Mafíufrí verzlun

Punktar

106 kaupmenn í Palermo á Sikiley hafa sameinazt um mafíufría verzlun og fengið undirskrifuð loforð 7000 neytenda um viðskipti. Þetta er mikil breyting á eyju, þar sem 80% viðskiptalífsins gjalda mafíunni mánaðarlegan skatt. Samanlagt nemur þessi skattur 35 milljörðum evra á ári. Mafíufrí verzlun hefur ekki verið til á Sikley í manna minnum. Þess vegna hefur mannleg reisn ekki verið til á eyjunni og þess vegna hef ég aldrei viljað fara þangað, ekki einu sinni til að skoða grískar rústir. Nú fer kannski að líða að því, að ég geti skoðað Sýrakúsu og Agrigentum.