Evrópa er að taka ranga afstöðu með félagslegum rétttrúnaði og gegn málfrelsi, segir Richard Bernstein í International Herald Tribune í dag. Hann bendir á málaferli gegn fólki, sem hefur raskað ró trúaðra í Þýzkalandi, Póllandi og Austurríki og hvellinn út af skrípamyndum af Múhameð spámanni. Bernstein segir, að málfrelsi sé slíkur hornsteinn þjóðskipulagsins, að önnur viðhorf á borð við siðsemi megi ekki skyggja á það. Við þetta má bæta, að persónuvernd hefur læðst inn í stjórnsýslu og dómvenju, þótt málfrelsi sé í stjórnarskrám, en alls ekki persónuvernd.