Hafralónsá

Frá Hvammi í Þistilfirði meðfram Hafralónsá inn á Haugsvatnsleið austan Krókavatna.

Mikil veiðiá með laxi og silungi. Veidd með 4 stöngum og er þekkt fyrir stórlaxa. Sumarveiði er afar áþekk hinum ánum í Þistilfirði, um 150 til 350 laxar eftir árferði. Þá er í Hafralónsá mjög gott bleikjusvæði neðst í ánni.

Förum frá Hvammi suður að Hafralónsá og síðan suður með ánni, svo vestur fyrir Hvammsgljúfur á Miklavatnsháls. Áfram til suðurs vestan við Hafralónsá suður Kolhólsflóa, Bæjarás og Hvammsheiði. Síðan austur með Dimmagljúfri, suður milli Hávarðsdalsfjalls og Kistufjalla. Og loks áfram með Hafralónsá, inn á Haugsvatnsleið austan Krókavatna.

28,1 km
Þingeyjarsýslur

Nálægar leiðir: Heljardalur, Hágangar, Helkunda.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort