Heljardalur

Frá Holti í Laxárdal í Þistilfirði við þjóðveg 868 um Haugsöræfi að Grímsstöðum á Fjöllum.

Þrátt fyrir nafnið er Heljardalur fagur öræfadalur, ótrúlega vel gróinn og innilokaður dalur í eyðimörk umhverfisins. Hann er afskekktur og fáir koma þar utan leitarmenn að hausti. Sagnir eru um tilraun til búskapar í Heljardal.

Förum frá Holti suðvestur í Háuhæðir og síðan suður um Sjónarhól og Krubba að Krubbatjörn. Áfram suður um Dalsheiði að Bræðravötnum. Förum milli þeirra og áfram suður Dalsheiði að Krókavötnum. Austan þeirra komum við að leiðinni upp með Hafralónsá og að fjallaskálanum í Hvammsheiði. Síðan áfram suður Heljardalseyrar að Hafralóni vestanverðu. Þar sveigjum við til suðvesturs milli Stakfells að suðaustanverðu og Heljardalsfjalla að norðvestanverðu og komum inn í Heljardal. Þar er hliðarleið sður um Einbúa. Við förum suðvestur Heljardal og síðan til suðurs austan við Haug að Haugsvatni. Sunnan vatnsins komum við á Haugsleið úr Vopnafirði og fylgjum henni til vesturs, í 760 metra hæð, framhjá fjallaskálanum Vestarahúsi. Norðan Hólskerlingar eru vegamót. Haugsleið liggur til norðvesturs að Víðirhóli, en við förum suðvestur að Grímsstöðum á Fjöllum.

55,2 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Hvammsheiði: N65 54.753 W15 38.800.
Hafralón: N65 50.875 W15 36.034.
Vestarahús: N65 42.590 W15 49.400.
Tjarnir: N65 39.314 W16 04.812.
Grímsstaðir: N65 38.615 W16 07.050.

Nálægir ferlar: Álandstunga, Hólsfjöll.
Nálægar leiðir: Sléttuvegur, Hafralónsá, Einbúi, Haugsleið, Dimmifjallgarður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort