Tekjur gamals fólks eru tvískattaðar. Fyrst er skertur ellilífeyrir þess, ef það hefur tekjur úr eigin lífeyrissjóði. Svo eru tekjur úr lífeyrissjóði skattlagðar eins og aðrar tekjur. Samtals tekur ríkið 70% og allt upp í 85% af fólki í skerðingu og skatt. Stefán Ólafsson prófessor benti á þetta í erindi í gær. Þetta dæmi sýnir viðhorf stjórnvalda til velferðar í verki. Viðhorf Framsóknar og Sjálfstæðis til velferðar verður svipað hjá borginni, ef þeir komast þar til valda. Þá verður hætt við ókeypis leikskóla, þótt þeir lofi öðru. Verkin tala hærra en loforðin.