Blað og vefur

Punktar

Kosturinn við að skrifa skoðanir á vefinn er, að efnið fer beint á vefinn. Þegar ég skrifaði í blöð, birtist efnið í blaðinu daginn eftir og tveimur dögum síðar á vefnum. Þótt skoðanir í blöðum fari heim til tugþúsunda manna, en aðeins hundruð eða þúsundir manna sæki sér skoðanir á vefnum, verð ég ekki var við neinn mun. Sneggri birting kemur á móti meiri útbreiðslu. Þeir, sem vilja lesa pistla mína, lesa þá, hvort sem þeir eru í blaði eða á vefnum. Fólk, sem ég hitti á förnum vegi, vitnar jafnmikið eða -lítið í pistlana, hvort sem þeir voru fyrst í blaði eða bara á vefnum.