Ferðamannavegur

Frá Hvammi í Þistilfirði um Urðarsel að Einarsskarði á Öxarfjarðarheiði.

Hluti af gömlu reiðvegakerfi, sem lá frá Öxarfirði og Melrakkasléttu og ofan byggða í Þistilfirði til Langaness eða Finnafjarðar.

Förum frá Hvammi vestur að Kerastöðum við Hölkná. Áfram vestur um Leirlæk við Sandá og um Urðarsel við Svalbarðsá. Síðan förum við vestan við Flautafell og austan og norðan við Vatnastykki. Norðvestur um Garðsdal í Einarsskarð og áfram að veginum yfir Öxarfjarðarheiði.

27,3 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Álandstunga, Laufskáli, Öxarfjarðarheiði, Fjallgarður.
Nálægar leiðir: Hágangar, Helkunda, Heljardalur, Sléttuvegur, Búrfellsheiði, Súlnafell, Biskupsás

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins