Sambandslaust

Punktar

Kosningaloforð eru orðin sambandslaus við veruleikann í baráttunni um borgarstjórn í Reykjavík. Þar leikur harðast Framsókn, sem hefur í ríkisstjórn reynt að skaða borgina, til dæmis með því að skerða vegafé til hennar. Þrátt fyrir andstöðu flokksins við Sundabraut, lofar flokkurinn dýrustu leiðinni við gerð hennar strax. Lengra verður tæpast komizt í sambandsleysi við staðreyndir. Einnig sanna dæmin í ríkisstjórn og á Alþingi, að Framsókn er óvinur gamlingja og sjúklinga, fjölskyldna og barna, en hjá borginni þykist hún vera bezti vinur allra, sem lítils mega sín.