Norður-Þingeyjarsýsla

Fagranesskarð

Frá Hlíð á Langanesi um Fagranesskarð til Fagraness á Langanesi.

Förum frá Hlíð suðaustur um Dagmálaskarð á Dagmálafjall í 200 metra hæð og síðan suðaustur um Fagranesskarð í Varp í 200 metra hæð milli Naustanna að norðaustan og Þverárhyrnu að suðvestan. Þaðan suðvestur á Bæjarfjall og suður hlíðina að Fagranesi.

11,5 km
Þingeyjarsýslur

Nálægar leiðir: Heiðarfjall, Fontur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Engitjarnarás

Frá Harðbaksvatni að Raufarhafnarvegi mlli Blikalóns og Raufarhafnar.

Byrjum vestan Harðbaks við þjóðveg 85 austan Harðbaksvatns. Förum suður um Engitjarnarás að Raufarhafnarvegi austan við Harðbaksjarðbakka. Raufarhafnarvegur liggur vestan frá Blikalóni austur að Raufarhöfn.

5,0 km
Þingeyjarsýslur

Nálægar leiðir: Raufarhafnarvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Einbúi

Frá Haugsvatnsleið um Einbúa að Haugsleið á Haugsöræfum.

Byrjum í Heljardal vestan Stakfells. Förum suður af Heljardalsleið úr Þistilfirði. förum um Lindir í skarðið vestan við Einbúa í 600 metra hæð. Úr skarðinu beygjum við til suðvesturs að suðurhorni Haugsvatns, þar sem við mætum Heljardalsleið og Haugsleið, sem liggur úr Vopnafirði vestur að Grímsstöðum á Fjöllum.

12,6 km
Þingeyjarsýslur, Austfirðir

Nálægar leiðir: Heljardalur, Haugsleið.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Draugagrund

Frá fjallaskálanum á Hólasandi um Draugagrund að Námafjalli við Mývatn.

Leiðin varð til við rannsóknir á jarðhita í Gjástykki. Hún liggur norður og austur fyrir Gæsafjöll og síðan suður að Kröflu. Gígaröð Leirhnjúks gaus í Mývatnseldum 1725-1729. Álma úr hrauninu rann út í Mývatn vestan Reykjahlíðar. Hraunið hlífði gömlu kirkjunni, sem sést enn í hraunjaðrinum.

Byrjum við sæluhúsið við þjóðveg 87 á Hólasandi. Rétt norðan skálans er jeppaslóð til norðausturs. Við fylgjum þeirri slóð norðaustur um Hraunsöldu í Randir. Síðan jeppaleið til austurs norður fyrir Gæsafjöll um Draugagrund og áfram austur að slóð, sem liggur til suðurs um Gjástykki. Við förum suður þá slóð um Sandmúla og Víti að Kröflustöð og þaðan með veginum áfram suður að þjóðvegi 1 hjá Hverarönd við Námaskarð.

31,5 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Hólasandur: N65 44.167 W17 06.397.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Þeistareykir, Péturskirkja.
Nálægar leiðir: Randir, Hrútafjöll.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Djúpárbotnar

Frá Laufskála um Djúpárbotna að Hrauntanga.

Tengileið milli Búrfellsheiðar og Melrakkasléttu. Frá Laufskála liggja leiðir um Búrfellsheiði niður í Þistilfjörð og um Hólsmynni suður að Grímsstöðum á Fjöllum. Frá Heiðarmúla og Hrauntanga liggja leiðir um Melrakkasléttu, niður í Öxarfjörð og til kauptúna á Kópaskeri og Raufarhöfn. Reiðvegurinn er einnig notaður af jeppum.

Skjólsælt er í Djúpárbotnum, sem eru umluktir fjallgörðum á þrjá vegu. Sauðafellsmúlar eru að vestan, Þverfell að norðan og Súlnafjallgarður að austan. Jón Trausti rithöfundur átti um skeið í æsku heima í Hrauntanga.

Förum frá Laufskála í 320 metra hæð til norðvesturs að fjallsrana. Skráða GPS-leiðin liggur upp ranann og síðan niður af honum aftur að austan. Betra er að fara slóðina austan undir rananum, það er fljótlegra og fallegra reiðland. Þar eru Djúpárbotnar, vel gróið land í 300 metra hæð. Slóðin er jeppafær og vel greinileg. Við förum norður úr Djúpárbotnum upp í Þverfell í 400 metra hæð og síðan bratt niður á Öxarfjarðarheiði. Þar förum við til austurs með þjóðvegi að hestagerði við fjallaskála á eyðibýlinu Heiðarmúla. Þaðan er einn kílómetri til norðvesturs um mýrar að eyðibýlinu Hrauntanga, í 220 metra hæð.

20,1 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Laufskáli: N66 02.155 W16 01.309.
Öxarfjarðarheiði: N66 10.209 W16 03.852.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Laufskáli, Rauðhólar, Öxarfjarðarheiði
Nálægar leiðir: Súlnafell, Urðir, Biskupsás, Sléttuvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Dettifossvegur syðri

Frá Mývatnsöræfum til Kelduhverfis framhjá þjóðgarðinum við Jökulsárgljúfur.

Þetta er gamli bílvegurinn með Jökulsá á Fjöllum vestanverðri. Nú er verið að gera nýjan bílveg.

Um Dettifoss segir Wikipedia: “Dettifoss er aflmesti foss Íslands. Hann er 44 m hár og rúmlega 100 m breiður foss í Jökulsá á Fjöllum. Hann er hluti af þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum og er skilgreindur sem náttúruvætti samkvæmt Umhverfisstofnun. Nálægt honum eru tveir miklir fossar, Hafragilsfoss neðan hans, en Selfoss ofar í ánni.” Dettifoss er stórfenglegasti foss landsins og aflmesti foss Evrópu. Meðalrennsli Jökulsár við Dettifoss er 193 rúmmetrar á sekúndu en í flóðum fer það upp undir 600 rúmmetra á sekúndu. Dettifoss skásker Jökulsá þannig að sjónarhornið er ólíkt eftir því hvar er að honum. Af vesturbakkanum sést hin mikla breidd betur.

Byrjum við mót þjóðvegar 1 og gamla Dettifossvegar F862 á Mývatnsöræfum. Förum með gamla Dettifossvegi alla leið. Fyrst norður Austaribrekku austan við Brekkuás. Áfram norður og framhjá afleggjara austur að Dettifossi. Þegar vð nálgumst Hólmatungur sveigir vegurinn til vesturs og vestur fyrir Svínadal og Vesturdal. Við förum áfram norður að Tóarveg og beygjum eftir honum austur á þjóðveg 85 vestan Ásbyrgis.

18,2 km
Þingeyjarsýslur

Jeppafært

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Dettifossvegur nyrðri

Frá Mývatnsöræfum til Kelduhverfis framhjá þjóðgarðinum við Jökulsárgljúfur.

Þetta er gamli bílvegurinn með Jökulsá á Fjöllum vestanverðri. Nú er verið að gera nýjan bílveg.

Um Dettifoss segir Wikipedia: “Dettifoss er aflmesti foss Íslands. Hann er 44 m hár og rúmlega 100 m breiður foss í Jökulsá á Fjöllum. Hann er hluti af þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum og er skilgreindur sem náttúruvætti samkvæmt Umhverfisstofnun. Nálægt honum eru tveir miklir fossar, Hafragilsfoss neðan hans, en Selfoss ofar í ánni.” Dettifoss er stórfenglegasti foss landsins og aflmesti foss Evrópu. Meðalrennsli Jökulsár við Dettifoss er 193 rúmmetrar á sekúndu en í flóðum fer það upp undir 600 rúmmetra á sekúndu. Dettifoss skásker Jökulsá þannig að sjónarhornið er ólíkt eftir því hvar er að honum. Af vesturbakkanum sést hin mikla breidd betur.

Byrjum við mót þjóðvegar 1 og gamla Dettifossvegar F862 á Mývatnsöræfum. Förum með gamla Dettifossvegi alla leið. Fyrst norður Austaribrekku austan við Brekkuás. Áfram norður og framhjá afleggjara austur að Dettifossi. Þegar vð nálgumst Hólmatungur sveigir vegurinn til vesturs og vestur fyrir Svínadal og Vesturdal. Við förum áfram norður að Tóarveg og beygjum eftir honum austur á þjóðveg 85 vestan Ásbyrgis.

30,5 km
Þingeyjarsýslur

Jeppafært

Nálægir ferlar: Péturskirkja, Sund, Þeistareykjabunga, Öxarfjörður.
Nálægar leiðir: Hólmatungur, Dettifossvegur, Jörundur & Eilífur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Dettifoss

Frá Mývatnsöræfum um Dettifoss til Svínadals við Ásbyrgi.

Athugið, að þetta er gamli reiðvegurinn, sem nú er bannaður hestum norðan við Dettifoss. Hins vegar má ganga þessa leið. Bílvegurinn Dettifossvegur er vestar í landinu.

Leiðina um Hólmatungur og Svínadal má aðeins fara í samráði við þjóðgarðsvörðinn og ekki með lausa hesta. Um Dettifoss segir Wikipedia: “Dettifoss er aflmesti foss Íslands. Hann er 44 m hár og rúmlega 100 m breiður foss í Jökulsá á Fjöllum. Hann er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og er skilgreindur sem náttúruvætti samkvæmt Umhverfisstofnun. Nálægt honum eru tveir miklir fossar, Hafragilsfoss neðan hans, en Selfoss ofar í ánni.” Dettifoss er stórfenglegasti foss landsins og aflmesti foss Evrópu. Meðalrennsli Jökulsár við Dettifoss er 193 rúmmetrar á sekúndu en í flóðum fer það upp undir 600 rúmmetra á sekúndu. Dettifoss skásker Jökulsá þannig að sjónarhornið er ólíkt eftir því hvar er að honum. Af vesturbakkanum sést hin mikla breidd betur.

Byrjum við mót þjóðvegar 1 og gamla Dettifossvegar F862 á Mývatnsöræfum. Förum með gamla Dettifossvegi norður Austaribrekku austan við Brekkuás. Förum austur af veginum og fylgjum reiðslóð til norðnorðausturs um Dettifossgrjót að Dettifossi. Þaðan fylgjum við reiðslóð norður með Jökulsá á Fjöllum og norðvestur um Hólmatungur í Svínadal.

32,9 km
Þingeyjarsýslur

Ekki ætlaður hestum.

Skálar:
Svínadalur: N65 55.000 W16 32.000.

Nálægir ferlar: Péturskirkja, Sund, Þeistareykjabunga.
Nálægar leiðir: Hólmatungur, Dettifossvegur, Jörundur & Eilífur, Hljóðaklettar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Búrfellsheiði

Frá Fjallalækjarseli í Þistilfirði um Búrfellsheiði að Álandstunguleið við Foss suðaustan Búrfells.

Ein stærsta gróna heiði landsins umhverfis Búrfell, sem stendur eitt sér á miðri heiði. Mýrlend heiði í 200-300 metra hæð, þakin vötnum og tjörnum með mýrum og mólendi á milli. Hún er beitiland Öxarfjarðar, Hólsfjalla og Þistilfjarðar, landsins bezta sauðfjárland.  Fyrrum voru nokkur býli á heiðinni. Um hana renna ýmsar ár, Svalbarðsá, Sandá, Hölkná, Laxá og Hafralónsá þeirra þekktastar.

Förum frá Fjallalækjarseli suður með Kvígindisfellum að austanverðu. Síðan til suðvesturs milli Svalbarðsnúps að vestanverðu og Balafells að austanverðu. Förum suðvestur fyrir Hlíðarhorn og austur fyrir Stóra-Mosfell langleiðina að Búrfelli. Þar sveigjum við til suðurs fyrir austan Búrfell og komum við eyðibýlið Foss á slóð norðvestan um Álandstungu. Sú slóð liggur suðsuðvestur að Grímsstöðum á Fjöllum.

23,7 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Álandstunga.
Nálægar leiðir: Sléttuvegur, Ferðamannavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson og Herforingjaráðskort

Brekknaheiði

Frá Þórshöfn á Langanesi um Brekknaheiði að Lómatjörn við Finnafjörð.

Förum frá Þórshöfn á Langanes suðsuðaustur og upp með Fossá að vestanverðu og síðan austan við Selvatn og vestan við Kolluvatn að Þernuvatni vestanverðu. Sunnan þess komum við í 200 metra hæð í Skörðum. Síðan til suðausturs vestan við Sauðvatn og loks um Sauðhöfða að Lómatjörn í Finnafirði við þjóðveg 85.

10,1 km
Þingeyjarsýslur, Austfirðir

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH

Blikalónsdalur

Frá Blikalóni á Melrakkasléttu að Hólsvík við Raufarhöfn.

Farið er suður eftir vesturbrún Blikalónsdals, sem er grunn sigdæld, er gengur átján kílómetra suður í sléttuna. Dalurinn er misgengi á svipaðan hátt og Þingvallavatnslægðin. Hamraveggir eru til beggja hliða dældarinnar. Dalurinn er allur mjög gróinn, eins og raunar sléttan öll. Þegar beygt er þvert til austurs upp úr dalnum, tekur við mikið vatnasvæði, þar sem hver tjörnin rekur aðra og vel þýfðir móar og mýrar eru þar á milli. Engir jeppar eiga að geta verið hér á ferð. Undir Melrakkasléttu er grágrýti frá ísöld og ofan á honum eru móar og mýrar líkt og í freðmýrum heimskautalanda. Að vestanverðu er fjöldi stöðuvatna, tjarna, áa og lækja og gróin mýradrög milli blásinna mela. Austan Blikalónsdals eru þurrlendir móar á stangli.

Förum frá Blikalóni tæpan kílómetra með þjóðvegi 85 til austurs, síðan til suðurs á dráttarvélaslóð suður með vesturbrún Blikalónsdals. Förum þar um Arnarbæli, Þrætuvatnsás og Þúfuás að fjallaskála á Melrakkasléttu. Beygjum þar til austurs yfir dalinn og upp austurbrún dalverpisins. Förum þar á einstigi um þýft land, fyrst í austur og síðan suðaustur fyrir Hvanntjörn og svo áfram austur að eyðibýlinu Grashóli. Þaðan förum við veiðiveg niður á þjóðveg 85 fyrir sunnan Raufarhöfn. Fylgjum honum til suðurs að Höfða í Hólsvík.

29,4 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Blikalónsheiði: N66 23.340 W16 13.019.

Nálægir ferlar: Oddsstaðir, Klíningsskarð, Fjallgarður.
Nálægar leiðir: Grjótnes, Raufarhafnarvegur, Hólsstígur, Beltisvatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Bláskógavegur

Frá Sæluhúsmúla á Reykjaheiði um Keldunesheiði að Undirvegg og Eyvindarstöðum í Kelduhverfi.

Bláskógavegur liggur um grónar heiðar Kelduhverfis, sundurskornar af gjám, sem liggja norður í framhaldi af Gjástykki. Þetta er dulmagnað heiðarland. Bezt er að fylgja slóðum dráttarvéla, því að víða leynast gjár undir grónu yfirborði. Einnig af því, að víða er kargaþýfið erfitt yfirferðar. Heiðin er óvenjulega vel gróin, þótt hraunið standi sums staðar upp úr. Hér er mikið af litskrúðugum blómum. Beitilyng, krækiberjalyng, sortulyng og fjalldrapi, gulvíðir og grávíðir, birki og reyniviður. Og mikil fugladýrð, þrestir, maríuerlur, sólskríkjur og margar fleiri tegundir.

Förum frá Sæluhúsmúla austur Bláskógaveg, en förum heldur sunnar, í austnorðaustur. Komum að Undirvegg í Kelduhverfi og förum þaðan norður að eyðibýlinu Eyvindarstöðum við þjóðveg 85.

22,5 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Sæluhúsmúli: N65 57.686 W17 02.070.

Nálægir ferlar: Keldunesheiði, Þeistareykir.
Nálægar leiðir: Sæluhúsmúli, Hrútafjöll.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Biskupsás

Frá Hrauntanga á Öxarfjarðahreiði um Biskupsás að Svalbarði í Þistilfirði.

Jón Trausti rithöfundur átti um skeið í æsku heima í Hrauntanga.

Byrjum við eyðibýlið Hrauntanga á Öxarfjarðarheiði í 220 metra hæð. Við förum austur með þjóðvegi 867 um fjallaskálann á Öxarfjarðarheiði að Helgafelli í 300 metra hæð. Förum þar af veginum suður fyrir fellið um Einarsskarð. Síðan austnorðaustur um Biskupsás í skarðið milli Hermundarfells að norðan og Flautafells að sunnan. Förum austur að þjóðvegi 897 í Þistilfirði, yfir Svalbarðsá að Svalbarði í Þistilfirði.

12,6 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Öxarfjarðarheiði: N66 10.209 W16 03.852.

Nálægir ferlar: Rauðhólar, Öxarfjarðarheiði, Djúpárbotnar, Fjallgarður.
Nálægar leiðir: Urðir, Sléttuvegur, Ferðamannavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Beltisvatn

Frá Kópaskeri um Beltisvatn til Raufarhafnar.

Förum frá Kópaskeri austur að suðurenda Leirhafnarfjalla og förum þar austur um Klíningsskarð. Síðan áfram til austurs fyrir sunnan Beltisvatn og þaðan til norðausturs fyrir norðvestan Hólmavatn inn á Hólsstíg. Áfram norðaustur fyrir austan Ytra-Deildarvatn og Hólsvatn, um Miðás og Deildará að þjóðvegi 85 við Kópasker á Melrakkasléttu.

24,7 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Klíningsskarð, Öxarfjörður, Blikalónsdalur, Fjallgarður.
Nálægar leiðir: Vellankatla, Hólsstígur, Sléttuvegur, Raufarhafnarvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Álandstunga

Frá Sandskála á Fjöllum um Álandstungu að Ytra-Álandi í Þistilfirði.

Ein stærsta gróna heiði landsins umhverfis Búrfell, sem stendur eitt sér á miðri heiði. Mýrlend heiði í 200-300 metra hæð, þakin vötnum og tjörnum með mýrum og mólendi á milli. Hún er beitiland Öxarfjarðar, Hólsfjalla og Þistilfjarðar, landsins bezta sauðfjárland.  Fyrrum voru nokkur býli á heiðinni og við förum hjá sumum þeirra á leiðinni niður Álandstungu til sjávar. Um heiðina renna ýmsar ár, Svalbarðsá, Sandá, Hölkná, Laxá og Hafralónsá þeirra þekktastar. Við fylgjum fyrst Sandá og síðan Hölkná. Önnur leið um heiðina er norður með Hvannstaðafjallgarði í Laufskála og síðan niður með Svalbarðsá til byggða.

Frá Sandskála í 460 metra hæð krækjum við í tæplega 500 metra hæð suður fyrir Mynnisöxl um Hólsmynni og síðan norður á Búrfellsheiði. Við förum milli Hvannstaðafjallgarðs að vestan og Sandár að austan. Þegar við komum nálægt suðausturhorni Búrfells við eyðibýlið Foss, beygir Sandá til austurs og við fylgjum henni. Frá eyðibýlinu Halldórskoti liggur slóðin aftur meira til norðurs og við förum yfir Sandá austan við Stóra-Mosfell. Síðan um eyðibýlið Vatnsenda milli Vatnsendavatns og Vatnsendahnjúks. Þar er gangnamannaskáli í bændaeigu. Við yfirgefum Sandá og förum um skarð milli Vatnsendahnjúks og Hatthóls. Leiðin liggur norður milli eyðibýlanna Hvapps undir Balafelli og Kristjánskots við Hölkná. Förum nálægt Hafursstöðum við Balafell og hjá Nýstöðum við Hölkná. Áfram um Vælindisás og Kerastaðaás, síðan vestan við Syðra-Áland og áfram norður um Lómatjörn og Skógarás. Yfir þjóðveg 85 í Þistilfirði og loks eftir heimreið að bænum Ytra-Álandi, þar sem er bændagisting.

27,0 km 
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Sandskáli: N65 52.389 W16 05.880.
Vatnsendi: N66 00.625 W15 45.510.

Nálægir ferlar: Fjallgarður, Hólsfjöll.
Nálægar leiðir: Sléttuvegur, Búrfellsheiði, Hestatorfa, Smjörbítill, Ferðamannavegur.

Skrásetjari: Sæmundur Eiríksson
Heimild: Sæmundur Eiríksson og Herforingjaráðskort