Á sjálfvirkan hátt eru þrjú atriði athugaverð við aðild Evrópu að þrýstingi á Persíu út af kjarnorkumálum. Í fyrsta lagi hefur aldrei gefizt vel að hóta stríði. Í öðru lagi hefur aldrei gefizt vel að fara að ráðum Bandaríkjanna í utanríkismálum. Í þriðja lagi hefur aldrei gefizt vel að þjóna hagsmunum Ísraels. Betra er að fara í flokk með Rússlandi og Kína og hleypa Bandaríkjunum einum á foraðið. Aldrei hefur verið gefin skýring á, af hverju Persar megi ekki gera það, sem Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn, Indverjar og Pakistanir hafa mátt gera.
