árinnar, förum þar yfir ána og fylgjum fast fjallinu til suðurs. Um eyðibýlið Krossavíkursel og áfram suður með fjallgarðinum framhjá Kollavíkurskarði og stefnum í 200 metra hæð á Svalbarðsskarð. Förum bratta brekku upp skarðið, milli Merkiaxlar og Óttarshnjúks, og höldum áfram heiðina, í tæplega 300 metra hæð. Förum suðaustur fyrir Stóra-Viðarvatn, sem liggur mun lægra í landinu. Þar komum við að þjóðvegi 867 yfir Öxarfjarðarheiði. Veljum gamla veginn, þar sem kostur er, og förum Þjófaklettabrekkur niður að Sævarlandi í Þistilfirði. Þar förum við til suðurs með þjóðvegi 85 nokkra kílómetra og beygjum síðan til vesturs, áður en komið er að Svalbarðsá. Fylgjum vegi til suðurs með vestanverðri ánni og sjáum skólann á Svalbarði handan hennar. Við næstu brú á Svalbarðsá förum við af vegi um hlið og stefnum áfram til suðurs með ánni að vestan unz við komum í haga undir Flautafelli, andspænis Svalbarðsseli handan árinnar.

41,8 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Fjallgarður 2, Klíningsskarð, Blikalónsdalur, Öxarfjarðarheiði, Laufskáli.
Nálægar leiðir: Raufarhafnarvegur, Hólsstígur, Beltisvatn, Grasgeiri, Sléttuvegur, Krossavík, Hófaskarð, Hólaheiði, Kollavíkurskarð, Biskupsás, Súlnafell, Búrfellsheiði, Ferðamannavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Ferðamannavegur

Frá Hvammi í Þistilfirði um Urðarsel að Einarsskarði á Öxarfjarðarheiði.

Hluti af gömlu reiðvegakerfi, sem lá frá Öxarfirði og Melrakkasléttu og ofan byggða í Þistilfirði til Langaness eða Finnafjarðar.

Förum frá Hvammi vestur að Kerastöðum við Hölkná. Áfram vestur um Leirlæk við Sandá og um Urðarsel við Svalbarðsá. Síðan förum við vestan við Flautafell og austan og norðan við Vatnastykki. Norðvestur um Garðsdal í Einarsskarð og áfram að veginum yfir Öxarfjarðarheiði.

27,3 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Álandstunga, Laufskáli, Öxarfjarðarheiði, Fjallgarður.
Nálægar leiðir: Hágangar, Helkunda, Heljardalur, Sléttuvegur, Búrfellsheiði, Súlnafell, Biskupsás

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Fálkaklettur

Frá Smjörbítilsleið á Hólsfjöllum suður að Fálkakletti.

Förum frá Smjörbítilsleið á Hólsfjöllum, þar sem hún nær lengst í suður og höldum áfram suður að Fálkakletti.

7,5 km
Þingeyjarsýslur

Skrásetjari: Jónas Kristjánson
Heimild: Jón Garðar Snæland