Kúgun rofnar

Punktar

Frakkar hafa lagt til, að hafnar verði að nýju greiðslur til Palestínu, sem lagðar voru niður, þegar Hamas vann sigur í frjálsum kosningum. Þeir vilja, að settur verði upp evrópskur sjóður í Alþjóðabankanum og að úr þessum sjóði verði greitt beint til opinberra starfsmanna í Palestínu, sem nú fá ekki laun. Bush Bandaríkjaforseti er algerlega andvígur, því að hann vill svelta Palestínu til hlýðni. Sem betur fer rennur upp fyrir Evrópu, að ekki má hunza niðurstöðu frjálsra kosninga. Hún stofnar því sjóðinn án aðildar Bandaríkjanna. Þá rofnar hin vestræna kúgun Palestínu.