Sannleikur lekur út

Punktar

Bandarískir fjölmiðlar koma vikulega upp um meira svindl og svínarí en samanlagðir evrópskir fjölmiðlar gera á heilu ári. Það stafar af, að vestan hafs vefengja menn þá, sem völdin hafa, og hafna því, að satt megi kyrrt liggja. Samt eru bandarískir fjölmiðlar háðir félagslegum rétttrúnaði hvers tíma. Þeir geta ekki andæft gegn stríði, trúarofstæki, fána og þjóðsöng. Þeir tóku seint við sér í Víetnam og þeir tóku seint við sér í Írak. En þar lekur þó sannleikurinn út um síðir, sem seint mundi gerast í hvimleiðu blaðri íslenzkra fjölmiðla upp úr fréttatilkynningum.