Hágangar

Frá Hafralónsá í Þistilfirði um Háganga að Litluá í Selárdal í Vopnafirði.

Syðri Hágangur er 952 metrar, hið tilkomumesta fjall. Ytri Hágangur er einnig svipmikill og 923 metrar. Fjöllin eru úr móbergi, alsett tindum og fönnum.

Byrjum hjá austurenda brúar á Hafralónsá á þjóðvegi 85 í Þistilfirði. Förum suður með ánni austanverðri, yfir Kverká og suður með þeirri á vestanverðri. Síðan suður á Grasdalsfjall, suður að Kverká, austan Hólmavatns, að leitarmannakofa í Leirártungu. Þaðan til austurs. Fyrir sunnan Djúpavatns beygjum við suður fyrir Ytri-Hágang, förum milli hans og Þverfells, síðan austur í Hvammsármýrar og suðaustur að Litluá í Selárdal í Vopnafirði.

53,0 km
Þingeyjarsýslur, Austfirðir

Skálar:
Austurheiði: N65 57.568 W15 23.164.
Kverkártunga: N65 54.586 W15 18.127.
Miðfjarðarheiði: N65 54.467 W15 14.209.

Nálægar leiðir: Hafralónsá, Helkunda, Kverkártunga, Miðfjarðarheiði, Selárdalur, Ferðamannavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort