Lítið er um félagslega villutrú hér á landi. Hér er tæpast nokkur Galíleó. Flestir syngja sama leiðindasönginn, auðhyggju í viðskiptum og félagshyggju í opinberu lífi. Loforð flokkanna í Reykjavík eru nokkurn veginn eins. Enginn fjölmiðill er á jaðri hins mögulega, kannar útjaðra félagslegs rétttrúnaðar og rambar út fyrir þá. Í auknum mæli ráða þrjú spakmæli Íslandi einu, en ekki öðrum löndum. Fyrsta spakmælið er: “Oft má satt kyrrt liggja.” Annað er: “Þeim, sem guð gefur embætti, gefur hann líka forstand.” Þriðja er: “Allir eiga annan séns.”